Umhverfisráðuneytið lagðist nýverið gegn því að skilagjald á flöskum og dósum myndi hækka um tvær krónur með þeim rökum að það gæti orðið til að hækka verðbólgu. Áhrif hækkunarinnar á vísitölu neysluverðs voru hins vegar aldrei reiknuð, ef marka má svar ráðuneytisins til Stundarinnar.
Upphæð skilagjalds vegna drykkjarumbúða fylgdi í áratugi vísitölu neysluverðs. Og hækkaði því í samræmi við almennt verðlag. Rökin voru þau að neytendur ættu að hafa fjárhagslegan hvata af því að skila umbúðum til endurvinnslu. Vísitölutengingin var hins vegar tekin út úr lögunum í ráðherratíð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, og í staðinn ákveðið að umhverfisráðuneytið ákveði skilagjaldið.
Íslendingar hafa verið duglegir að skila dósum og flöskum til endurvinnslu, allt frá því skilagjaldskerfið var tekið upp með lögum árið 1989. Sama ár og skipulögð söfnun á drykkjarumbúðum hófst og byrjað að greiða fyrir skil á þeim. Tölur frá Endurvinnslunni hf. sýna að á síðasta ári var 90 prósent af …
Athugasemdir (2)