Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gríðarleg fjölgun tilkynninga um nauðganir

Að jafn­aði var til­kynnt um 21 nauðg­un á mán­uði fyrstu sex mán­uði árs­ins. Mik­il aukn­ing hef­ur orð­ið á til­kynn­ing­um um kyn­ferð­is­lega áreitni og brot gegn kyn­ferð­is­legri frið­helgi. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra um kyn­ferð­is­brot.

Gríðarleg fjölgun tilkynninga um nauðganir
125 tilkynningar Íslensku lögreglunni bárust 125 tilkynningar um nauðganir á fyrstu sex mánuðum ársins. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu bárust tilkynningar um 125 nauðganir á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 25 prósent fjölgun í tilkynningum frá árinu 2021. Að jafnaði var tilkynnt um 21 nauðgun á mánuði á tímabilinu. Þá hefur orðið mikil aukning á tilkynningum um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að ef tilkynningar til lögreglunnar fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs eru bornar saman við síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent.

Af þeim 125 tilkynningum sem um ræðir áttu 83 þeirra sér stað á umræddu sex mánaða tímabili. Það jafngildir því að tilkynnt hafi verið um 14 nauðganir á mánuði og samsvarar það 1 prósents fækkun frá sama tíma í fyrra. Fjöldi grunaðra í nauðgunarmálum var 148, þar af 143 karlmenn og 5 konur.

Í heild var tilkynnt um 328 kynferðisbrot á tímabilinu sem er nokkru minna en á sama tímabili í fyrra en þá var tilkynnt um 358 kynferðisbrot á sama tímabili. Það jafngildir um 9 prósenta fækkun tilkynninga milli ára. Hins vegar er það um 5 prósenta fjölgun á skráningum ef miðað er við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.

Tilkynningum um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi fjölgaði milli ára og voru þau 64 á tímabilinu. Að jafnaði var tilkynnt um 36 slík brot á sama tímabili síðustu þrjú ár þar á undan og er aukningin á tilkynningum því um 78 prósent.

Tilkynnt var um 63 kynferðisbrot gegn börnum á fyrri hluta ársins, sem er nokkru færra en árið 2021 þegar tilkynnt var um 84 slík brot. Að meðaltali var tilkynnt um 68 slík brot á þriggja ára tímabili þar á undan.

Fjöldi grunaðra í öllum kynferðisbrotum á fyrstu sex mánuðum ársins var 272, 95 prósent þeirra karlmenn. Þriðjungur þeirra var undir 25 ára aldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár