Nýjasta verk Gyrðis Elíassonar er skemmtilega mótsagnakennt, næstum óskammfeilið – og mjög í anda höfundarins. Pensilskrift og Þöglu myndirnar er safn smáprósa, en safnið er heljarstórt, samtals einir 277 prósar, ef ég hef talið rétt, á rúmlega 500 síðum. Þeim er skipt í tvær bækur en samt er óhjákvæmilegt að líta á þetta sem eitt verk og það verk er raunar ekki einhamt heldur virðist teygja sig í nokkrar áttir. Þannig eru smáprósar snemma í fyrra bindinu sem eru merktir með rómverskum tölustöfum eins og „Sikileyjarvörn II“ og „Kaþólsk viðhorf II“ en það er sama hvernig lesandinn leitar, hvergi finnur hann „Sikileyjarvörn I“ eða „Kaþólsk viðhorf I“. Jafnvel þótt gluggað sé í önnur prósasöfn Gyrðis er þá hvergi að finna – kannski eiga þeir eftir að koma í leitirnar í öðrum bókum sem tengjast þessum.
Það er eiginlega óhjákvæmilegt að lesa þetta verk í samhengi við fyrri verk skáldsins. Mjög …
Athugasemdir (1)