Í ágúst á hverju ári birta fjölmiðlar fréttir upp úr álagningaskrá Skattsins um tekjur þjóðþekktra Íslendinga sem gefa villandi mynd af raunverulegri tekjudreifingu samfélagsins.
Þannig eru helstu útgerðarmenn Íslands birtir tiltölulega lágt á tekjulistum yfir forstjóra fyrirtækja og fólk í atvinnulífinu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brim, er þannig listaður með rúmlega 3,6 milljónir króna í mánaðartekjur á lista Frjálsrar verslunar. Sú tala nær aðeins yfir brot af tekjum hans, því Guðmundur fékk einnig fjármagnstekjur upp á samtals 870 milljónir króna í fyrra, sem jafngildir 72 milljónum á mánuði ofan á milljónirnar 3,6.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einnig sagður vera með 3,6 milljónir króna á lista Frjálsrar verslunar. Hann er hins vegar með sem nemur 61 milljón króna til viðbótar í hverjum mánuði í fjármagnstekjur, sem tekjulistinn birtir ekki.
Þessar fjármagnstekjur bera aðeins 22 prósent skatt, ekki rúmlega 46 prósent eins og launatekjur gera.
Athugasemdir