Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

962. spurningaþraut: Hér eru einar þrjár spurningar um alkóhól!

962. spurningaþraut: Hér eru einar þrjár spurningar um alkóhól!

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá nýjan orðaleik sem náði miklum vinsældum á árinu, bæði í tölvum og á snjallsímum. Hvað nefnist hann — á ensku eða í íslensku útgáfunni?

***

Aðalspurningar:

1. Árið 1974 fann Ungverji nokkur upp þraut og/eða leikfang sem margir hafa glímt við æ síðan. Fyrirbærið var nefnt eftir honum sjálfum. Hvað hét Ungverjinn?

2. Orðið alkóhól merkir upphaflega duft sem mulið var niður úr kolum, kohl, enda er alkóhól sama orðið og kol. Duftið var notað sem „eyeliner“ kvenna (og karla!), en seinna var farið að nota það um efni sem eimað var úr öðrum vökva. En úr hvaða tungumáli kemur sjálft orðið alkóhól?

3. Hvaða persóna Biblíunnar er veikust fyrir alkóhóli, og raunar svo mjög að synir persónunnar kvöldust ákaflega yfir fylleríinu?

4. Bakkhus var vínguð í tilteknum trúarbrögðum og er orðið Bakkhus enn notað, sem kunnugt er, þegar vínhneigð ber á góma. En hvaða þjóð hafði Bakkhus í hávegum?

5.  Kensington og Hammersmith eru hverfi í hvaða borg?

6. Hvaða tré hefur verið talað um að rækta undir stórum glerhjúpum í Reykjavík?

7. Hversu margar ljóðlínur eru í rétt ortri haíku?

8. En í venjulegri limru?

9.  Hvernig endaði leikur Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018?

10. Hversu margar eru tröppurnar sem liggja upp að Akureyrarkirkju? Hér má muna 10 tröppum til eða frá en sá sem hefur töluna hárrétta má sæma sig séra-Matthíasar-stigi!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aukaspurningum:

1. Rubik.

2. Alkóhól er úr arabísku (al-kuḥl eða الكحل) þótt raunar megi víst rekja „kohl“ allt aftur til akkadísku.

3.  Nói.

4.  Grikkir — og Rómverjar. Annaðhvort dugar.

5.  London.

6.  Pálmatré.

7.  Þrjár.

8. Fimm.

9.  1-1.

10. Tröppurnar eru 108 og sú tala gefur séra-Matthíasar-stig. En venjulegt stig fæst fyrir tölu frá 98 til 118

***

Svör við aukaspurningum:

Leikurinn heitir Wordle — eða Orðla í íslenskri útgáfu sem finna má hér

Konan er Elizabeth Bowes-Lyon, en nóg er að nefna hana Elísabetu drottningarmóður. Á myndinni var hún að halda upp á 100 ára afmæli sitt árið 2000 og dóttir hennar fagnaði með henni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Hárrétt er nú eitthvað rugl. Aftur á móti er hárétt eitthvað svo rétt að það getur ekki orðið réttara, þ.e. það er hæsta mögulega staða sem hægt er að ná.
    0
    • HLG
      Hanna Lára Gunnarsdóttir skrifaði
      Samkvæmt Orðabók HÍ er þetta alveg hárrétt hjá Illuga, en “hárétt” skilaði engum niðurstöðum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár