Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Engir smá prósar

Það er ekki ann­að hægt en mæla með lestri þessa stóra smá­prósa­verks við sem flesta les­end­ur, en það er senni­lega ekki ráð­legt að lesa þá í einni beit eins og mað­ur neyð­ist til að gera þeg­ar mað­ur les sem gagn­rýn­andi. Það er held­ur ekki vit að lesa bara einn og einn í einu held­ur er betra að lesa nokkra þannig að úr verði blanda af kímni og þyngsl­um, upp­ljóm­un­um og ang­ist, skrif­ar Jón Yngvi.

Engir smá prósar
Bók

Þöglu mynd­irn­ar / Pensil­skrift

Smáprósar I og II
Höfundur Gyrðir Elíasson
Dimma
538 blaðsíður
Gefðu umsögn

Nýjasta verk Gyrðis Elíassonar er skemmtilega mótsagnakennt, næstum óskammfeilið – og mjög í anda höfundarins. Pensilskrift og Þöglu myndirnar er safn smáprósa, en safnið er heljarstórt, samtals einir 277 prósar, ef ég hef talið rétt, á rúmlega 500 síðum. Þeim er skipt í tvær bækur en samt er óhjákvæmilegt að líta á þetta sem eitt verk og það verk er raunar ekki einhamt heldur virðist teygja sig í nokkrar áttir. Þannig eru smáprósar snemma í fyrra bindinu sem eru merktir með rómverskum tölustöfum eins og „Sikileyjarvörn II“ og „Kaþólsk viðhorf II“ en það er sama hvernig lesandinn leitar, hvergi finnur hann „Sikileyjarvörn I“ eða „Kaþólsk viðhorf I“. Jafnvel þótt gluggað sé í önnur prósasöfn Gyrðis er þá hvergi að finna – kannski eiga þeir eftir að koma í leitirnar í öðrum bókum sem tengjast þessum.

Það er eiginlega óhjákvæmilegt að lesa þetta verk í samhengi við fyrri verk skáldsins. Mjög …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár