Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Framundan eru hamingjudagar

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Hamingjudagar

Hvar? Svarti kassinn í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri

Hvenær? Frumsýnt 2. september. Svo sýnt 3., 9. og 10. september áður en sýningin fer suður yfir heiðar.

Miðaverð? Forsöluverð 4.720 kr.

Hamingjudagar, Happy Days, er eftir Samuel Beckett sem hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. „Ó, þetta er hamingjudagur, þetta verður enn einn hamingjudagur!“ segir Vinní, frægasta kvenpersóna Samuels Becketts. Hún er ákveðin í því að finnast lífið hamingjuríkt og fallegt þrátt fyrir að útlitið sé allt annað en bjart. Hamingjudagar er um takmarkalausan lífsvilja manneskjunnar og ódauðleika bjartsýninnar og er áreiðanlega langskemmtilegasta leikrit nóbelshöfundarins sem lætur gamminn geisa með hrífandi húmor, visku og ólíkindi.

Leikarar eru Edda Björg Eyjólfsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson.

Leikstjóri er Harpa Arnardóttir.

Verkið er aðeins sýnt á Akureyri tvær sýningarhelgar áður en það fer suður í Borgarleikhúsið.


Systur á ferð um landið 

Hvar? Upplýsingar á tix.is

Hvenær? 17.–27. ágúst

Miðaverð? 3.900 kr.

Hljómsveitin Systur efnir til tónleikaferðar um Ísland dagana 17.–27. ágúst. Sigga, Beta og Elín hafa unnið að lagasmíðum í sumar og senda frá sér sína fyrstu smáskífu, Dusty Road, á næstunni. Á tónleikunum gefst gestum kostur á að heyra frumsamið efni sem kemur út á plötu Systra sem væntanleg er á næsta ári. Systur komu, sáu og sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr á þessu ári og voru fulltrúar Íslands í Eurovision eftir að Lay Low bað þær um að flytja lagið sitt, Með hækkandi sól. Í framhaldinu áttuðu þær sig á því hvað tónlistarstefnan átti vel við þær og stefna nú að því að gefa út þjóðlagaskotna kántríplötu.

 „Það er yndislegt að fá að spila fyrir landsbyggðina. Við hlökkum til að keyra og vera í fallegu umhverfi og náttúru sem við sækjum mikinn innblástur úr þegar við semjum og spilum,“ segir Sigga.


Sjáumst - Tónleikaröð Más Gunnarssonar síðsumars 2022

Hvar? Garðabær, Keflavík og Selfoss

Hvenær? 25. ágúst til 2. september

Miðaverð? 5.900 kr.

Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi, hefur ákveðið að leggja sundferilinn á hilluna og einbeita sér nú að tónlistinni. Í haust mun hann hefja krefjandi nám í tónlistarháskóla í Bretlandi og fer þangað einn síns liðs ásamt leiðsöguhundinum Max. Hann fer á næstunni í stutta tónleikaferð um landið þar sem hann kveður landa sína í bili. „Ég finn að að ég stend á tímamótum; ég hef náð frábærum árangri í lauginni. Heimsmet og þátttaka á Ólympíuleikum voru markmið sem ég hafði sett mér. En mér finnst það sem laugin býður upp á núna vera meira af því sama. Ég hef keppt á stærstu mótum heims, ég hef staðið á verðlaunapalli og nú er lag að hlusta á hjartað og styrkja mig í tónlistinni. Þess vegna tek ég þessa ákvörðun,“ segir Már.


Hádegisleiðsögn: Andlit úr skýjum - mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals

Hvar? Kjarvalsstaðir

Hvenær? Alla miðvikudaga  kl. 12.15 til sýningarloka sem eru 18. september nk.

Miðaverð? Aðgöngumiði á safnið gildir

Vikulegar hádegisleiðsagnir eru á miðvikudögum um sýninguna á Kjarvalsstöðum, Andlit úr skýjum - mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals. Andlitsmyndir Kjarvals hafa skipað veglegan sess á yfirlitssýningum á verkum listamannsins og samsýningum af ýmsu tagi en til þessa hefur sjónum ekki verið beint að þessum myndum sérstaklega. Hér eru olíumálverk af þekktu fólki frá öllum tímabilum, vatnslitamyndir af ítölsku fólki frá 1920, úrval blek- og túskteikninga frá 1928-30, rauðkrítarmyndir af fjölskyldu og nánum vinum og lítt þekktar andlitsmyndir frá seinni árum hans en einnig allar fáanlegar sjálfsmyndir Kjarvals.

Á sýningunni eru verk víða að, jafnt úr Kjarvalssafneign Listasafns Reykjavíkur, frá Listasafni Íslands og frá einkasöfnurum sem góðfúslega hafa lánað verk sem mörg hver hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir.


Næstum þögn - Sigga Ella. Ljósmyndir og hljóðheimur eftir Siggu Ellu

Hvar? Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri.

Hvenær? Til 8. september.

„Hér vinn ég, ólíkt því sem ég hef áður gert, með upplifun mína, sjónræna dagbók sem er um leið tilbúningur á einhvers konar draumheimi,“ segir Sigga Ella.

Sjónræn dagbók 3. febrúar 2022.

Það birtir aftur – næstum áþreifanleg orka í loftinu, kraftur og fegurð. Vonin og ofbirtan eftir allt myrkrið, manngæskan og jarðgæskan, litirnir og glitrið. Sveiflurnar í veðrinu og um leið sköpuninni. Vetrarhljóðin orðin hluti af mér, marrið í snjónum og næstum þögnin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár