„Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að fara inn í verkefni með öðrum og mæta bara svolítið með mína verkfæratösku og bara sjá hvað ég get gert hér með þau verkfæri sem ég hef skapað mér sem höfundur og maður sem vinnur með texta. Þess vegna hef ég kannski ekki skrifað svo margar bækur miðað við marga,“ segir rithöfundurinn Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson.
Nýlega gaf Forlagið út ritsafn með öllum bókum Sjóns frá tæplega 45 ára löngum ferli hans sem rithöfundar. Ritsafnið var gefið út í tilefni af því að Sjón varð sextugur í lok ágúst.
Blaðamaður Stundarinnar settist niður með Sjón og fékk hann til að segja sér frá ritsafninu og ferðalaginu með verkfæratösku rithöfundarins.
„Þetta er það sem ég er búinn að skrifa sextugur og því verður ekki breytt“
Ljóðasafnið: „Hér má eiginlega hafa Sjón allan“
Sjón gaf út fyrstu ljóðabókina sína árið 1978, …
Athugasemdir