Hér er komin þemaþraut um myndlistarmenn. Aðalspurningarnar snúast um sjálfsmyndir erlendra listamanna en aukaspurningarnar um íslenska.
Fyrri aukaspurning er einfaldlega, hver málaði myndina hér að ofan? Ég fann hana ekki á netinu nema með merkingu frá Listasafni Reykjavíkur.
***
1. Hver málaði þessa sjálfsmynd? Hann var reyndar hollenskur, svo ég hjálpi ykkur aðeins.
***
2. En þessa sjálfsmynd hér?
***
3. Hér er þriðja sjálfsmyndin, hver málaði hana?
***
4. Hér er fjórða sjálfsmyndin! Hver málaði sig svona?
***
5. Hér er sjálfsmynd myndlistarmanns sem var kunnur fyrir teikningar sem oft voru hálfgerðar þrautir í leiðinni. Hver var hann?
***
6. Þessi málaði sjálfsmynd af sér með geislabaug, þótt enginn væri hann dýrlingur. Hvað hét hann?
***
7. Þessi myndlistarmaður er nú kunnari fyrir litríkari og róstusamari mynd en þessa kyrru og svarthvítu sjálfsmynd. Hvað hét hann?
***
8. Þessi málaði sjálfsmynd af sér að mála. Og hann hét ... hvað?
***
9. Það er ekki alveg öruggt að þessi mynd sé sjálfsmynd listamannsins en það er þó talið líklegt. Og hann var ... hver?
***
10. Þessi var uppi um 1500 og málaði sjálfan sig nánast eins og væri hann Jesús frá Nasaret. Hann var þýskur og hét ... hvað?
***
Seinni aukaspurning:
Þetta er reyndar aðeins efsti hluti sjálfsmyndar íslenskrar listakonu sem málaði sig á grænum skóm. En hún hét ... hvað?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rembrandt.
2. Frida Kahlo.
3. Van Gogh.
4. Picasso.
5. Escher
6. Gauguin.
7. Munch.
8. Dali.
9. Leonardo da Vinci.
10. Dürer
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er sjálfsmynd Kjarvals.
Á neðri myndinni er sjálfsmynd Louisu Matthíasdóttur.
Hér má sjá myndina í heild — með merkingu Listasafnsins!
Athugasemdir (1)