Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.

Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Við völd Guðmundur er sá einstaklingur sem heldur beint eða óbeint á einna stærstum hluta alls úthlutaðs kvóta við Ísland, samkvæmt úttekt Stundarinnar á síðasta ári. Hann er langstærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem á næstum helming hlutafés í Brimi. Mynd: mbl/Kristinn Magnússon

Brim hefur samið um kaup á frystitogara og veiðiheimildum fyrir 88,5 milljónir evra, jafnvirði 12,7 milljarða íslenskra króna. Seljandinn er stærsti einstaki eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að uppistöðu í eigu Guðmundar, á 43,97 prósent í Brimi, sem er stærsta einstaka útgerðarfélag landsins. Að stærstum hluta greiðir Brim fyrir kvótann og skipið með yfirtöku skulda en auk þess greiðast um 7 milljónir evra, jafnvirði eins milljarðs króna, í peningum. 

Kvótinn sem bætist með þessum viðskiptum í vörslu Brims eru 5,84 prósent aflahlutdeild í loðnu, 3,39 prósent í makríl, 11,42 prósent í gulllaxi og 16,86 prósent af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi.

Með viðskiptunum er Brim komið mjög nálægt þeim takmörkunum sem settar eru á í lögum um heildarafla mældan í þorskígildistonnum sem einstaka útgerð má eiga. Hámarkið er 12 prósent allra aflaheimilda en eftir viðskiptin stendur Brim í 11,82 prósentum, samkvæmt félaginu sjálfu. Það á þó enn eftir að úthluta afla í loðnu svo ekki liggur enn fyrir hversu hátt hlutfall Brims verður á endanum.

Ekki er ýkja langt síðan Brim átti síðast viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Í nóvember á síðasta ári keypti Útgerðarfélagið 5,84 prósenta aflahlutdeild í loðnu og 0,2 prósenta í ufsa af Brimi fyrir 3,4 milljarða króna. Var það gert til að koma Brimi undir áðurnefnt 12 prósenta þak eftir að loðnukvóti hafði verið stóraukinn. Samhliða gerði Brim samkomulag við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kauprétt á loðnuheimildunum til baka yrði breyting á þorskígildsstuðlum.

Brim hefur markvisst stækkað við sig með kaupum á öðrum útgerðarfélögum en á undanförnum árum hefur Brim keypt bæði Ögurvík í Reykjavík og Kamb í Hafnarfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár