Fegurðin kemur úr hamingjunni skal ég segja þér. Ég hef svo margt til þess að vera þakklát fyrir.
Við vitum ekkert hvenær ég er að fara. Ég greindist með krabbamein í febrúar. Ég byrjaði að leita til læknis. Ég er með æðislegan heimilislækni sem er það sem ég kalla „doer“, sem orsakaði það að ég var send í rannsóknir, en niðurstöðurnar voru ekki það sem við héldum. Þá var ég send í fleiri rannsóknir og óskurðtækt krabbamein fannst í brisi. Ég er þannig karakter að æðruleysi er stór partur af mínu lífi og þegar maður fær svona upplýsingar ... þú getur ekkert gert. Mitt mottó í lífinu, sem margir mættu tileinka sér, er að jákvæðni gefur, neikvæðni tekur.
Ég er þakklát fyrir hvern dag sem ég fæ. Það er ekki erfitt að vera veikur, þannig séð. Jú, þegar kvalirnar koma. Nú er búið að verkjastilla mig vel sem er æðislegt. …
Athugasemdir (3)