Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.

Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt

Í forsíðuviðtali Stundarinnar sem kom út í morgun segir Sigurlaug Hreinsdóttir frá því hvers vegna hún ákvað að kvarta til sérstakrar eftirlitsnefndar undan störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og samskiptum lögreglu við hana, í tengslum við hvarf og andlát dóttur Sigurlaugar í ársbyrjun 2017. 

Sigurlaug taldi margt í störfum lögreglu í málinu aðfinnsluvert og ekki síst varðandi samskipti lögreglu við aðstandendur dóttur hennar annars vegar og fjölmiðla hins vegar. Sigurlaug lýsti því hvernig henni hafi þótt skorta á að lögregla brygðist nógu snemma við og hæfi leit að dóttur hennar. Hún hafi upplifað ónærgætni í samskiptum við lögreglu og sárnað yfirlýsingar lögreglu í fjölmiðlum.  

Nefnd um eftirlit með lögreglu tók málið fyrir í byrjun árs og komst að niðurstöðu þann 31. maí síðastliðinn. Nefndin sagði þar að jafnvel þótt hún telji að lögregla hafi ffarið eftir gildandi verklagsreglum, og strax sinnt tilkynningu um hvarf dóttur Sigurlaugar, séu verklagreglurnar bæði gamlar og annmörkum háðar. 

Þær taki hvorki tillit til tækniframfara né heldur séu í þeim neinar leiðbeiningar um hvernig haga skuli samskiptum við aðstandendur þeirra sem taldir eru týndir. Þá telur nefndin aðfinnsluvert að Sigurlaugu hafi verið stillt upp til viðtals á blaðamannafundi lögreglu á fyrstu dögum leitarinnar að dóttur hennar, og látin svara spurningum fjölmiðla; sem sumar hverjar hafi reynst henni þungbærar og erfiðar.

Sú staðreynd að Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar á hvarfi og andláti dóttur Sigurlaugar, hafi í svari til nefndarinnar beðið Sigurlaugu afsökunar á framgöngu sinni í fjölmiðlum og að hafa ekki sýnt henni nægilega nærgætni, varð til þess að nefndin taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunar um þann þátt málsins. 

Reglum breytt og fjölmiðlasamskipti metin

Meginniðurstaða í ákvörðun eftirlitsnefndarinar er sú að endurskoða þurfi verklagsreglur um leit að týndu fólki, sem gilt hafa frá árinu 2004, einkum og sér í lagi þann hluta sem snúi að handleiðslu við aðstandendur í alvarlegri málum.

AðfinnsluvertSú ákvörðun lögreglu að tefla Sigurlaugu Hreinsdóttur fram til viðtals á blaðamannafundi er af nefnd um eftirlit með lögreglu sögð aðfinnsluverð, enda þótt Sigurlaug hafi samþykkt að taka þátt.

Eins þurfi að meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og hvort lögreglan hafi átt að setja ákveðin mörk með tilliti til hagsmuna aðstandenda Birnu og eins rannsóknarhagsmuna. Eins er því velt upp í ákvörðuninni hvort taka ætti til skoðunar túlkun á einni grein í siðareglum lögreglumanna, þó ekki séu um það bein tilmæli eða fyrirmæli af hálfu nefndarinnar.

Ríkislögreglustjóri meti eigin verk

Í báðum þeim atriðum sem fjallað er um í niðurstöðum ákvörðunarinnar er tilmælum beint til ríkislögreglustjóra. Þar situr nú Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem á þeim tíma sem til skoðunar var af nefndinni, var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Yfirmaður þess embættis sem kvörtun Sigurlaugar beindist að og beinn aðili að málinu.

Ekki er að sjá að nefndin geri ráð fyrir því að með því að fela ríkislögreglustjóra að breyta reglum eða leggjast í skoðun á samskiptum hennar sjálfra og undirmanna hennar við fjölmiðla, felist mögulega einhverjir hagsmunaárekstrar. Enda virðist ekki hafa reynt á það ennþá, þar sem vinna við hvort tveggja er ekki hafin nú hálfu ári seinna.

Vissi ekki af tilmælum eftirlitsnefndarSigríður Björk er í þeirri stöðu að vera ríkislögreglustjóri sem á nú að leggja mat á verk lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á meðan hún sjálf gegndi embættinu. Til þess hefur þó ekki enn komið þar sem hálfs árs gömul ákvörðun nefndar um störf lögreglu, hafði að því er virðist fallið milli stafs og hurðar hjá embættinu.

Ríkislögreglustjóri virðist einhverra hluta vegna ekki hafa fengið ákvörðunina á sitt borð, jafnvel þó embættinu hafi borist hún í byrjun júní. Þetta kom í ljós þegar Stundin hugðist leita viðbragða við ákvörðun nefndarinnar hjá ríkislögreglustjóra í gær og hvernig brugðist hefði verið við tilmælum nefndarinnar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafði hins vegar ekki séð álitið þegar Stundin ræddi við hana í gær. Í ljós kom að erindið hefði borist embættinu í sumarbyrjun, á meðan ríkislögreglustjóri var í sumarfríi og einhverra hluta vegna farist fyrir að kynna henni efni þess. Sigríður Björk kvaðst því ætla að kynna sér ákvörðunina áður en hún tjáði sig frekar um málið.

Til hvers er þá nefndin?

„Mér finnst mjög sjokkerandi að heyra að ríkislögreglustjóri opni ekki tölvupóst frá nefnd um eftirlit með lögreglu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir í samtali við Stundina og kvaðst vera vonsvikinn að heyra að svo virtist sem ekkert væri farið að gera með tilmæli nefndarinnar í kjölfar kvörtunar hennar. 

„Til hvers er þessi nefnd ef það liggja frá henni ákvarðanir í póstum óopnaðir hjá æðstu stofnunum? Nefndin er eini farvegur borgara sem hafa orðið fyrir skaða af völdum lögreglu til að leggja inn kvörtun og þess vegna mjög alvarlegt ef nefndin getur sent frá sér ákvörðun sem inniheldur tilmæli, til viðeigandi stofnana án þess að hafa hugmynd um hvort tölvupósturinn sé opnaður og lesinn,“ sagði Sigurlaug í samtali við Stundina í gær.

Ítarlegt viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Viðtalið er aðgengilegt áskrifendum hér: „Ég get ekki lifað við þessa lygi“ og verður birt  á vef Stundarinnar á morgun, laugardag.


Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár