Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Meiri stéttavinkill í íslensku útgáfunni

Í þessu til­felli verð­ur til speg­ill sem þeg­ar hef­ur spegl­að tugi leik­stjóra frá jafn­mörg­um lönd­um, skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son sem skellti sér á bíó­mynd­ina Villi­bráð.

Meiri stéttavinkill í íslensku útgáfunni
Skaðræðistól Persónurnar í Villibráð hlera símasamskipti hver annars – og auðvitað fer það ekki vel.
Sjónvarp & Bíó

Villi­bráð

Gefðu umsögn

Við erum stödd í vesturbæ Reykjavíkur. Sú staðsetning er skýrt römmuð inn í upphafi Villibráðar, með skotum af Melabúðinni og fleiri kennileitum, hér virðast allir hafa verið skírðir í Vesturbæjarlauginni og fermdir í KR-treyjunni. Það hversu rækilega myndin er merkt ákveðnum stað minnir mann á hversu mikið lykilatriði staðsetningin er í endurgerðum, sama sagan fær stundum á sig allt annan blæ í nýju umhverfi – og þetta er í það minnsta 23. endurgerðin á ítölsku myndinni Perfetti sconosciuti – og það eru tvær aðrar á leiðinni.

Þetta er fyrsta mynd Elsu Maríu Jakobsdóttur í fullri lengd, en hún vakti áður athygli fyrir stuttmyndina Atelier, þar sem aðalhlutverkið var í vissum skilningi ríkmannlegt en kuldalegt glerhús. Húsið sem Villibráð gerist í er öllu hlýlegra, en þó ansi kuldalegt – enda virðast gestgjafar og gestir matarboðsins flest reykvískur aðall í einhverjum skilningi – það er meira að segja kvótaerfingi við borðið. Aðalpersónurnar eru sjö: þrjú pör og fótboltaþjálfarinn Pétur (Gísli Örn Garðarsson). Hann er sjöunda hjólið, sá eini sem kom einsamall.

Þetta eru erkitýpur. Sálfræðingurinn Eva (Nína Dögg) og læknirinn Rúnar (Hilmir Snær) halda boðið og þangað mæta kvótaerfinginn Björg (Þuríður Blær) og fótboltabullan Þorsteinn (Björn Hlynur), sem eru nýbyrjuð saman og eru í endalausum sleik. Þriðja parið er athafnakonan Hildur (Aníta Briem) og Leifur (Hilmar Guðjónsson), leikari sem er að vinna á leikskóla. Og svo áðurnefndur Pétur, sem er hjarta verksins og langtum athyglisverðasta persónan. Heimspekilega þenkjandi og sá eini sem hlustar meira en hann talar.

Fljótlega berst svo talið að símum og einlægni í samböndum – sem endar á að þau fara í símaleik þar sem allir símar eru lagðir á borðið og gestirnir hlera símasamskipti hver annars þar sem eftir lifir kvölds – og auðvitað fer það ekki vel.

Tunglmyrkvar og eldgos

Tunglmyrkvi rammar ítölsku myndina inn, sem og margar aðrar endurgerðirnar, en nýliðið eldgos er notað til hins sama í íslensku útgáfunni – og þau innslög eru oft eins og hálfgert hlé í leikhúsi, möguleg áhrif leikskáldsins Tyrfings Tyrfingssonar sem skrifar handritið með Elsu Maríu. Framan af er atburðarásin keimlík í Villibráð og ítalska orginalnum, en munurinn liggur annars staðar. Ítalska myndin er um margt ljúfari og sú íslenska kaldhæðnari – ef þú vilt finna samkennd með persónunum hentar sú ítalska þér betur. Þá er miklu meiri stéttarvinkill í þeirri íslensku en þeirri ítölsku, þau ítölsku virka flest eins og almúgafólk en það er megn uppafnykur af þeim íslensku. Þó tala þau ítölsku mörg það lítið um vinnuna að það er erfiðara að ráða í stétt þeirra og stöðu.

Stóri munurinn er þó sá að íslensku persónurnar virðast allar fæddar á sama árinu, á sama blettinum, fara í sömu heilsuræktina og sömu hárgreiðslustofuna. Ítölsku persónurnar eru hins vegar töluvert ólíkari innbyrðis og útlitslega – og tveir karlanna virðast þar að auki töluvert eldri en hinir gestirnir, annar farinn að grána í vöngum og hinn er ansi bangsalegur við hliðina á tágrönnum vinum sínum. Það breytir allri dýnamíkinni töluvert – og raunar eru tveir brandarar sem þýðast illa í íslensku útgáfunni, af því munurinn á líkamlegu atgervi er skyndilega horfinn.

