Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf

Mat­væla­stofn­un íhug­ar að leggja fyrstu sekt­ina á ís­lenskt sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki, Arn­ar­lax. Sekt­in mögu­lega er fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf um fjölda eld­islaxa í sjókví á Vest­fjörð­um. Karl Stein­ar Ósk­ars­son hjá MAST get­ur ekki greint frá upp­hæð sekt­ar­inn­ar né hvers eðl­is mis­ræm­ið í upp­lýs­ing­un­um frá Arn­ar­laxi var.

Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf
Fyrsta sektin frá MAST Matvælastofnun hefur lagt sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax vegna misvísandi upplýsingagjafar um fjölda eldislaxa í sjókví á Vestfjörðum. Arnarlax hefur út daginn til að skila andmælum vegna sektarinnar. Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður Arnarlax.

Matvælastofnun (MAST) hefur tilkynnt laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi að stofnunin íhugi að leggja sekt á félagið vegna rangrar upplýsingagjafar um fjölda eldislaxa í sjókví fyrirtækisins á Vestfjörðum. Arnarlax hefur andmælarétt út daginn í dag til að svara sektarboðinu. Þetta segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá MAST.

Stofnunin hóf rannsókn á upplýsingagjöf Arnarlax eftir að eldislaxar höfðu sloppið úr sjókví fyrirtækisins og veiðst í Mjólká í Arnarfirði.  MAST náði að rekja 24 af þeim 43 eldislöxum sem veiddust í Mjólka til sjókvíar Arnarlax sem gat hafði komið á: „Hægt var að rekja 24 þessara laxa í kví nr. 11 á eldissvæði Arnarlax við Haganes í Arnarfirði,“ sagði í frétt á heimasíðu MAST

Söguleg boðun um sekt

Rannsókn MAST hófst því sem rannsókn á slysasleppingum á eldislöxum en svo byrjaði hún að snúast um ranga upplýsingagjöf …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓY
    Óttar Yngvason skrifaði
    Stórslysið í Arnarfirði.
    Nú er komið í ljós hvernig "innra eftirlit" eldisfyrirtækjanna norsku er í framkvæmdinni. Heildarfiskafjöldinn er sagður hafa verið í upphafi 133 þúsund, þegar alkunnugt er á staðnum að yfirleitt er fjöldinn um 160.000 í hverri sjókví, nema þar sem yfirsett er í kvíarnar eins og Arnarlax varð uppvís með á síðasta ári þegar fengin voru 2 flutningaskip til að dæla upp dauðfiski úr yfirfullum kvíum, samtals nálægt 2000 tonnum. Síðan segjr forstjórinn að 32.000 laxar hafi drepist í kvíinni eða um 25% af uppgefnum 132.000 fiskum., sem er fáheyrt dýraníð. Oft er dauðfiskur í sjókvíum sagður að hámarki 3-5 %. Með þessum leiðréttingum er strokfiskurinn ekki 81.564 laxar heldur nær 130.000. Enda tók það Arnarlax fleiri vikur að kokka saman uppgefnar tölur. Eigi að síður er nú upplýst um risavaxið náttúruslys og hversu gjörónýtt allt eftirlit er. Tjónið er byrjað að koma fram og hlýtur að skýrast á næstu mánuðum og árum. Því miður var reglugerðarákvæði frá 2015 um skyldumerkingar 10% eldislaxa í sjókvíum af einhverjum undarlegum ástæðum fellt niður með nýrri reglugerð um fiskeldi árið 2019, þannig að nú er miklu erfiðara að þekkja eldislaxa í veiðiám. Þetta risavaxna tjón hlýtur að leiða til umfangsmikilla skaðabótakrafna á hendur tjónvaldinum. Sektarákvörðun MAST upp á 120 milljónir er bara byrjunin. En hortugheitin láta ekki á sér standa hjá norska forstjóranum og stjórnarformanninum, húskarli hans. Næst ætla þeir að áfrýja sektinni eða höfða mál henni til ógildingar, sem kann að fresta lyktum málsins jafnvel í 2-3 ár. Þá gefst fyrirtækinu tími til að auka enn meira umfangið með nýjum viðbótarkvíum. Sorgleg saga en sönn.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þarf þetta að koma nokkrum á óvart?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár