Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Eins og einhverjir olíufurstar“

Hvað finnst þér um að for­stjór­ar fé­laga sem skráð eru í Kaup­höll­ina hafi ver­ið með 5,6 millj­ón­ir á mán­uði að með­al­tali í fyrra?

Forstjórar skráðra félaga í Kauphöll Íslands voru að meðaltali með 5,6 milljónir króna á mánuði í fyrra, samkvæmt ársreikningum. Til  samanburðar voru forstjórar annarra fyrirtækja og stofnana að jafnaði með hæstu launin, eða rúmlega tvær milljónir á mánuði, samkvæmt Hagstofunni. Að meðaltali voru laun fyrir fullt starf um 711 þúsund krónur, en miðgildi launa var 637 þúsund krónur. 

Viðmælendur Stundarinnar, sem valdir voru af handahófi í Kringlunni, voru að meðaltali með 624 þúsund krónur á mánuði, en flestir töldu óeðlilega mikinn mun á hæstu launum og meðallaunum. 

Hvað finnst þér um að forstjórar félaga sem skráð eru í Kauphöllina hafi verið með 5,6 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra?

Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, 59 ára, móttökuritari telur að háar launagreiðslur til forstjóranna séu til þess fallnar að skapa ójöfnuð í samfélaginu. „Mér finnst það eiginlega galið. Gjörsamlega.“

Guðbjörg vill ekki gefa upp tekjur sínar.

Garðar Sigurvaldason, 72 ára, rafeindavirki er ekki mótfallinn hugmyndinni um hærri tekjur. „Ef ég væri að vinna þá þætti mér það gott. Ég myndi vilja hafa svona hátt kaup.“

Hæstu tekjur hans í gegnum tíðina námu um 1,5 milljónum króna á mánuði.

Tómas Þorvaldsson, 80 ára, ellilífeyrisþegi. „Bara rugl. Algjör steypa. Þetta eru eins og einhverjir olíufurstar. Þetta er bara fáránlegt.“

Hæstu tekjur hans hafa verið 370 þúsund krónur á mánuði.

Sara Kristjánsdóttir, 36 ára, sundlaugarvörður. „Mér finnst það algjör geðveiki.“

Hæstu tekjur hennar hafa verið 400 þúsund krónur á mánuði.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, 18 ára, afgreiðslukona og starfsmaður á hjúkrunarheimili. „Ég hef enga skoðun, ég er lítið í pólitík.

Hæstu tekjur hennar hafa verið 400 þúsund krónur á mánuði.

Gylfi Óskarsson, 61 árs, læknir. „Þetta er allt of mikið.“

Gylfi vill ekki gefa upp tekjur sínar.

Júlíus Viggó Ólafsson, 21 árs, nýhættur sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, skýrir launagreiðslur til forstjóranna með vísan í valfrelsi.

Mér finnst það bara allt í lagi. Það er á milli fyrirtækja og starfsmanna að ákveða launin. Ef að stjórnin telur að forstjóri megi vera með 5,6 milljónir á mánuði, meira eða minna, þá kemur mér það ekki við.

Hæstu tekjur hans hafa verið um 500 þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár