Ég starfaði sem nútímadansari í 21 ár og var þátttakandi í listiðnaðinum í langan tíma. Ég flutti á Skagaströnd til að vinna með ýmsum listamönnum á listamiðstöðinni Nesi, þar sem þeir dvöldu í tvo til þrjá mánuði í senn að sinna list sinni. Að lokum þurfti ég að flytja til Reykjavíkur og hætti því störfum á Skagaströnd. Ég fann að ég þurfti að fjarlægast listiðnaðinn, ég fann að ég var búin með þann áfanga.
Ég er nýlega skilin eftir þriggja ára hjónaband, sem er gott. Ég er að læra svo mikið af því að ganga í gegnum þennan skilnað. Ég sé alls ekki eftir hjónabandinu. Það sem ég hef lært á þessu tímabili er að við metum verðleika hlutanna út frá því hvort að þeir endist. Að ég endist á tilteknum vinnustað í tíu ár, að ég haldi mig við tiltekið samband telst vera jákvætt. Að ég kaupi hús sem …
Athugasemdir (1)