Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsókn samkeppnisyfirvalda seinkar samruna laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar, eig­andi Arn­ar­lax, seg­ir að rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda muni seinka samruna þess og Norway Royal Salmon, stærsta hlut­hafa Arctic Fish á Ísa­firði. Páll Gunn­ar Páls­son. for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar Salm­ar bendi til að fyr­ir­tæk­ið hafi bú­ist við að samrun­inn fengi hrað­ari af­greiðslu hjá yf­ir­völd­um.

Rannsókn samkeppnisyfirvalda seinkar samruna laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum
Rannsóknir seinka sameiningu Rannsóknir samkeppnisyfirvalda á Íslandi og á vegum Evrópusambandsins seinka samruna Salmar og Norway Royal Salmon. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Mynd: Heida Helgadottir

Norska laxeldisfyrirtækið Salmar, eigandi Arnarlax á Bíldudal, segir að samruni fyrirtækisins við Norway Royal Salmon, eiganda Arctic Fish á Ísafirði, muni tefjast þar sem það hafi tekið lengri tíma að afla samþykkis samkeppnisyfirvalda fyrir samrunanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Salmar til norsku kauphallarinnar í dag. Samruninn er til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu á Íslandi sem og hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Norsk samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt samrunann fyrir sett leyti.

Í tilkynningunni segir: „Það ferli að fá nauðsynlegt samþykki eftirlitsaðila fyrir samrunanum hefur tekið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir þega samrunaáætlunin var gerð. Af þessum ástæðum telur Salmar að félagið þurfi að boða til hluthafafundar til að lengja tímafrestinn sem félagið ætlar sér til að ganga frá samrunanum.

Hefur áhrif á Íslandi

Umræddur samruni norsku félaganna myndi leiða til þess að tvö stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands yrðu í eiga sama aðila. Þetta myndi að öllum líkindum leiða til samruna þeirra þar sem Salmar hefur talað um að veruleg samlegðaráhrif séu í rekstri fyrirtækjanna tveggja. Samanlagt framleiða þessi tvö laxeldisfyrirtæki rúmlega 50 prósent af þeim eldislaxi sem framleiddur er á Íslandi. Þetta gæti haft ýmis konar afleiðingar í för með sér á Vestfjörðum, meðal annars fækkun starfa vegna samlegðaráhrifa. 

Svipaðir frestir hjá báðum stofnunum

Í svörum til Stundarinnar segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin sé ennþá með samrunann til skoðunar sín megin. „Eins og fram kom í frétt á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði er samruninn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu og hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

„Tilkynningar til norsku kauphallarinnar gefa til kynna að samrunaaðilar hafi gert ráð fyrir að rannsókn samkeppnisyfirvalda tæki skemmri tíma en reyndin er“
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Páll Gunnar segir að rannsóknin á samrunanum sé hins vegar styttra á veg kominn hjá framkvæmdastjórninni: „Rannsóknin er nú á svokölluðum II. fasa hér á landi, en er enn á I. fasa hjá framkvæmdastjórninni, sbr. upplýsingar á heimasíðu hennar hér. Lögbundnir tímafrestir samkeppnisyfirvaldanna tveggja eru áþekkir. Ástæða þess að samruninn var tilkynntur síðar til framkvæmdastjórnarinnar var að ítarlegar forviðræður áttu sér stað milli samrunaaðila og framkvæmdastjórnarinnar. Tilkynningar til norsku kauphallarinnar gefa til kynna að samrunaaðilar hafi gert ráð fyrir að rannsókn samkeppnisyfirvalda tæki skemmri tíma en reyndin er.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár