Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

962. spurningaþraut: Hér eru einar þrjár spurningar um alkóhól!

962. spurningaþraut: Hér eru einar þrjár spurningar um alkóhól!

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá nýjan orðaleik sem náði miklum vinsældum á árinu, bæði í tölvum og á snjallsímum. Hvað nefnist hann — á ensku eða í íslensku útgáfunni?

***

Aðalspurningar:

1. Árið 1974 fann Ungverji nokkur upp þraut og/eða leikfang sem margir hafa glímt við æ síðan. Fyrirbærið var nefnt eftir honum sjálfum. Hvað hét Ungverjinn?

2. Orðið alkóhól merkir upphaflega duft sem mulið var niður úr kolum, kohl, enda er alkóhól sama orðið og kol. Duftið var notað sem „eyeliner“ kvenna (og karla!), en seinna var farið að nota það um efni sem eimað var úr öðrum vökva. En úr hvaða tungumáli kemur sjálft orðið alkóhól?

3. Hvaða persóna Biblíunnar er veikust fyrir alkóhóli, og raunar svo mjög að synir persónunnar kvöldust ákaflega yfir fylleríinu?

4. Bakkhus var vínguð í tilteknum trúarbrögðum og er orðið Bakkhus enn notað, sem kunnugt er, þegar vínhneigð ber á góma. En hvaða þjóð hafði Bakkhus í hávegum?

5.  Kensington og Hammersmith eru hverfi í hvaða borg?

6. Hvaða tré hefur verið talað um að rækta undir stórum glerhjúpum í Reykjavík?

7. Hversu margar ljóðlínur eru í rétt ortri haíku?

8. En í venjulegri limru?

9.  Hvernig endaði leikur Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018?

10. Hversu margar eru tröppurnar sem liggja upp að Akureyrarkirkju? Hér má muna 10 tröppum til eða frá en sá sem hefur töluna hárrétta má sæma sig séra-Matthíasar-stigi!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aukaspurningum:

1. Rubik.

2. Alkóhól er úr arabísku (al-kuḥl eða الكحل) þótt raunar megi víst rekja „kohl“ allt aftur til akkadísku.

3.  Nói.

4.  Grikkir — og Rómverjar. Annaðhvort dugar.

5.  London.

6.  Pálmatré.

7.  Þrjár.

8. Fimm.

9.  1-1.

10. Tröppurnar eru 108 og sú tala gefur séra-Matthíasar-stig. En venjulegt stig fæst fyrir tölu frá 98 til 118

***

Svör við aukaspurningum:

Leikurinn heitir Wordle — eða Orðla í íslenskri útgáfu sem finna má hér

Konan er Elizabeth Bowes-Lyon, en nóg er að nefna hana Elísabetu drottningarmóður. Á myndinni var hún að halda upp á 100 ára afmæli sitt árið 2000 og dóttir hennar fagnaði með henni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Hárrétt er nú eitthvað rugl. Aftur á móti er hárétt eitthvað svo rétt að það getur ekki orðið réttara, þ.e. það er hæsta mögulega staða sem hægt er að ná.
    0
    • HLG
      Hanna Lára Gunnarsdóttir skrifaði
      Samkvæmt Orðabók HÍ er þetta alveg hárrétt hjá Illuga, en “hárétt” skilaði engum niðurstöðum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár