Einn stærsti eigandi laxeldisfyrirtækisins Laxa á Austfjörðum er einn af 27 norskum auðmönnum sem hefur flutt frá Noregi til Sviss það sem af er árinu. Maðurinn heitir Anders Måsøval. Hann er hluthafi í norska laxeldisfyrirtækinu Måsøval sem á á 59 prósenta hlut í Löxum auk þess að vera stjórnarmaður í íslenska fyrirtækinu.
Fyrirtækið Laxar er meðal annars þekkt vegna þess að þar kom upp stærsta tjón sem hefur átt sér stað í íslensku laxeldi þegar sjúkdómurinn blóðþorri kom upp hjá fyrirtækinu fyrr á árinu.
Anders Måsøval er sagður eiga persónulegan, skattskyldan auð upp á 380 milljónir norskra króna eða sem nemur tæplega 5,4 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Anders er annar stærsti hagsmunaaðilinn í íslensku laxeldi á eftir eiganda Arnarlax, Salmar AS, sem einnig er norskt laxeldisfyrirtæki. Fyrirtækið rekur sjókvíaeldi í Reyðarfirði, Berufirði og Fáskrúðsfirði og er …
Helvítis þvottur … vegbrefið ætti að vera tekið af þessu helvítis lið!