Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leggja til að ríkið greiði fyrir söfnun á týndum veiðarfærum

Um 94% af öllu rusli á sjáv­ar­botni við strend­ur Ís­lands eru veið­ar­færi. Þrátt fyr­ir þetta mikla magn hafa ís­lensk­ar út­gerð­ir nán­ast aldrei til­kynnt týnd veið­ar­færi eins og þeim ber að gera sam­kvæmt lög­um.

Leggja til að ríkið greiði fyrir söfnun á týndum veiðarfærum

Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins telja að það sé letjandi fyrir sjávarútveginn að tilkynna týnd veiðarfæri í sjó þar sem þeir þurfi að greiða fyrir að sækja þau sé það tilkynnt. Frá því að lög um nytjastofna sjávar frá 1996 voru sett hafa útgerðir aldrei tilkynnt týnd veiðarfæri í landhelgi Íslands. Um 94% af öllu rusli á hafsbotni við strendur landsins eru veiðarfæri. Um er að ræða bráðabirgðatillögur frá starfshópunum.

Telja núverandi kerfi letjandi

Í hugmyndum hópsins kemur fram að núverandi lög hafi letjandi áhrif á að fiskiskip tilkynni týnd veiðarfæri, þar sem þau þurfi að greiða allan kostnað við að þau séu aftur sótt. Í kynningunni kemur fram dæmi frá Noregi þar sem fiskiskip tilkynni, í gegnum snjallsímaforrit, týnd veiðarfæri og að norska ríkið sæki þau svo þeim að kostnaðarlausu. 

„Dæmi frá Noregi þar sem tilkynnt er um töpuð veiðarfæri með appi og svo fara yfirvöld og safna þeim saman í stórum leiðangri. Kostnaðurinn lendir á ríkinu,“ segir í kynningu starfshópanna. 

Mælir því starfshópurinn að norska leiðin verði tekin upp hér á landi. Þetta staðfestir Gréta María Grétarsdóttir, formaður starfshóps um umgengni.

Íslenskur sjávarútvegur nánast aldrei týnt veiðarfærum

Samkvæmt reglugerðum sjávarútvegsráðherra ber fiskiskipum að tilkynna til Landhelgisgæslunnar ef þau týna veiðarfærum í sjóinn. Svo virðist sem íslenskur sjávarútvegur standi sig betur en flestar aðrar þjóðir, því engar tilkynningar um týnd veiðarfæri hafa borist Landhelgisgæslunni frá því að reglugerðir sjávarútvegsráðherra voru samþykktar. Frá árinu 2016 hafa eingöngu tvö tilfelli verið skráð hjá Fiskistofu, en þær tilkynningar komu ekki frá útgerðunum sjálfum, heldur frá eftirlitsmönnum Fiskistofu sem voru um borð í skipunum þegar veiðarfærin týndust.

Týni fiskiskip veiðarfærum, og sækja þau ekki sjálf, skulu þau vera sótt á kostnað útgerðarinnar sem gerir út skipið. Veiðarfæri finnast víða um strendur landsins og hefur meðal annars Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, hefur fundið gífurlegt magn af veiðarfærum í sínu hreinsunarstarfi um strandir landsins. Erfitt er að vita hvaðan lang stærstur hluti þeirra koma, hvort um sé að ræða veiðarfæri af íslenskum skipum eða erlendum, þar sem stærstur hluti veiðarfæranna sem hann finnur er ekki merktur neinni útgerð eða að merkingar hafi dottið af eða afmáðst. Engar reglur eru um gæði merkinga á veiðarfærum. Finnist hins vegar veiðarfæri sem eru merkt ber eiganda veiðarfæranna að greiða fyrir söfnun á þeim. Ný reglugerð var samþykkt af sjávarútvegsráðherra árið 2020, sem gerir útgerðum skylt að merkja veiðarfæri sín á þremur stöðum í stað eins staðar sem gamlar reglugerðir sögðu til um. Er talið að með þeirri breytingu megi rekja veiðarfæri á auðveldari máta sem finnast á ströndum landsins og fjarlægja þau á kostnað þeirrar útgerðar sem er merkt veiðarfærunum. Enn hefur þó ekki verið sett í reglugerð hvernig skal reikna út kostnað við að fjarlægja veiðarfæri, sem eru merkt útgerðum, af ströndum landsins. Mikill kostnaður getur verið að því að flytja þung veiðarfæri af ströndum sem ekki eru nálægt vegum eða byggð og oft þarf sérhæfðan búnað í þau verkefni. Starfshópar ráðuneytisins vilja leggja enn frekari áherslur á merkingar. 

