Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða

Yf­ir­töku tíu líf­eyr­is­sjóða á mik­il­vægu kerfi sem held­ur ut­an um líf­eyr­is­rétt­indi og fjár­fest­ing­ar er nú lok­ið. Marga mán­uði tók að losa sig frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki sem sjóð­irn­ir segja hafa brot­ið samn­inga, með um­fangs­mikl­um þjón­ustu­kaup­um af fyr­ir­tækj­um starfs­manna þess.

Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða

Yfirtöku lífeyrissjóðanna á tölvukerfinu Jóakim úr höndum hugbúnaðarfyrirtækisins Init er nú lokið. Átta starfsmenn hafa verið ráðnir í sérstakt rekstrarfélag sjóðanna, sem áður þjónaði eingöngu sem eignarhaldsfélag um kerfið, sem var þróað og rekið af Init.

Init-málið vakti athygli vorið 2021 þegar Kveikur fjallaði um óútskýrðan hagnað systurfyrirtækis Init ehf., sem þróaði og sá um rekstur eins mikilvægs tölvukerfis í rekstri fjölda lífeyrissjóða á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir, í gegnum eignarhaldsfélagið Reiknistofa lífeyrissjóða, tók yfir rekstur þessa kerfis, sem heitir Jóakim, í kjölfar rannsóknar endurskoðendaskrifstofunnar Ernst og Young sem staðfesti það sem fram kom í umfjöllun Kveiks.

Init-rekstur, systurfélag Init, hafði selt hinu félaginu umfangsmikla þjónustu sem reyndist ekki hægt að skýra þegar lífeyrissjóðirnir fóru þess á leit. Talsverður arður var greiddur út úr því félagi sem og þremur eignarhaldsfélögum sem þrír eigendur og lykilstjórnendur Init áttu, sem líka hafði selt Init umfangsmikla þjónustu, sem óljóst var í hverju fólst. Þetta vakti …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AH
    Axel Helgason skrifaði
    Það hellist yfir mann depurð þegar maður þekkir til mála sem þriðja valdið (þeir sem bera tililinn blaðamenn) fjallar um og snúið er út úr staðreyndum til að verja eigin mistök og vanþekkingu við fyrri umfjallanir. Þeir sem fara með þetta vald eru of oft metnaðarlausir og hafa því miður oft annarra hagsmuna að gæta en að upplýsa almenning um staðreyndir. Um staðreyndirnar mun verða fjallað síðar af metnaðarfullum blaðamönnum. Þó að þessi blaðamaður hafi verið upphafsmaður að umfjölluninni, að vísu á öðrum miðli, þá mun hann klárlega ekki skrifa söguna. Það verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með ársreikningum Reiknistofunnar á komandi árum og að fylgjast með því hvort sú þjónusta sem Reiknisstofan veitir nú þeim lífeyrissjóðum sem Init þjónustaði áður, lækki í verði.
    0
    • Heimir Hafsteinsson skrifaði
      Veist þú eitthvað Axel sem við hinir vitum ekki? Ég sit í stjórn lífeyrissjóðs og þykist vita nógu mikið um þessi mál til að geta sagt að ekkert er ofsagt í þessari umfjöllun.
      1
    • AH
      Axel Helgason skrifaði
      Sæll Heimir og takk fyrir að spyrja!

      Þú segir að ekkert sé ofsagt í því sem er í textanum hér að ofan. En þarna er blaðamaðurinn að tala um “rannsókn” sem var ekki rannsókn, heldur úttekt sem hægt er að nálgast hér: https://www.rl.is/static/files/samantekt-og-helstu-nidurstodur-uttektar-ey-a-samningi-rl-og-inits.pdf , en hún staðfestir fátt af því sem lagt var upp með í upphafi í Kveik, nema arð og verktakagreiðslur sem aðilar vissu af.

      En Init vann sína vinnu samkvæmt gjaldskrá sem um var samið í tvíhliða samningum milli Reiknistofu lífeyrissjóðanna (RL) og Init á nokkurra ára fresti og Init hefur ekki innheimt fyrir sína þjónustu nema samkvæmt gjaldskrá. Sú þjónusta sem Init veitti er og var einnig í boði hjá öðrum fyrirtækjum sem þjónusta aðra lífeyrissjóði. En hvergi hefur komið fram að þjónusta Init hafi verið dýrari en hjá öðrum fyrirtækjum, enda samdi RL ítrekað aftur við Init þegar samningar voru lausir.
      Varðandi arðgreiðslurnar, þá er annars vegar um að ræða systurfélag Inits og síðan einkahlutafélög þriggja starfsmanna sem ekki hefur verið fjallað um á réttan hátt, en þú veist kannski betur? En Init Rekstur var stofnað að kröfu RL, og eru eðlilegar skýringar á arðgreiðslum úr því félagi. En í raun eru arðgreiðslurnar algjört aukaatriði, því að aðalatriðið er þetta: Init veitti góða þjónustu fyrir gjald sem var samið um. En fyrst þú situr í stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga, sem er hluthafi í RL, hefur þú væntanlega tök á að kynna þér hvort nú sé innheimt lægra gjald fyrir þá þjónustu sem Init veitti og RL veitir nú.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár