Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vöfflujárnið sett í samband: Samningar takast fyrir 59 þúsund launþega

Byrj­að er að hræra í vöfflu­deig í Karp­hús­inu þar sem við­ræð­ur hafa stað­ið dag og nótt alla helg­ina á milli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins ann­ars veg­ar og sam­flots iðn-, tækni- og versl­un­ar­fólks hins veg­ar.

Vöfflujárnið sett í samband: Samningar takast fyrir 59 þúsund launþega
Búið þegar það er búið Kristján Þórður, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að samningur sé kominn á borðið en minnir á að engin nöfn séu kominn á undirskriftalínurnar.

„Þetta er ekki fast í hendi fyrr en nöfnin eru komin á það,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um samning samflots iðn- og tæknifólks og verslunarmanna, sem búið er að klára. Byrjað er að hræra í vöffludeig í Karphúsinu þar sem viðræður hafa staðið dag og nótt alla helgina. Vísir sagði fyrstur frá

Kristján Þórður svarar því ekki beint hvort hann sé ánægður með samninginn og segir í staðinn: „Staðan er þannig að það verður ekki komist lengra að sinni, það er matið.“ Hann ítrekar þó líka að ekki sé búið að skrifa undir, þó boðað hafi verið til undirskriftar klukkan 13.00. „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið,“ segir formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir að aðilar hafi náð saman í morgun eftir þá 20 klukkustunda langan fund. Þá hafi menn og konur skroppið heim í lúr, sturtu og líka, …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Það gerist ekkert meira eða merkilegt úr þessu í þeirri kjarasamninglotu sem nú stendur yfir, þökk sé Villa skagamanni, Aðalsteini húsvíkingi og hinum íhaldframsóknarkrötunum í Starfgreinasambandinu. Framhjá þeim auma afleik, sem lítur sannanst sagna út eins og vísvitandi óleikur viðkomandi lýðskrumara, kemst afgangurinn af verkalýðshreyfingunni ekki svo glatt framhjá, - nema svo vel vildi til að félagsmenn verkalýðsfélaganna felli felli þessa Villasmán íhaldsframsóknarkrataeðlisins.

    Þegar fólk var farið að gera sér vonir um að verkalýðshreyfingin, og einkum þá sá hluti hennar sem snýr að verkafólki, væri að endurnýja sig og hrista af sér langvarandi spillingardrungann og auðvaldsþjónkunina og verða öflug, róttæk og sterk, þá spruttu fram lýðskrumarar, sem fólk hafði sett traust sitt á, og eyðilögðu á augabragði það sem fólkið hélt að verið væri að byggja upp. Á þessari stundu veit enginn hvort, og þá hvenær, annað tækifæri til öflugrar samstöðu og sigra gefst á grundvelli heilbrigrar og róttækrar stéttarbaráttu þar sem samtakamátturinn skilar því sem stefnt var að. En svona fór um sjóferð þá, eins og svo margar slíkar á síðustu áratugum.

    Fyrir mann sem stendur álengdar og fylgist með, þá blasir við honum ráðalaus verkalýðshreyfing, sem hvað eftir annað tekur þjóðskipulag auðvalds, arðráns, nýfrjálshyggju og þjófræðis fram yfir skipulega stéttabaráttu fyrir betra samfélagi og verkalýðsvöldum. Nei, hálaunaðir lýðskrumarar, verkalýðsforstjórarnir, vilja ekki, þegar til kastanna kemur, rugga bátnum, - það gæti nefnilega ógnað ríkjandi ástandi; því svo samdauna eru þeir orðnir samtryggingu valdsins, alræði auðvaldsins og nýfjálshyggjunnar, að þeir telja það skyldu sína að verja þjóðskipulag arðræningjanna fyrir stéttabaráttu verkafólks.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár