Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stærsti hagsmunaaðili laxeldis á Íslandi ákveður að stýra ekki fjölskyldufyrirtækinu

Stærsti eig­andi og hags­mun­að­ili í ís­lensku lax­eldi Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, hef­ur gef­ið það út op­in­ber­lega að hann muni ekki stýra fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu. Fjöl­miðl­ar í Nor­egi slá mál­inu upp sem tals­verð­um tíð­ind­um.

Stærsti hagsmunaaðili laxeldis á Íslandi ákveður að stýra ekki fjölskyldufyrirtækinu
Stýrir ekki Salmar Gustav Magnar Witzøe mun ekki koma að því í framtíðinni að stýra Salmar, stærsta eiganda Arnarlax á Bíldudal og öðru stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi. Frá þessu er greint í norskum fjölmiðlum í dag.

Stærsti eigandi og hagsmunaðili í íslensku laxeldi, Norðmaðurinn Gustav Magnar Witzøe, mun í framtíðinni ekki koma að því að stýra fjölskyldufyrirtækinu Salmar AS. Þetta fyrirtæki er stærsti hluthafi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal og er Gustav Magnar stærsti eigandi Salmar AS.

Norskir fjölmiðlar greina frá þessum tíðindum í dag og þykja þau stór en Gustav Magnar er ríkasti maður Noregs vegna eignarhalds síns á Salmar. 

Stærst á Íslandi, næststærst í heimi

Salmar er næst stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi á eftir norska félaginu Mowi sem nýlega eignaðist Arctic Fish á Ísafirði. Gustav Magnar Witzøe á nærri helmingshlut í fyrirtækinu í gegnum fjárfestingarfélagið Kverva AS. Faðir hans færði hlutinn í Salmar til hans árið 2006, þegar hann var einungis 12 ára gamall. 

„Með auðlindskattinum og þeim aðstæðum sem eru hér núna, þá er hagstæðara að fara til annarra landa“
Gustav Witzøe
stofnandi Salmar AS sem er eigandi Arnarlax á Bíldudal

Fjölmiðlar í Noregi hafa lengi haft mikinn áhuga á Gustav Magnar Witzøe og lífi hans enda hefur hann verið á listanum yfir auðugustu Norðmennina um árabil. Einkalíf hans hefur einnig vakið athygli en hann hefur kosið að starfa sem módel frekar en að vinna í laxeldisfyrirtæki fjölskyldunnar þó svo að hann hafi sannarlega reynt fyrir sér þar. 

Í fyrra framleiddi Arnarlax, sem kallast Icelandic Salmon 11.563 tonn af eldislaxi í sjókvíum. Þetta var tæplega 26 prósent af heildarframleiðslunni í sjókvíaeldi á Íslandi en hún var 44.504 tonn hér á landi í fyrra. 

Tvö stærsu laxeldisfyrirtæki heims stór á ÍslandiTvö stærstu laxeldisfyrirtæki í heimi eru tveir stærstu hagsmunaðilarnir í laxeldi á íslandi. Þetta eru Salmar AS, stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal, og Mowi, eigandi Arctic Fish á Ísafirði.

Sonurinn ætlar bara að vera eigandi en ekki stjórnandi

Það er faðir hans og nafni, sem jafnframt er stofnandi Salmar, sem segir frá þessari ákvörðun í dag. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv segir frá málinu undir fyrirsögninni: „Gustav Witzøe skipuleggur framtíð Salmar án sonarins í stjórnendahlutverki hjá laxeldisfyrirtækinu,og vísar til viðtals sem birtist við hann í sjávarútvegsblaðinu Intrafish í dag. „Ég á son sem hefur verið alveg skýr með það að til framtíðar sér hann sjálfan sig í virku eigendahlutverki, frekar en að vera þátttakandi í framleiðslunni, líkt og ég hef verið. Svo erum við með frábært starfsfólk. Það mun þá bara fá sín tækifæri,segir Gustav Witzøe við Intrafish sem hreykir sér af því að hafa náð viðtali við hann þar sem veiti þau sjaldan. Hann var lengi forstjóri Salmar en er nú stjórnarformaður félagsins. 

Í viðtali við Intrafish staðfestir Gustav Magnar að hann muni ekki starfa sem stjórnandi hjá Salmar í framtíðinni. „Dagleg stjórnun á Salmar er í góðum höndum hjá því dugmikla fólki sem stýrir félaginu. Ég hef notið þess mjög að fá að reyna mig í verkefnum í allri virðiskeðjunni, meðal annars bæði við að slátra fiski og reykja hann, en framtíðarhlutverk mitt verður að vera eigandi í gegnum fjölskyldufyrirtækið Kverva AS.

Gustav Magnar Witzøe býr í Þrándheimi í dag og starfar sem módel samhliða því að halda utan um eignir sem gera hann að ríkasta manni Noregs. 

Samkvæmt þessu mun Gustav Magnar því ekki verða einn af stjórnendum eiganda stærsta laxeldisfyrirtækis á Íslandi í náinni framtíð. Salmar er hins vegar komið til að vera á Íslandi. 

Stofnandinn og faðir stærsta eigandansGustav Witzøe er stofnandi Salmar AS en hann arfleiddi son af hlutabréfum sínum í félaginu árið 2006.

Faðirinn segir hagstæðara að fara til Íslands

Faðir Gustav Magnar Witzøe segir í viðtalinu við Intrafish að það sé mögulega hagstæðara fyrir laxeldisfyrirtæki eins og Salmar As að stunda laxeldi í öðrum löndum en í Noregi. Ástæðan er sá hái auðlindaskattur sem verið hefur innleiddur á sjókvíaeldi í Noregi. Þessi skattur hefur verið harðlega gagnrýndur af norskum laxeldisfyrirtækjum síðastliðna mánuði. 

Í viðtalinu segir Gustav Witzøe um þetta að aðstæður fyrir laxeldi í sjókvíum í Noregi séu einfaldlega ekki hagstæðir greininni: „Með auðlindskattinum og þeim aðstæðum sem eru hér núna, þá er hagstæðara að fara til annarra landa [...] Skotland er land sem liggur nálægt. Við erum með starfsemi í Skotlandi og eigum 50 prósent í næst stærsta laxeldisfyrirtækinu þar og einnig á Íslandi. En við vitum auðvitað ekki hvernig þetta endar.

 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár