Fyrir stuttu birti Ríkisendurskoðun stjórnsýsluúttekt á starfsemi Úrvinnslusjóðs. Úttektin er afar dökk og er sjóðurinn sagður ekki geta staðið undir þeim lögbundu hlutverkum sem honum er ætlað að starfa eftir. Þá kemur fram að eftirlit sé í algjöru skötulíki innan sjóðsins, en sjóðurinn greiðir árlega um tvo milljarða króna á ári úr ríkissjóði til íslenskra endurvinnslufyrirtækja vegna úrvinnslu á úrgangi. Þessa tvo milljarða rukkar ríkið inn í formi svokallaðra úrvinnslugjalda. Ríkisendurskoðun telur að margir þeir sem eigi að greiða gjaldið séu í raun ekki að gera það, þar sem margar undanþágur eru veittar vegna umbúðaplasts sem er áætlað fyrir útflutning á íslenskum vörum ásamt því að lítið sem ekkert eftirlit sé með undanþágunum.
Hvað er Úrvinnslusjóður og úrvinnslugjald?
Þegar vörur eru annaðhvort framleiddar hér á landi eða fluttar inn til landsins, bera þær langflestar svokallað úrvinnslugjald sem Tollstjóri sér um að innheimta. Ástæða úrvinnslugjaldsins er til að standa undir þeim …
Athugasemdir