Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Minningarmerki

Það er mik­ið gagn af þess­ari bók svo víða sem höf­und­ur kem­ur við. Hún leið­ir skýrt í ljós að stór verð­mæti eru fal­in í sögu stað­anna sem hann fjall­ar um, þeir eru tæki til miðl­un­ar þekk­ing­ar um horf­inn tíma og geta styrkt trú manna að okk­ar heim­ur sé hluti af al­þjóð­legri og fjöl­þjóð­legri sögu­heild, en við ekki eitt­hvað ein­angr­að og af­ar sér­stakt dæmi, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son um bók­ina Á sögu­stöð­um.

Minningarmerki
Bók

Á sögu­stöð­um

Höfundur Helgi Þorláksson
Forlagið - Vaka-Helgafell
Gefðu umsögn

Helgi Þorláksson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði og reyndur kennari til margra ára, setur saman bók, Á sögustöðum, þar sem hann rekur og greinir tilkomu og feril sex merkisstaða á Íslandi: Bessastaða, Skálholts, Odda, Reykholts, Hóla og Þingvalla. Bókin telur 457 síður með vandaðri tilvísana- og nafnaskrá auk myndayfirlits. Verkið er í raun áframhald á viðamiklum köflum í Sögu Íslands IV og VII þar sem Helgi ýtti hraustlega við nokkrum stoðum í söguskilningi Íslendinga. Hér nýtir hann tækifærið til að hnykkja enn á gagnrýni sinni á almenna og útbreidda skoðun eða vanþekkingu á mikilvægum hluta í sögu þjóðarinnar. Gagnrýni hans er sett fram af hógværð og varfærni og yfirgripsmikilli þekkingu á viðfangsefninu frá mörgum sérsviðum, ítarlegri samantekt úr rannsóknarsögunni, eldri textum og nýjustu rannsóknum og niðurstaðan hans er í einföldu máli þessi: við lifum enn í úreltum áróðri þjóðfrelsisbaráttu áratuga fyrir lýðveldisstofnun og klifum enn á persónudýrkun karla sem voru á …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár