Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir

Versl­ana­keðj­an Sam­kaup, sem rek­ur Nettó, Kram­búð­ina og Kjör­búð­ina, seg­ist lækka verð á 400 vör­um um 10% frá árs­byrj­un til að berj­ast gegn verð­bólgu. Sam­kaup sendi bréf á birgja og fram­leið­end­ur með beiðni um sam­starf „án nokk­urra und­ir­tekta“. Áð­ur höfðu versl­an­ir Sam­kaupa hins veg­ar hækk­að verð um­fram sam­keppn­is­að­ila.

Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir
Forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kvartar undan því að hafa ekki fengið undirtektir frá birgjum og framleiðendum þegar Samkaup fóru fram á aðhald í verðhækkunum. Mynd: Samkaup

Verslanakeðjan Samkaup, sem rekur meðal annars Nettó, gerir nú tilraun til að skáka Krónunni, sem boðaði í síðustu viku að verðið á 240 vörum yrði fryst fram að áramótum.

Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að þau muni „bjóða viðskiptavinum upp á sambærilegt verð eða lægra en það var í upphafi árs“, frá og með mánudeginum síðasta, á 400 vörutegundum.

Verðfrysting Krónunnar var bundin við vörur undir merkjum Krónunnar sjálfrar og First Price. Á sama hátt er verðlækkun Samkaupa bundin við vörur frá merkjum Änglamark og X-tra.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir í tilkynningunni að „gríðarlegar verðhækkanir“ frá innlendum framleiðendum og birgjum skrifist á „litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti“.

Fram kemur að Samkaup hafi síðasta haust sent bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem „kallað var eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta“.

Forstjórinn segir Samkaup sömuleiðis hafa sent bréf á 10 stærstu birgja í lok sumars og lagt til 5% verðlækkun til áramóta, sem gæti skilað sér beint til viðskiptavina, „einnig án nokkurs árangurs“.

„Við furðum okkur á þessu og ekki síður á aðgerðaleysi hins opinbera, óbreyttum álögum á bensíni og að ekki sé afnuminn virðisauki á lykildagvöru, til að mynda á bleium og barnamat til að koma til móts við ungar barnafjölskyldur. Við fögnum þeim sem hafa tekið af skarið og fryst eða lækkað verð og höldum áfram að kalla eftir viðbrögðum birgja, framleiðenda og ekki síður hins opinbera,“ segir Gunnar Egill.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þvílíkt prump og sýndarmennsku froða.
    Þau gætu lækkað allar vörur í krambúðinni um 30% ☻g samt skilað gríðarlegum gróða.
    krambúðin er ein mesta okurbúllan á Íslandi!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu