Fiskistofa rannsakar nú hvort slysaslepping á eldislaxi hafi átt sér stað á Vestfjörðum. Stofnunin hefur fengið sýni úr 12 löxum sem veiddust í Mjólká í Arnarfirði í sumar sem grunur leikur á að kunni að vera eldislaxar. Þetta segir Guðni Magnús Eiríksson, starfsmaður Fiskistofu.
Ef um er að ræða eldislaxa þá hafa þeir væntanlega sloppið úr sjókvíum á Vestfjörðum. Laxeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal annars með starfsemi í Arnarfirði og rekur þar sjókvíar.
„Þetta er óvenjulegt, að það veiðist svona margir fiskar í Mjólká“
Laxarnir veiddust og voru settir í frysti í Mjólkárvirkjun, sem tilheyrir Orkubúi Vestfjarða, og var Fiskistofa í sambandi við stöðvarstjórann í henni, Steinar Jónasson. „Okkar eftirlitsmaður fékk að taka sýni úr þessum fiskum og þau eru nú hjá Hafrannsóknarstofnun. Þetta gerist í fyrradag, á miðvikudagsmorgun, eftir að við höfðum verið upplýstir um að þessir fiskar hefðu veiðst. Það liggur hins vegar ekkert fyrir um …
(Markaðsverð 10.000 tonna eldisleyfa í Arnarfirði samkvæmt síðustu viðskiptum innanlands nemur 25 milljörðum).
Náttúruskaðinn verður aldrei bættur og þessi frétt er aðeins byrjunin á eyðingu villtra laxfiska í öllum ám landsins. Til viðbótar losar eldi 10.000 tonna
ársframleiðslu í Arnarfirði úrgang saurs og fóðurleifa sem svarar skolpfrárennsli frá 160.000 manna byggð.
Er þetta tilvinnandi fyrir atvinnu nokkurra skattlausra erlendra farandverkamanna, sem ráðnir eru á lágmarkstaxta í gegnum vinnumiðlun í Reykjavík og fyrir hagsmuni hluthafa, sem eru farnir að selja ókeypis eldisleyfin með ofsagróða?