Nú eru jól og á jólunum les fólk. Oftast bækur. Fólk kaupir bækur og pakkar bókum inn – sem vert er að taka fram er afar auðveld aðgerð, í samanburði við innpökkun á flestum öðrum gjöfum, formsins vegna, og eðlilegt að velta fyrir sér hvort það sé hin eiginlega ástæða vinsælda bóka til jólagjafa. Kannski efni í aðra hugleiðingu. Síðan gefur fólk öðru fólki innpakkaða bók. Þetta er endalaus bókagjafarormur, sem splundrast oft eftir jól þegar bókabúðir fyllast af fólki sem vill skipta bókum, því það fékk þrjár af sömu. En það er hluti af jólastemningunni. Þessi grein er samt ekkert um það. Þessi grein er um lestur.
Hillbilly dáist að rithöfundum og öðru fólki sem tjáir sig í gegnum skrif. Að skrifa er tjáningarform sem krefst svo mikillar hæfni. Það krefst þess að geta sett sig í spor lesenda, sem eru ólíkir, þótt rithöfundar skrifi reyndar oft fyrir ákveðinn …
Athugasemdir