Sjávarútvegurinn borgar ekki Úrvinnslugjald 

Árið 2005 gerðu LÍÚ, nú SFS, og Úrvinnslusjóður sín á milli samning þess efnis að ekkert úrvinnslugjald sé lagt á veiðarfæri. Úrvinnslugjald er lagt á marga vöruflokka, svo sem umbúðir, dekk og bifreiðar. Er þetta úrvinnslugjald svo notað til þess að greiða fyrir úrvinnslu á úrganginum sem endurvinnslufyrirtækja safna og senda áfram í endurvinnslu eða endurnýtingu. Í stað þess að greiða úrvinnslugjaldið á SFS að sjá um söfnun og úrvinnslu á öllum veiðarfærum úr gerviefnum á landinu. Markmið var sett í samninginn um að minnsta kosti 60% af öllum veiðarfærum skulu vera safnað saman og komið í endurvinnslu. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnum hefur þetta markmið ekki nást öll árin.

Mikið af veiðarfærum urðuðMörg þúsund tonn af veiðarfærum hafa verið urðuð hjá Sorpu á Álfsnesi undnafarin ár. Mikið af þessum veiðarfærum eru keyrð langar vegalengdir til þess eins að urða þau. Ekkert í samningi SFS við Úrvinnslusjóð bannar urðun veiðarfæra.

Nýr samningur hjá ráðherra í meira en ár.

Árið 2021 samþykkti stjórn Úrvinnslusjóðs nýjan samning við SFS. Litlar breytingar voru á þeim samningi og frá árinu 2005. Umhverfisstofnun gerði tvær umsagnir um þennan nýja samning og var niðurstaða stofnuninar að hann stæðist ekki lög. Þrátt fyrir þessar umsagnir hefur hann ekki verið endurskoðaður. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar ætlar Guðlaugur Þór Þórðason, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að samþykja samninginn án nokkurra breytinga með tilliti til umsagna Umhverfisstofnunar. 

Þá tóku gildi um áramótin ný lög um framleiðendaábyrgð, sem skilyrða fyrirtæki að standa undir þeim kostnaði sem verður vegna úrvinnslu á vörum sem þeir framleiða, þar hefur sjávarútvegurinn einnig fengið að sleppa út af sínum sérsamningi við ríkið, sem er óuppsegjanlegur nema að brot eigi sér stað. Samningurinn hefur margoft verið brotinn af SFS, þrátt fyrir það hefur samningnum aldrei verið sagt upp af Úrvinnslusjóði, en SFS er með stjórnarmeðlim í stjórn sjóðsins þrátt fyrir að greiða nánast ekkert Úrvinnslugjald til sjóðsins.

Um 94% af öllu rusli á hafsbotni eru veiðarfæri

Frá árinu 2004 hefur Hafrannsóknastofnun kortlagt hafsbotninn við strendur Íslands. Við þessa kortlagningu hafa myndavélar stofnunarinnar þá á sama tíma gripið myndir af gríðarlegu miklu magni af rusli á hafsbotni við strendur landsins. Allt að 94% af öllu rusli sem stofnunin fann voru veiðarfæri frá sjávarútveginum. Langmesta ruslið frá sjávarútveginum mátti finna við Reykjanesskaga. Langstærstur hluti veiðarfæra er úr plasti og getur það tekið mörg hundruð ár fyrir þau að brotna niður. Þegar þau loks byrja að brotna niður myndast örplast sem fiskar og önnur sjávardýr borða, sem endar svo á diskum landsmanna. Nýjustu rannsóknir sýna að mikið magn af plasti má finna í nánast öllum tegundum sjávardýra við stendur Íslands.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þessi lög einsog mörg önnur eru án viðurlaga, það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkistyrkta-einokunar-útgerðin verði svipt veiðileyfi ef lög eru brotin, það væri jákvæð hvatning til að ganga vel um auðlindina. Hinsvegar er fáránlegt að skattgreiðendur séu rukkaðir fyrir úrvinnslu/förgunargjald veiðarfæra ríkistyrktu-einokunar-útgerðanna, þegar stjórnmála-fólkið telur við hæfi á sama tíma að rukka þessa útgerð um smánar-gjald fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum, eiga viðskipti með aflaheimildir almennings, sem og að fá að hafa óslitna-virðiskeðju.
    1
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Fyrir 40 árum setti Hampiðjan í samvinnu við þýska og hollenska aðila upp endurvinnslu á notuðum veiðarfærum. Þar voru net endurunnin í stórum stíl og afurðin var nylon og blý, það má ekki gleyma öllum þeim tonnum af blýi sem liggja á sjávarbotninum og dreifast um lífríkið ásamt örplasti. Hvað varð um þetta framtak?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár