Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg í Þorlákshöfn þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Ölfuss taldi ekki sérstaka þörf á að framkvæmdin færi í sérstakt umhverfismat en Skipulagsstofnun hefur komist að annarri niðurstöðu.
Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir að líklegt sé að bygging mölunarverksmiðjunnar muni hafa veruleg umhverfisáhrif: „Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd kann að hafa umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka 6 laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum.“
Verksmiðjan á að vera staðsett inni í bænum, við höfnina, og á að framleiða allt að 3 milljónir tonna af efni í steypu á ári, eins og segir í niðurstöðunni. „Byggt verður í tveimur áföngum með tilheyrandi aðstöðu við aðliggjandi höfn og innviðauppbyggingu fyrir starfsemina. Ráðgert er að í fyrsta áfanga verði framleiðsla um …
Athugasemdir (1)