Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða

Yf­ir­töku tíu líf­eyr­is­sjóða á mik­il­vægu kerfi sem held­ur ut­an um líf­eyr­is­rétt­indi og fjár­fest­ing­ar er nú lok­ið. Marga mán­uði tók að losa sig frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki sem sjóð­irn­ir segja hafa brot­ið samn­inga, með um­fangs­mikl­um þjón­ustu­kaup­um af fyr­ir­tækj­um starfs­manna þess.

Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða

Yfirtöku lífeyrissjóðanna á tölvukerfinu Jóakim úr höndum hugbúnaðarfyrirtækisins Init er nú lokið. Átta starfsmenn hafa verið ráðnir í sérstakt rekstrarfélag sjóðanna, sem áður þjónaði eingöngu sem eignarhaldsfélag um kerfið, sem var þróað og rekið af Init.

Init-málið vakti athygli vorið 2021 þegar Kveikur fjallaði um óútskýrðan hagnað systurfyrirtækis Init ehf., sem þróaði og sá um rekstur eins mikilvægs tölvukerfis í rekstri fjölda lífeyrissjóða á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir, í gegnum eignarhaldsfélagið Reiknistofa lífeyrissjóða, tók yfir rekstur þessa kerfis, sem heitir Jóakim, í kjölfar rannsóknar endurskoðendaskrifstofunnar Ernst og Young sem staðfesti það sem fram kom í umfjöllun Kveiks.

Init-rekstur, systurfélag Init, hafði selt hinu félaginu umfangsmikla þjónustu sem reyndist ekki hægt að skýra þegar lífeyrissjóðirnir fóru þess á leit. Talsverður arður var greiddur út úr því félagi sem og þremur eignarhaldsfélögum sem þrír eigendur og lykilstjórnendur Init áttu, sem líka hafði selt Init umfangsmikla þjónustu, sem óljóst var í hverju fólst. Þetta vakti …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AH
    Axel Helgason skrifaði
    Það hellist yfir mann depurð þegar maður þekkir til mála sem þriðja valdið (þeir sem bera tililinn blaðamenn) fjallar um og snúið er út úr staðreyndum til að verja eigin mistök og vanþekkingu við fyrri umfjallanir. Þeir sem fara með þetta vald eru of oft metnaðarlausir og hafa því miður oft annarra hagsmuna að gæta en að upplýsa almenning um staðreyndir. Um staðreyndirnar mun verða fjallað síðar af metnaðarfullum blaðamönnum. Þó að þessi blaðamaður hafi verið upphafsmaður að umfjölluninni, að vísu á öðrum miðli, þá mun hann klárlega ekki skrifa söguna. Það verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með ársreikningum Reiknistofunnar á komandi árum og að fylgjast með því hvort sú þjónusta sem Reiknisstofan veitir nú þeim lífeyrissjóðum sem Init þjónustaði áður, lækki í verði.
    0
    • Heimir Hafsteinsson skrifaði
      Veist þú eitthvað Axel sem við hinir vitum ekki? Ég sit í stjórn lífeyrissjóðs og þykist vita nógu mikið um þessi mál til að geta sagt að ekkert er ofsagt í þessari umfjöllun.
      1
    • AH
      Axel Helgason skrifaði
      Sæll Heimir og takk fyrir að spyrja!

      Þú segir að ekkert sé ofsagt í því sem er í textanum hér að ofan. En þarna er blaðamaðurinn að tala um “rannsókn” sem var ekki rannsókn, heldur úttekt sem hægt er að nálgast hér: https://www.rl.is/static/files/samantekt-og-helstu-nidurstodur-uttektar-ey-a-samningi-rl-og-inits.pdf , en hún staðfestir fátt af því sem lagt var upp með í upphafi í Kveik, nema arð og verktakagreiðslur sem aðilar vissu af.

      En Init vann sína vinnu samkvæmt gjaldskrá sem um var samið í tvíhliða samningum milli Reiknistofu lífeyrissjóðanna (RL) og Init á nokkurra ára fresti og Init hefur ekki innheimt fyrir sína þjónustu nema samkvæmt gjaldskrá. Sú þjónusta sem Init veitti er og var einnig í boði hjá öðrum fyrirtækjum sem þjónusta aðra lífeyrissjóði. En hvergi hefur komið fram að þjónusta Init hafi verið dýrari en hjá öðrum fyrirtækjum, enda samdi RL ítrekað aftur við Init þegar samningar voru lausir.
      Varðandi arðgreiðslurnar, þá er annars vegar um að ræða systurfélag Inits og síðan einkahlutafélög þriggja starfsmanna sem ekki hefur verið fjallað um á réttan hátt, en þú veist kannski betur? En Init Rekstur var stofnað að kröfu RL, og eru eðlilegar skýringar á arðgreiðslum úr því félagi. En í raun eru arðgreiðslurnar algjört aukaatriði, því að aðalatriðið er þetta: Init veitti góða þjónustu fyrir gjald sem var samið um. En fyrst þú situr í stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga, sem er hluthafi í RL, hefur þú væntanlega tök á að kynna þér hvort nú sé innheimt lægra gjald fyrir þá þjónustu sem Init veitti og RL veitir nú.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár