Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Eins og einhverjir olíufurstar“

Hvað finnst þér um að for­stjór­ar fé­laga sem skráð eru í Kaup­höll­ina hafi ver­ið með 5,6 millj­ón­ir á mán­uði að með­al­tali í fyrra?

Forstjórar skráðra félaga í Kauphöll Íslands voru að meðaltali með 5,6 milljónir króna á mánuði í fyrra, samkvæmt ársreikningum. Til  samanburðar voru forstjórar annarra fyrirtækja og stofnana að jafnaði með hæstu launin, eða rúmlega tvær milljónir á mánuði, samkvæmt Hagstofunni. Að meðaltali voru laun fyrir fullt starf um 711 þúsund krónur, en miðgildi launa var 637 þúsund krónur. 

Viðmælendur Stundarinnar, sem valdir voru af handahófi í Kringlunni, voru að meðaltali með 624 þúsund krónur á mánuði, en flestir töldu óeðlilega mikinn mun á hæstu launum og meðallaunum. 

Hvað finnst þér um að forstjórar félaga sem skráð eru í Kauphöllina hafi verið með 5,6 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra?

Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, 59 ára, móttökuritari telur að háar launagreiðslur til forstjóranna séu til þess fallnar að skapa ójöfnuð í samfélaginu. „Mér finnst það eiginlega galið. Gjörsamlega.“

Guðbjörg vill ekki gefa upp tekjur sínar.

Garðar Sigurvaldason, 72 ára, rafeindavirki er ekki mótfallinn hugmyndinni um hærri tekjur. „Ef ég væri að vinna þá þætti mér það gott. Ég myndi vilja hafa svona hátt kaup.“

Hæstu tekjur hans í gegnum tíðina námu um 1,5 milljónum króna á mánuði.

Tómas Þorvaldsson, 80 ára, ellilífeyrisþegi. „Bara rugl. Algjör steypa. Þetta eru eins og einhverjir olíufurstar. Þetta er bara fáránlegt.“

Hæstu tekjur hans hafa verið 370 þúsund krónur á mánuði.

Sara Kristjánsdóttir, 36 ára, sundlaugarvörður. „Mér finnst það algjör geðveiki.“

Hæstu tekjur hennar hafa verið 400 þúsund krónur á mánuði.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, 18 ára, afgreiðslukona og starfsmaður á hjúkrunarheimili. „Ég hef enga skoðun, ég er lítið í pólitík.

Hæstu tekjur hennar hafa verið 400 þúsund krónur á mánuði.

Gylfi Óskarsson, 61 árs, læknir. „Þetta er allt of mikið.“

Gylfi vill ekki gefa upp tekjur sínar.

Júlíus Viggó Ólafsson, 21 árs, nýhættur sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, skýrir launagreiðslur til forstjóranna með vísan í valfrelsi.

Mér finnst það bara allt í lagi. Það er á milli fyrirtækja og starfsmanna að ákveða launin. Ef að stjórnin telur að forstjóri megi vera með 5,6 milljónir á mánuði, meira eða minna, þá kemur mér það ekki við.

Hæstu tekjur hans hafa verið um 500 þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár