Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

962. spurningaþraut: Hér eru einar þrjár spurningar um alkóhól!

962. spurningaþraut: Hér eru einar þrjár spurningar um alkóhól!

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá nýjan orðaleik sem náði miklum vinsældum á árinu, bæði í tölvum og á snjallsímum. Hvað nefnist hann — á ensku eða í íslensku útgáfunni?

***

Aðalspurningar:

1. Árið 1974 fann Ungverji nokkur upp þraut og/eða leikfang sem margir hafa glímt við æ síðan. Fyrirbærið var nefnt eftir honum sjálfum. Hvað hét Ungverjinn?

2. Orðið alkóhól merkir upphaflega duft sem mulið var niður úr kolum, kohl, enda er alkóhól sama orðið og kol. Duftið var notað sem „eyeliner“ kvenna (og karla!), en seinna var farið að nota það um efni sem eimað var úr öðrum vökva. En úr hvaða tungumáli kemur sjálft orðið alkóhól?

3. Hvaða persóna Biblíunnar er veikust fyrir alkóhóli, og raunar svo mjög að synir persónunnar kvöldust ákaflega yfir fylleríinu?

4. Bakkhus var vínguð í tilteknum trúarbrögðum og er orðið Bakkhus enn notað, sem kunnugt er, þegar vínhneigð ber á góma. En hvaða þjóð hafði Bakkhus í hávegum?

5.  Kensington og Hammersmith eru hverfi í hvaða borg?

6. Hvaða tré hefur verið talað um að rækta undir stórum glerhjúpum í Reykjavík?

7. Hversu margar ljóðlínur eru í rétt ortri haíku?

8. En í venjulegri limru?

9.  Hvernig endaði leikur Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018?

10. Hversu margar eru tröppurnar sem liggja upp að Akureyrarkirkju? Hér má muna 10 tröppum til eða frá en sá sem hefur töluna hárrétta má sæma sig séra-Matthíasar-stigi!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aukaspurningum:

1. Rubik.

2. Alkóhól er úr arabísku (al-kuḥl eða الكحل) þótt raunar megi víst rekja „kohl“ allt aftur til akkadísku.

3.  Nói.

4.  Grikkir — og Rómverjar. Annaðhvort dugar.

5.  London.

6.  Pálmatré.

7.  Þrjár.

8. Fimm.

9.  1-1.

10. Tröppurnar eru 108 og sú tala gefur séra-Matthíasar-stig. En venjulegt stig fæst fyrir tölu frá 98 til 118

***

Svör við aukaspurningum:

Leikurinn heitir Wordle — eða Orðla í íslenskri útgáfu sem finna má hér

Konan er Elizabeth Bowes-Lyon, en nóg er að nefna hana Elísabetu drottningarmóður. Á myndinni var hún að halda upp á 100 ára afmæli sitt árið 2000 og dóttir hennar fagnaði með henni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Hárrétt er nú eitthvað rugl. Aftur á móti er hárétt eitthvað svo rétt að það getur ekki orðið réttara, þ.e. það er hæsta mögulega staða sem hægt er að ná.
    0
    • HLG
      Hanna Lára Gunnarsdóttir skrifaði
      Samkvæmt Orðabók HÍ er þetta alveg hárrétt hjá Illuga, en “hárétt” skilaði engum niðurstöðum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár