Af hverju drekkur fólk kaffi á morgnana? Af hverju drekkur fólk áfengi á kvöldin? Af hverju taka sumir enn þá sterkari efni – og eru aðferðirnar til að beygja raunveruleikann af braut sinni máski fjölbreyttari en okkur grunar? Þetta eru helstu hugðarefni Báru og Eiríks, aðalpersóna Kákasus-gerilsins.
Sagan hefst strax í bernsku þeirra og fylgir þeirri aldagömlu aðferð að segja söguna til skiptis frá sjónarhornum tveggja persóna. En það sem sker Kákasus-gerilinn úr er að persónurnar lifa hvor á sinni öldinni og munu aldrei hittast. Í heimi Eiríks kemur Microsoft Encarta og Nirvana (hljómsveitin sem og algleymið) við sögu og staðsetur hann á síðustu öld, á meðan allt er nútímalegra í heimi Báru. Enda lýkur sögu Eiríks 1999, þegar saga Báru er líklega rétt að byrja.
Bæði eiga þau í erfiðleikum með raunveruleikann – og líkjast hvort öðru hvað það varðar sem börn, áður en mismunandi aðferðir til að glíma …
Athugasemdir