„Þetta er ekki fast í hendi fyrr en nöfnin eru komin á það,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um samning samflots iðn- og tæknifólks og verslunarmanna, sem búið er að klára. Byrjað er að hræra í vöffludeig í Karphúsinu þar sem viðræður hafa staðið dag og nótt alla helgina. Vísir sagði fyrstur frá.
Kristján Þórður svarar því ekki beint hvort hann sé ánægður með samninginn og segir í staðinn: „Staðan er þannig að það verður ekki komist lengra að sinni, það er matið.“ Hann ítrekar þó líka að ekki sé búið að skrifa undir, þó boðað hafi verið til undirskriftar klukkan 13.00. „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið,“ segir formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir að aðilar hafi náð saman í morgun eftir þá 20 klukkustunda langan fund. Þá hafi menn og konur skroppið heim í lúr, sturtu og líka, …
Þegar fólk var farið að gera sér vonir um að verkalýðshreyfingin, og einkum þá sá hluti hennar sem snýr að verkafólki, væri að endurnýja sig og hrista af sér langvarandi spillingardrungann og auðvaldsþjónkunina og verða öflug, róttæk og sterk, þá spruttu fram lýðskrumarar, sem fólk hafði sett traust sitt á, og eyðilögðu á augabragði það sem fólkið hélt að verið væri að byggja upp. Á þessari stundu veit enginn hvort, og þá hvenær, annað tækifæri til öflugrar samstöðu og sigra gefst á grundvelli heilbrigrar og róttækrar stéttarbaráttu þar sem samtakamátturinn skilar því sem stefnt var að. En svona fór um sjóferð þá, eins og svo margar slíkar á síðustu áratugum.
Fyrir mann sem stendur álengdar og fylgist með, þá blasir við honum ráðalaus verkalýðshreyfing, sem hvað eftir annað tekur þjóðskipulag auðvalds, arðráns, nýfrjálshyggju og þjófræðis fram yfir skipulega stéttabaráttu fyrir betra samfélagi og verkalýðsvöldum. Nei, hálaunaðir lýðskrumarar, verkalýðsforstjórarnir, vilja ekki, þegar til kastanna kemur, rugga bátnum, - það gæti nefnilega ógnað ríkjandi ástandi; því svo samdauna eru þeir orðnir samtryggingu valdsins, alræði auðvaldsins og nýfjálshyggjunnar, að þeir telja það skyldu sína að verja þjóðskipulag arðræningjanna fyrir stéttabaráttu verkafólks.