Engir smá prósar

Það er ekki ann­að hægt en mæla með lestri þessa stóra smá­prósa­verks við sem flesta les­end­ur, en það er senni­lega ekki ráð­legt að lesa þá í einni beit eins og mað­ur neyð­ist til að gera þeg­ar mað­ur les sem gagn­rýn­andi. Það er held­ur ekki vit að lesa bara einn og einn í einu held­ur er betra að lesa nokkra þannig að úr verði blanda af kímni og þyngsl­um, upp­ljóm­un­um og ang­ist, skrif­ar Jón Yngvi.

Engir smá prósar
Bók

Þöglu mynd­irn­ar / Pensil­skrift

Smáprósar I og II
Höfundur Gyrðir Elíasson
Dimma
538 blaðsíður
Gefðu umsögn

Nýjasta verk Gyrðis Elíassonar er skemmtilega mótsagnakennt, næstum óskammfeilið – og mjög í anda höfundarins. Pensilskrift og Þöglu myndirnar er safn smáprósa, en safnið er heljarstórt, samtals einir 277 prósar, ef ég hef talið rétt, á rúmlega 500 síðum. Þeim er skipt í tvær bækur en samt er óhjákvæmilegt að líta á þetta sem eitt verk og það verk er raunar ekki einhamt heldur virðist teygja sig í nokkrar áttir. Þannig eru smáprósar snemma í fyrra bindinu sem eru merktir með rómverskum tölustöfum eins og „Sikileyjarvörn II“ og „Kaþólsk viðhorf II“ en það er sama hvernig lesandinn leitar, hvergi finnur hann „Sikileyjarvörn I“ eða „Kaþólsk viðhorf I“. Jafnvel þótt gluggað sé í önnur prósasöfn Gyrðis er þá hvergi að finna – kannski eiga þeir eftir að koma í leitirnar í öðrum bókum sem tengjast þessum.

Það er eiginlega óhjákvæmilegt að lesa þetta verk í samhengi við fyrri verk skáldsins. Mjög …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár