„Íslensk stjórnvöld hafa valdið okkur vonbrigðum, það hvarflaði aldrei að okkur annað en þau myndu bjóða fram aðstoð sína og sýna samstöðu með fátækum Namibíumönnum sem eru fórnarlömb þessara glæpa,“ segir Nahas Angula, fyrrverandi forsætisráðherra Namibíu, í viðtali við Stundina.
„Það sem hérna gerðist var auðvitað ekkert annað en rán og það er mikilvægt að Íslendingar átti sig á því að vegna þess sem gerðist varð namibískt samfélag af háum fjárhæðum sem annars hefðu farið í að byggja upp húsnæði, heilbrigðisþjónustu, vatnsveitur og innviði sem sárlega vantar hér. Allt bendir hins vegar til þess að þessi verðmæti hafi endað í vösum fámennrar klíku og íslensks fyrirtækis.“
Aldarfjórðung í ríkisstjórn
Nahas Angula er tæplega áttræður og var til áratuga í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu landsins og áhrifamikill stjórnmálamaður eftir að sjálfstæðið var tryggt í lok níunda áratugarins. Hann var hluti af ríkisstjórn Namibíu í 25 ár. Var fyrsti menntamálaráðherra þjóðarinnar og gegndi því …
Athugasemdir (2)