Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Í kjölfar þess að bróðir hans greindi sjálfur frá brotunum upphófst lögreglurannsókn. Afskipti lögreglunnar leiddu meðal annars til þess að brotamaðurinn var dæmdur í nálgunarbann gagnvart bróður sínum. Fjölskyldan var hins vegar að vinna úr áfallinu með aðstoð barnaverndar og vildi halda saman þrátt fyrir allt sem á undan var gengið. Það vildi brotaþoli líka og segist hafa setið eftir, ósáttur við að vilji hans hafi ekki verið virtur við meðferð málsins.
„Það voru hundrað raddir að segja mér hvað ætti að gerast. Lögfræðingurinn sagði að ég ætti skilið að fá peninga í bætur og ég ætti að fá þetta og þetta, var endalaust að hringja í mig og spyrja mig ótal spurninga,“ segir hann. Barnavernd hafi lagt áherslu á …
Athugasemdir (1)