Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa hafn­að gagn­til­boði Efl­ing­ar um skamm­tíma­kjara­samn­ing, sem kvað á um meiri launa­hækk­an­ir en SA hef­ur sam­ið um við aðra hópa á al­menn­um vinnu­mark­aði til þessa. Efl­ing und­ir­býr nú verk­falls­að­gerð­ir.

Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Mynd: Bára Huld Beck

Samtök atvinnulífsins hafa hafnað tilboði Eflingar til lausnar á yfirstandandi kjaradeilu, en fundur á milli aðila fór fram í hádeginu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við fjölmiðla eftir fundinn að viðræðum hefði verið slitið og að nú færi samninganefnd Eflingar að undirbúa verkfallsboðanir.

Efling opinberaði tilboð sitt til Samtaka atvinnulífsins á sunnudag, en þær hækkanir launatöflu sem lagðar voru til af hálfu Eflingar námu á bilinu 40-59 þúsund, auk þess sem Eflingarfélagar fengju sérstaka 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem yrði utan grunnlauna.

Sólveig Anna sagði við fjölmiðla að Eflingarfólki þætti miður að Samtök atvinnulífsins hefðu ekki getað fallist á kröfur félagsins, sem hún sagði hófstilltar, sanngjarnar og jarðbundnar.

Kröfur félagsins eru þó umfram það sem önnur félög Starfsgreinasambandsins sömdu um við Samtök atvinnulífsins í desember og hafa Samtök atvinnulífsins staðið fast við það að Efling gæti ekki fengið frekari hækkanir en önnur félög hefðu áður samið um.

Forsvarsmenn Eflingar hafa fært rök fyrir því að þeir samningar sem náðst hafa á almennum markaði til þessa komi ekki nægilega til móts við verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu, sem búi við hærri framfærslukostnað, ekki síst hátt húsnæðis- og leiguverð. Þeirri röksemdafærslu hefur verið tekið fálega af sumum verkalýðsleiðtogum utan höfuðborgarsvæðisins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár