Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Fagverks og Malbikunarstöðvarinnar, er í 14. sæti á lista yfir tekjuhæsta eina prósentið hér á landi. Vilhjálmur segir að sér finnist frábært að getað skilað peningum inn í þjóðfélagið og er fullkomlega sáttur við að greiða skatta.
„Mér finnst frábært að getað skilað einhverjum peningum inn í þjóðfélagið. Ég er fullkomlega sáttur. Mér finnst það fínt, ég er bara þannig innrættur.“
„Ég hef aldrei verið fíkinn í peninga“
Vilhjálmur segir að það séu ekki peningar sem hvetji hann áfram í starfi. Þá segir hann að peningar skipti hann engu máli.
„Ég hef aldrei verið fíkinn í peninga. Það eina sem keyrir mig áfram eru framfarir í mínu starfi og að halda áfram að berjast. Ég geng í gjörsamlega ónýtum skóm og gömlum fötum, sem konan mín skammar mig stöðugt fyrir, því ég hef alveg efni á að kaupa mér ný föt. Mig langar bara ekkert …
Athugasemdir (2)