Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Eins og einhverjir olíufurstar“

Hvað finnst þér um að for­stjór­ar fé­laga sem skráð eru í Kaup­höll­ina hafi ver­ið með 5,6 millj­ón­ir á mán­uði að með­al­tali í fyrra?

Forstjórar skráðra félaga í Kauphöll Íslands voru að meðaltali með 5,6 milljónir króna á mánuði í fyrra, samkvæmt ársreikningum. Til  samanburðar voru forstjórar annarra fyrirtækja og stofnana að jafnaði með hæstu launin, eða rúmlega tvær milljónir á mánuði, samkvæmt Hagstofunni. Að meðaltali voru laun fyrir fullt starf um 711 þúsund krónur, en miðgildi launa var 637 þúsund krónur. 

Viðmælendur Stundarinnar, sem valdir voru af handahófi í Kringlunni, voru að meðaltali með 624 þúsund krónur á mánuði, en flestir töldu óeðlilega mikinn mun á hæstu launum og meðallaunum. 

Hvað finnst þér um að forstjórar félaga sem skráð eru í Kauphöllina hafi verið með 5,6 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra?

Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, 59 ára, móttökuritari telur að háar launagreiðslur til forstjóranna séu til þess fallnar að skapa ójöfnuð í samfélaginu. „Mér finnst það eiginlega galið. Gjörsamlega.“

Guðbjörg vill ekki gefa upp tekjur sínar.

Garðar Sigurvaldason, 72 ára, rafeindavirki er ekki mótfallinn hugmyndinni um hærri tekjur. „Ef ég væri að vinna þá þætti mér það gott. Ég myndi vilja hafa svona hátt kaup.“

Hæstu tekjur hans í gegnum tíðina námu um 1,5 milljónum króna á mánuði.

Tómas Þorvaldsson, 80 ára, ellilífeyrisþegi. „Bara rugl. Algjör steypa. Þetta eru eins og einhverjir olíufurstar. Þetta er bara fáránlegt.“

Hæstu tekjur hans hafa verið 370 þúsund krónur á mánuði.

Sara Kristjánsdóttir, 36 ára, sundlaugarvörður. „Mér finnst það algjör geðveiki.“

Hæstu tekjur hennar hafa verið 400 þúsund krónur á mánuði.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, 18 ára, afgreiðslukona og starfsmaður á hjúkrunarheimili. „Ég hef enga skoðun, ég er lítið í pólitík.

Hæstu tekjur hennar hafa verið 400 þúsund krónur á mánuði.

Gylfi Óskarsson, 61 árs, læknir. „Þetta er allt of mikið.“

Gylfi vill ekki gefa upp tekjur sínar.

Júlíus Viggó Ólafsson, 21 árs, nýhættur sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, skýrir launagreiðslur til forstjóranna með vísan í valfrelsi.

Mér finnst það bara allt í lagi. Það er á milli fyrirtækja og starfsmanna að ákveða launin. Ef að stjórnin telur að forstjóri megi vera með 5,6 milljónir á mánuði, meira eða minna, þá kemur mér það ekki við.

Hæstu tekjur hans hafa verið um 500 þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár