Ellliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi á Suðurlandi, býr í íbúðarhúsi í sveitarfélaginu sem er í eigu námufyrirtækis og fjárfesta sem eru stórir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn, sem tók við starfinu árið 2018, segir að hann sé nú að ganga frá kaupum á húsinu. „Ég er að kaupa af þeim íbúðarhúsið sem var metið ónýtt eftir vatnstjón. Ég er að koma mér fyrir þarna og hef búið í bílskúrnum á meðan húsið hefur verið gert upp. Það varð allsherjartjón á húsinu. Þetta er allt í undirbúningi og hefur tekið lengri tíma en við ætluðum.“
Bæjarstjórinn vill ekki gefa upp kaupverðið á húsinu að svo stöddu og segir að verðið komi þá bara fram eftir undirritun kaupsamnings. Hann segist ekki fá nein sérkjör á húsinu. Elliði segir að leigan sem hann hafi greitt fyrir að búa í húsinu sé kostnaðurinn sem hann hefur greitt við endurbætur hússins. „Leigan verður …
Athugasemdir