Einar Erlendsson, arktitekt og húsameistari ríkisins, teiknaði mörg þekkt hús í miðbæ Reykjavíkur, Þingholtunum og gamla vesturbænum. Meðal annars Gamla bíó í Ingólfsstræti, Galtafell við Laufásveg, hús Hjálpræðishersins sem oft er kallað Herkastalinn, Listasafn Einars Jónssonar, húsið á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis sem er kallað Hús málarans og Fríkirkjuveg 11, sem Thor Jensen lét reisa fyrir sig.
Mörg af húsunum sem Einar teiknaði eru kennd við „íslenska steinsteypuklassík“ en á öðrum áratug síðustu aldar var í auknum mæli byrjað að nota steypu í húsbyggingar á Íslandi. Steypan leysti þá timbrið, og auðvitað torfhúsin, af og þótti miklu fínna að byggja úr steinsteypu en viði.
Björn G. Björnsson hefur skrifað bók …
Einhver hlýtur að vita hver teiknaði það. Hélt alltaf að
Sigurður á Laugabóli, sá einstaki maður hefði látið byggja það
því að Kaupfélagið var í allt öðru húsi.