Brim hefur samið um kaup á frystitogara og veiðiheimildum fyrir 88,5 milljónir evra, jafnvirði 12,7 milljarða íslenskra króna. Seljandinn er stærsti einstaki eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur.
Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að uppistöðu í eigu Guðmundar, á 43,97 prósent í Brimi, sem er stærsta einstaka útgerðarfélag landsins. Að stærstum hluta greiðir Brim fyrir kvótann og skipið með yfirtöku skulda en auk þess greiðast um 7 milljónir evra, jafnvirði eins milljarðs króna, í peningum.
Kvótinn sem bætist með þessum viðskiptum í vörslu Brims eru 5,84 prósent aflahlutdeild í loðnu, 3,39 prósent í makríl, 11,42 prósent í gulllaxi og 16,86 prósent af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi.
Með viðskiptunum er Brim komið mjög nálægt þeim takmörkunum sem settar eru á í lögum um heildarafla mældan í þorskígildistonnum sem einstaka útgerð má eiga. Hámarkið er 12 prósent allra aflaheimilda en eftir viðskiptin stendur Brim í 11,82 prósentum, samkvæmt félaginu sjálfu. Það á þó enn eftir að úthluta afla í loðnu svo ekki liggur enn fyrir hversu hátt hlutfall Brims verður á endanum.
Ekki er ýkja langt síðan Brim átti síðast viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Í nóvember á síðasta ári keypti Útgerðarfélagið
Brim hefur markvisst stækkað við sig með kaupum á öðrum útgerðarfélögum en á undanförnum árum hefur Brim keypt bæði Ögurvík í Reykjavík og Kamb í Hafnarfirði.
Athugasemdir (1)