„Stóra tvistið verður miklu safaríkara, dýpra og athyglisverðara í íslensku útgáfunni.“

Lengstum eru myndirnar ansi jafnar að gæðum, sumt er betra á ítölsku og annað betra á íslensku. Sú ítalska hefur þó naumlega vinninginn framan af, þökk sé meiri breidd í persónusköpun. Síðasta hálftímann er þó Villibráð mun betri. Bæði er bláendirinn ansi klaufalegur hjá Ítölunum, en við það bætist að stóra tvistið verður miklu safaríkara, dýpra og athyglisverðara í íslensku útgáfunni.

Snjallsímarnir eru svo grugguga galdratækið sem hrinda öllu af stað. Þessi tæki stjórna lífi okkar margra og því mesta furða hversu lítið þeir koma oft við sögu í bíómyndum, mann grunar jafnvel stundum að sumir leikstjórar láti myndirnar sínar gerast fyrir 20 árum til þess eins að losna við þessa óværu. Þetta virðast að vísu fremur frumstæðir símanotendur, nota mest bara símtöl og skilaboð og hér vantar alveg heiftúðugar deilur á samfélagsmiðlum, harðorða tölvupósta og flókin öpp, en engu að síður er þetta vel heppnuð notkun á tækni sem er oft erfitt að finna stað í kvikmyndaforminu, enda sími nútímamannsins oftast innri díalógur sem virkar sjaldnast spennandi utan frá, þegar maður sér aðra með andlitin föst í skjánum.

Leikurinn í báðum myndum er svo almennt prýðilegur. Gísli Örn glansar í hinu eiginlega aðalhlutverki og eftir að hafa séð ævisögu Whitney Houston í Háskólabíói daginn áður þá fannst mér á köflum Björn Hlynur hreinlega vera að leika Bobby Brown, þennan lúða sem öllu klúðrar en veður þó alltaf í kvenfólki af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Þá eru þeir Hilmir Snær og Marco Giallini nánast sem sami maður í hlutverki læknisins – en að öðru leyti eru lítil líkindi á milli ítölsku og íslensku leikaranna.

Í báðum myndum eru þó stórleikkonur sem stela senunni, jafnvel þótt hvorug þeirra fái bitastæðasta hlutverkið. Aníta Briem hefur undanfarið sýnt það mynd eftir mynd að það var ótrúlegur happafengur fyrir íslenskar kvikmyndir að fá hana aftur heim og ítalska stórleikkonan Alba Rohrwacher sýnir enn og aftur að hún er með þeim bestu í Evrópu, horfið bara á þá mögnuðu albansk-ítölsku mynd Karlmennskueiður (Vergine giurata, Sworn Virgin á ensku) ef þið trúið mér ekki.

Drepið farsímann!

Ég á svo enn eftir að horfa á hinar myndirnar tuttugu – en þar koma einnig ýmsar stórleikkonur við sögu, til dæmis Bérénice Bejo úr The Artist í frönsku útgáfunni og Nadine Labaki í þeirri egypsku. Eins er skondið að skoða titlana, margir eru svipaðir frummyndinni og fjalla um algjörlega ókunnugt fólk, Víetnamar tala um Blóðmánapartí, Ungverjar kalla sína útgáfu Gleðilegt ár og sú pólska nefnist (Ó)vinir – og þar sem ein leikkona ítölsku myndarinnar er pólsk-ítölsk leikur hún einfaldlega í þeim báðum. Kínverjar eru svo með skemmtilegasta titilinn, Drepið farsímann!, og Rússarnir voru fyrstir til að gera framhald.

Kannski er þó helsta gildi þessara mynda, sem ku hafa sett heimsmet í fjölda endurgerða, að fá mann til þess að velta aðeins fyrir sér endurgerðinni sem listformi. Það hefur löngum verið litið niður á endurgerðina af kvikmyndaskríbentum, nánast skylda að taka fram að upprunalega myndin sé best – enda endurgerðir oft stimplaðar sem amerískt peningaplokk eftir leikstjóra sem iðulega misskilja hvað gerði orginalinn góðan. Og vissulega eru dæmi um slíkt, sérstaklega þegar algjör meistaraverk eru endurgerð, en ef við horfum til dæmis til leikhússins má vel líta á hverja nýja uppfærslu á Shakespeare og öðrum risum leikhúsbókmenntanna sem endurgerð – þar sem stundum er staðfært og stundum ekki, en alltaf verða til einhver átök á milli upprunalega verksins og þýðingarinnar, hvort sem það birtist í tungumálinu, tímanum eða öðru.

Þá geta endurgerðir varpað forvitnilegu ljósi á menningarlega núansa á milli þjóðfélaga og staðbundnar tískur í listsköpun, sem og auðvitað mismunandi túlkunaraðferðir mismunandi leikstjóra og handritshöfunda. Og í þessu tilfelli verður til spegill sem þegar hefur speglað tugi leikstjóra frá jafnmörgum löndum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár