Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Nauðgaði þremur stúlkum en slapp við refsingu vegna tafa hjá lögreglu

Ung­ur mað­ur nauðg­aði þrem­ur stúlk­um og ját­aði brot sín, bæði hjá lög­reglu og á sam­fé­lags­miðl­um. Engu að síð­ur tók það lög­reglu rúm tvö ár að senda mál­in til sak­sókn­ara. Þess­ar óút­skýrðu taf­ir lög­reglu urðu með­al ann­ars til þess að mað­ur­inn slapp við fang­els­is­refs­ingu. Fað­ir eins þol­and­ans gagn­rýn­ir vinnu­brögð lög­reglu harð­lega.

Nauðgaði þremur stúlkum en slapp við refsingu vegna tafa hjá lögreglu
Viðurkenna að tafirnar séu óásættanlegar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir óviðunandi að óútskýrðar tafir hafi orðið á rannsóknartímanum. Mynd: logreglan.is

Gerandinn í málinu var 15 og 16 ára þegar hann braut gegn þremur stúlkum, 13, 14 og 15 ára gömlum. Hann var ákærður og dæmdur fyrir öll brotin í einu.

Nú í lok nóvember var hann dæmdur fyrir að hafa í þrígang nauðgað þrettán ára stúlku á tímabilinu september og fram í nóvember 2019, fyrir að hafa í september 2019 brotið gegn fimmtán ára stúlku, svo og fyrir kynferðisbrot gegn barni í maí 2020, með því að hafa haft samræði við fjórtán ára gamla stúlku. 

Tilkynnt var um brotin gegn yngstu stúlkunni um miðjan maí 2020 og lögð fram kæra á hendur piltinum þá. Brotið gegn þriðju stúlkunni sem pilturinn var ákærður fyrir átti sér því stað eftir að hann hafði verið kærður til lögreglu.

Tekin var skýrsla af yngstu stúlkunni 9. júní árið 2020. Skýrsla af gerandanum í því máli var einnig tekin í júní sama ár. Samkvæmt heimildum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þrátt fyrir að flestir lögreglustjórar séu konur, þá virðist þessi málaflokkur mæta afgangi.
    0
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Hvernig má það vera að kerfið komist upp með það ítrekað að kenna covid faraldrinum alltaf um seinagang......Fagfólk innan kerfisins er bara oftast ekki að vinna vinnuna sína, og þegar komið hefur að kynferðisbrotamálum eða öðru ofbeldi eru mál kvenna oftast sett í síðasta forgangsverkefni og á meðan bíða þessar konur og missa margar heilsuna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár