Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögreglan segir að finna þurfi út hver tók ákvörðun um að hamla störfum fjölmiðla

Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir að til standi að funda með Isa­via til að finna út hvar ákvörð­un um að koma í veg fyr­ir mynda­tök­ur fjöl­miðla af brott­flutn­ingi hæl­is­leit­enda var tek­in. Í til­kynn­ingu Isa­via í gær kom fram að lög­regl­an hafi fyr­ir­skip­að það.

Lögreglan segir að finna þurfi út hver tók ákvörðun um að hamla störfum fjölmiðla
Myndað Lögreglan vísar til þess í tilkynningu sinni að fjölmiðlar hafi getað myndað aðgerðirnar á fyrri stigum, þó komið hafi verið í veg fyrir myndatöku á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Sema Erla

Ríkislögreglustjóri ætlar að funda með fulltrúum Isavia til að fara yfir hver hafi raunverulega tekið ákvörðun um að beina ljóskösturum í átt að myndavélum fjölmiðla til að byrgja sýn og koma í veg fyrir myndatökur. Blaðamenn Ríkisútvarpsins fylgdust með brottflutningi fimmtán hælisleitenda frá Íslandi til Grikklands, bæði í Hafnarfirði og svo fyrir utan athafnasvæði Isavia á Keflavíkurflugvelli. 

„Lögregla mun funda með ISAVIA í næstu viku í þeim tilgangi að fara yfir atvik málsins til að varpa ljósi á hvar ákvarðanataka liggur“
úr svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Stundarinnar

Í tilkynningu sem barst frá Isavia í gær kom fram að starfsfólk á flugvellinum hefði komið í veg fyrir myndatökur fjölmiðla að fyrirskipan lögreglu. Svo virðist sem embætti ríkislögreglustjóra sé ekki sátt við þá útskýringu en í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið segir að til standi að funda með forsvarsmönnum Isavia til að komast að því hver tók ákvörðunina. 

„Lögregla mun funda með ISAVIA í næstu viku í þeim tilgangi að fara yfir atvik málsins til að varpa ljósi á hvar ákvarðanataka liggur,“ segir í svarinu, sem síðan hefur verið sent öllum fjölmiðlum. „Ekki stóð til að hindra störf fjölmiðla en fjölmiðlar höfðu mun greiðara aðgengi að myndun aðgerða lögreglu á fyrri stigum sama máls.“

Í tilkynningu ríkislögreglustjóra segir einnig að lögð sé rík áhersla á að fjölmiðlar hafi gott aðgengi að störfum lögreglu, ekki síður þeim verkefnum sem eru sérstaklega krefjandi.

Fréttastjóri krefst svara

Eftir að Ríkisútvarpið greindi frá aðgerðum starfsmanna Isavia, þar sem fjórum bílum búnum flóðljósabúnaði var stillt upp gegnt blaðamönnum fréttastofu, sendi Heiðar Örn Sigfinnsson fréttastjóri ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann krafði embættið svara. 

„Fréttateymi RÚV var á staðnum, utan girðingar, og fékk ekki að sinna sínum störfum þar sem starfsmenn ISAVIA fylgdu fyrirmælum lögreglunnar og skemmdu upptökurnar. Ég lít þetta að sjálfsögðu mjög alvarlegum augum enda man ég ekki eftir grófari dæmum um aðgerðir lögreglu gegn fjölmiðlafólki að störfum í seinni tíð,“ sagði hann í bréfinu, sem birt var á Facebook-síðu Heiðars.

Ein spurninganna sem hann beindi til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra var: „Hvernig skilgreinir þú ríki þar sem lögregla beitir aðferðum sem þessum til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar sinni sínu lýðræðislega hlutverki, nefnilega fréttaflutningi og eðlilegu aðhaldi við stjórnvöld?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár