Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.

Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Við völd Guðmundur er sá einstaklingur sem heldur beint eða óbeint á einna stærstum hluta alls úthlutaðs kvóta við Ísland, samkvæmt úttekt Stundarinnar á síðasta ári. Hann er langstærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem á næstum helming hlutafés í Brimi. Mynd: mbl/Kristinn Magnússon

Brim hefur samið um kaup á frystitogara og veiðiheimildum fyrir 88,5 milljónir evra, jafnvirði 12,7 milljarða íslenskra króna. Seljandinn er stærsti einstaki eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að uppistöðu í eigu Guðmundar, á 43,97 prósent í Brimi, sem er stærsta einstaka útgerðarfélag landsins. Að stærstum hluta greiðir Brim fyrir kvótann og skipið með yfirtöku skulda en auk þess greiðast um 7 milljónir evra, jafnvirði eins milljarðs króna, í peningum. 

Kvótinn sem bætist með þessum viðskiptum í vörslu Brims eru 5,84 prósent aflahlutdeild í loðnu, 3,39 prósent í makríl, 11,42 prósent í gulllaxi og 16,86 prósent af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi.

Með viðskiptunum er Brim komið mjög nálægt þeim takmörkunum sem settar eru á í lögum um heildarafla mældan í þorskígildistonnum sem einstaka útgerð má eiga. Hámarkið er 12 prósent allra aflaheimilda en eftir viðskiptin stendur Brim í 11,82 prósentum, samkvæmt félaginu sjálfu. Það á þó enn eftir að úthluta afla í loðnu svo ekki liggur enn fyrir hversu hátt hlutfall Brims verður á endanum.

Ekki er ýkja langt síðan Brim átti síðast viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Í nóvember á síðasta ári keypti Útgerðarfélagið 5,84 prósenta aflahlutdeild í loðnu og 0,2 prósenta í ufsa af Brimi fyrir 3,4 milljarða króna. Var það gert til að koma Brimi undir áðurnefnt 12 prósenta þak eftir að loðnukvóti hafði verið stóraukinn. Samhliða gerði Brim samkomulag við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kauprétt á loðnuheimildunum til baka yrði breyting á þorskígildsstuðlum.

Brim hefur markvisst stækkað við sig með kaupum á öðrum útgerðarfélögum en á undanförnum árum hefur Brim keypt bæði Ögurvík í Reykjavík og Kamb í Hafnarfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár