Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Minningarmerki

Það er mik­ið gagn af þess­ari bók svo víða sem höf­und­ur kem­ur við. Hún leið­ir skýrt í ljós að stór verð­mæti eru fal­in í sögu stað­anna sem hann fjall­ar um, þeir eru tæki til miðl­un­ar þekk­ing­ar um horf­inn tíma og geta styrkt trú manna að okk­ar heim­ur sé hluti af al­þjóð­legri og fjöl­þjóð­legri sögu­heild, en við ekki eitt­hvað ein­angr­að og af­ar sér­stakt dæmi, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son um bók­ina Á sögu­stöð­um.

Minningarmerki
Bók

Á sögu­stöð­um

Höfundur Helgi Þorláksson
Forlagið - Vaka-Helgafell
Gefðu umsögn

Helgi Þorláksson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði og reyndur kennari til margra ára, setur saman bók, Á sögustöðum, þar sem hann rekur og greinir tilkomu og feril sex merkisstaða á Íslandi: Bessastaða, Skálholts, Odda, Reykholts, Hóla og Þingvalla. Bókin telur 457 síður með vandaðri tilvísana- og nafnaskrá auk myndayfirlits. Verkið er í raun áframhald á viðamiklum köflum í Sögu Íslands IV og VII þar sem Helgi ýtti hraustlega við nokkrum stoðum í söguskilningi Íslendinga. Hér nýtir hann tækifærið til að hnykkja enn á gagnrýni sinni á almenna og útbreidda skoðun eða vanþekkingu á mikilvægum hluta í sögu þjóðarinnar. Gagnrýni hans er sett fram af hógværð og varfærni og yfirgripsmikilli þekkingu á viðfangsefninu frá mörgum sérsviðum, ítarlegri samantekt úr rannsóknarsögunni, eldri textum og nýjustu rannsóknum og niðurstaðan hans er í einföldu máli þessi: við lifum enn í úreltum áróðri þjóðfrelsisbaráttu áratuga fyrir lýðveldisstofnun og klifum enn á persónudýrkun karla sem voru á …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár