Magnús Steinarr Norðdahl er sá Íslendingur sem hæstan tekjuskatt greiddi á síðasta ári. Magnús starfaði sem forstjóri íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í um ellefu ár, þar til á síðasta ári þegar fyrirtækið var selt Aptos, dótturfélagi bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs. Við söluna voru gerðir upp kaupréttarsamningar við Magnús, auk annarra lykilstarfsmanna, alls að verðmæti um 3,2 milljarða króna.
Því sem næst allar tekjur Magnúsar á síðasta ári báru tekjuskatt en ekki fjármagntekjuskatt, þar eð færa þarf kaupréttarsamninga til launa, sem tekjuskattur einstaklinga er svo aftur greiddur af. Samkvæmt skattframtali ársins 2021 námu launatekjur Magnúsar því um 118 milljónum króna að meðaltali á mánuði, þó vitanlega hafi það ekki verið regluleg laun hans. Alls hafði Magnús 1.424 milljónir króna í heildarárstekjur á síðasta ári.
653,5
Magnús greiddi tæpar 653,5 milljónir króna í skatta á síðasta ári. Stærstan hluta greiddi Magnús í tekjuskatt …
Athugasemdir