Helgi Þorláksson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði og reyndur kennari til margra ára, setur saman bók, Á sögustöðum, þar sem hann rekur og greinir tilkomu og feril sex merkisstaða á Íslandi: Bessastaða, Skálholts, Odda, Reykholts, Hóla og Þingvalla. Bókin telur 457 síður með vandaðri tilvísana- og nafnaskrá auk myndayfirlits. Verkið er í raun áframhald á viðamiklum köflum í Sögu Íslands IV og VII þar sem Helgi ýtti hraustlega við nokkrum stoðum í söguskilningi Íslendinga. Hér nýtir hann tækifærið til að hnykkja enn á gagnrýni sinni á almenna og útbreidda skoðun eða vanþekkingu á mikilvægum hluta í sögu þjóðarinnar. Gagnrýni hans er sett fram af hógværð og varfærni og yfirgripsmikilli þekkingu á viðfangsefninu frá mörgum sérsviðum, ítarlegri samantekt úr rannsóknarsögunni, eldri textum og nýjustu rannsóknum og niðurstaðan hans er í einföldu máli þessi: við lifum enn í úreltum áróðri þjóðfrelsisbaráttu áratuga fyrir lýðveldisstofnun og klifum enn á persónudýrkun karla sem voru á …
Það er mikið gagn af þessari bók svo víða sem höfundur kemur við. Hún leiðir skýrt í ljós að stór verðmæti eru falin í sögu staðanna sem hann fjallar um, þeir eru tæki til miðlunar þekkingar um horfinn tíma og geta styrkt trú manna að okkar heimur sé hluti af alþjóðlegri og fjölþjóðlegri söguheild, en við ekki eitthvað einangrað og afar sérstakt dæmi, skrifar Páll Baldvin Baldvinsson um bókina Á sögustöðum.

Mest lesið

1
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

2
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Mér rennur blóðið til skyldunnar
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að stærsta lexía lífs síns sé líklega að uppgötva um miðjan aldur að hún er einhverf. Hún hafi áttað sig á sjálfri sér með hjálp annars einhverfs fólks sem þá hafði þegar olnbogað sig áfram í heimi ráðandi taugagerðar, misst líkamlega, andlega, félagslega og starfstengda heilsu áður en það áttaði sig á sjálfu sér.

3
Þakklátur fyrir að vera á lífi
Þorlákur Morthens, Tolli, hefur marga fjöruna sopið í lífsins ólgusjó. Æskuárin höfðu sín áhrif en þá byrjaði hann að teikna og var ljóst að drengurinn væri gæddur hæfileikum. Óregla og veikindi lituðu fjölskyldulífið og á unglingsárunum sá hann um sig sjálfur. Um árabil var hann sjómaður, verkamaður og skógarhöggsmaður. Eftir myndlistarnám hefur hann lifað af myndlistinni. Nú er Tolli farinn að mála í ljósari tónum. Hann gaf nýra, greindist síðan með krabbamein og sigraði.

4
Gunnar Karlsson
Spottið 16. apríl
.

5
Sif Sigmarsdóttir
Kvíðaþrungnir hnignunartímar
Ég á mér aðeins eina hefð sem ég reyni að brjóta ekki.

6
Þegar heil þjóð dó
Rétt 210 ár eru nú liðin frá eldgosinu ógurlega á Tambora
Mest lesið í vikunni

1
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

2
Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Krummi Smári Ingiríðarson hefur alltaf vitað að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. áratugnum og gekk í gegnum þung áföll. „En hér er ég í dag. Hamingjusamur.“

3
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
Á uppvaxtarárunum í suðurríkjum Bandaríkjanna voru ríkar kröfur gerðar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þegar hún fann loks frelsið til þess að vera hún sjálf blómstraði hún, í hamingjusömu hjónabandi, heimavinnandi húsmóðir, sem naut þess að sinna syni sínum. „Ég gat lifað og verið frjáls. Það var frábært á meðan það entist.“

4
Sif Sigmarsdóttir
Af frændhygli lítilla spámanna
Trump vildi einfaldlega vera sá sem réði því hvað mátti segja og hvað mátti ekki segja. Hann drýgir nú sömu syndir og hann sakaði „woke“-riddara um að fremja.

5
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
Margrét Friðriksdóttir krafðist yfir 24 milljóna króna í bætur eftir að henni var vísað brott úr vél Icelandair árið 2022. Hún hafði þá neitað að taska sem hún hafði meðferðis yrði færð í farþegarými og neitað að setja upp grímu vegna sóttvarna. Stærsti hluti af bótakröfunnar var vegna heimildamyndar sem Margrét hugðist gera og selja Netflix.

6
Sendu skip til Grænlands
Hinn 10. apríl 1940, daginn eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku, sendi bandaríska strandgæslan skip til Grænlands. Um borð voru James K. Penfield, nýútnefndur ræðismaður, og fulltrúi Rauða krossins. Síðar það sama ár hreyfði varautanríkisráðherra Bandaríkjanna hugmyndinni um bandarískar herstöðvar í landinu. Áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi er sem sé ekki nýr af nálinni.
Mest lesið í mánuðinum

1
Sökuð um að hrella minnst níu einstaklinga: „Hann er minn !“
Níu einstaklingar telja sig hafa orðið fyrir barðinu á sama eltihrellinum, 37 ára gamalli konu sem er búsett í Reykjanesbæ.

2
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

3
Breytt fæði breytti líðaninni
Kristjana Pálsdóttir og Sigurður Pétur Harðarson ákváðu í vetur að gera breytingar á mataræði sínu en þau áttu bæði við kvilla að stríða eins og háan blóðþrýsting, svefnvanda, voru of þung og fleira mætti telja. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

4
Beðið eftir að Íris undirriti nálgunarbann
Íris Helga Jónatansdóttir hefur verið boðið að gangast undir nálgunarbann gagnvart einum manni. Vinur hennar var handtekinn grunaður um að hafa tekið þátt í umsáturseinelti. Gögn benda til þess að hann hafi verið blekktur.

5
Tóku ekki í hönd hennar því hún var kvenprestur
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segist búa að því að önnur kona hafi rutt brautina á undan henni. Hún þekki þó vel mismunandi viðmót fólks gagnvart kven- og karlprestum. Þegar hún vígðist í Svíþjóð hélt stór hópur því fram að prestvígsla kvenna væri lygi.

6
Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
Einkarekni leikskólinn Sælukot, sem hefur fengið milljarð króna í opinber framlög síðasta áratug, hefur hagnast vel og nýtt peningana til að kaupa fasteignir fyrir stjórnarformanninn. Stjórnendur leikskólans segja markmiðið vera að ávaxta rekstrarafgang, en fyrrverandi starfsmenn og foreldrar nemenda kvarta undan langvarandi skorti. Skólanum var nýlega lokað tímabundið vegna óþrifnaðar og meindýra.
Athugasemdir