Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vöfflujárnið sett í samband: Samningar takast fyrir 59 þúsund launþega

Byrj­að er að hræra í vöfflu­deig í Karp­hús­inu þar sem við­ræð­ur hafa stað­ið dag og nótt alla helg­ina á milli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins ann­ars veg­ar og sam­flots iðn-, tækni- og versl­un­ar­fólks hins veg­ar.

Vöfflujárnið sett í samband: Samningar takast fyrir 59 þúsund launþega
Búið þegar það er búið Kristján Þórður, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að samningur sé kominn á borðið en minnir á að engin nöfn séu kominn á undirskriftalínurnar.

„Þetta er ekki fast í hendi fyrr en nöfnin eru komin á það,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um samning samflots iðn- og tæknifólks og verslunarmanna, sem búið er að klára. Byrjað er að hræra í vöffludeig í Karphúsinu þar sem viðræður hafa staðið dag og nótt alla helgina. Vísir sagði fyrstur frá

Kristján Þórður svarar því ekki beint hvort hann sé ánægður með samninginn og segir í staðinn: „Staðan er þannig að það verður ekki komist lengra að sinni, það er matið.“ Hann ítrekar þó líka að ekki sé búið að skrifa undir, þó boðað hafi verið til undirskriftar klukkan 13.00. „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið,“ segir formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir að aðilar hafi náð saman í morgun eftir þá 20 klukkustunda langan fund. Þá hafi menn og konur skroppið heim í lúr, sturtu og líka, …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Það gerist ekkert meira eða merkilegt úr þessu í þeirri kjarasamninglotu sem nú stendur yfir, þökk sé Villa skagamanni, Aðalsteini húsvíkingi og hinum íhaldframsóknarkrötunum í Starfgreinasambandinu. Framhjá þeim auma afleik, sem lítur sannanst sagna út eins og vísvitandi óleikur viðkomandi lýðskrumara, kemst afgangurinn af verkalýðshreyfingunni ekki svo glatt framhjá, - nema svo vel vildi til að félagsmenn verkalýðsfélaganna felli felli þessa Villasmán íhaldsframsóknarkrataeðlisins.

    Þegar fólk var farið að gera sér vonir um að verkalýðshreyfingin, og einkum þá sá hluti hennar sem snýr að verkafólki, væri að endurnýja sig og hrista af sér langvarandi spillingardrungann og auðvaldsþjónkunina og verða öflug, róttæk og sterk, þá spruttu fram lýðskrumarar, sem fólk hafði sett traust sitt á, og eyðilögðu á augabragði það sem fólkið hélt að verið væri að byggja upp. Á þessari stundu veit enginn hvort, og þá hvenær, annað tækifæri til öflugrar samstöðu og sigra gefst á grundvelli heilbrigrar og róttækrar stéttarbaráttu þar sem samtakamátturinn skilar því sem stefnt var að. En svona fór um sjóferð þá, eins og svo margar slíkar á síðustu áratugum.

    Fyrir mann sem stendur álengdar og fylgist með, þá blasir við honum ráðalaus verkalýðshreyfing, sem hvað eftir annað tekur þjóðskipulag auðvalds, arðráns, nýfrjálshyggju og þjófræðis fram yfir skipulega stéttabaráttu fyrir betra samfélagi og verkalýðsvöldum. Nei, hálaunaðir lýðskrumarar, verkalýðsforstjórarnir, vilja ekki, þegar til kastanna kemur, rugga bátnum, - það gæti nefnilega ógnað ríkjandi ástandi; því svo samdauna eru þeir orðnir samtryggingu valdsins, alræði auðvaldsins og nýfjálshyggjunnar, að þeir telja það skyldu sína að verja þjóðskipulag arðræningjanna fyrir stéttabaráttu verkafólks.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár