Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pöndur bjuggu líka í Evrópu — og átu ekki bara bambus

Pöndur bjuggu líka í Evrópu — og átu ekki bara bambus
Evrópska pandan bjó sennilega við meiri samkeppni í hinum mýrlendu skógum en kínverska pandan gerir nú, og því er ekki ósennilegt að hún hafi verið öllu háfættari og „rennilegri“ og fljótari í förum en sú kínverska. Þessa mynd af Agriarctos nikolovi gerði (Velizar Simeonovski og hún birtist á vefsíðunni Science Alert.

Pandabjörninn er eitt frægasta dýr heimsins, sem er svolítil þversögn því í rauninni eru þessir birnir sárasjaldgæfir, lifa aðeins á einu mjög afmörkuðu svæði í Kína og úti í villtri náttúrunni munu aðeins vera til um 1.800 pöndur.

Eigi að síður þekkja allir pöndur í sjón og þegar Kínverjar fást til að senda pöndur í dýragarða í öðrum löndum, þá fylgir því jafnan mikil athygli fjölmiðla og almennings.

Kínverjar líta á pönduna sem sitt lukkudýr og af hæfilegri léttúð má segja að pandan sé sendiherra Kínverja erlendis. Það er til marks um hvaða þjóðir njóta velvildar Kínverja hverju sinni hverjar fá pöndur lánaðar í dýragarða sína frá stjórnvöldum í Beijing.

Tennur í Búlgaríu

Lengst af hefur verið talið að pöndur hafi þróast í Kína og hvergi annars staðar búið frá því að formæður þeirra sögðu skilið við aðra birni fyrir um 19 milljónum ára. En nú hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að pöndur hafi einnig búið í Evrópu til sex til tíu milljónum ára og það sé alls ekki óhugandi að pöndur — eða öllu heldur formæður þeirra og -feður — hafi þróast þar og síðan flutt sig til Kína.

Kínversk panda bryður bambus

Þar var snemma á áttunda áratug síðustu aldar sem fáeinar tennur fundust í Búlgaríu og steingervafræðingurinn Ivan Nikolov flokkaði þær sem tennur úr pöndu eða einhverri náskyldri tegund. Ýmislegt fór þó milli mála til að byrja með og augljóst til dæmis að Kínverjum líkaði sárilla ef gefið var í skyn að pöndur væru ekki að öllu leyti sjálfsprottnar í Kína

Nú hefur rannsóknum hins vegar undið svo fram að búlgarski vísindamaðurinn Nikolai Spassov og Kínverjinn Qigao Jiangzuo birtu nýlega grein í tímaritinu Journal of Vertebrate Paleontology þar sem þeir slá því föstu að pöndur hafi ekki aðeins búið þar sem nú heitir Búlgaríu heldur einnig í Rudabánya í Ungverjalandi þar sem líka hafa fundist tennur.

Gerðist vegan þegar harðnaði í ári

Tennurnar eru ekki nógu öflugar ti að vinna á þeim bambus sem hinar núlifandi pöndur í Kína lifa nær eingöngu á, heldur hafa þessar horfnu pöndur lifað á ögn mýkri jurtum. Þeir Spassov og Qigao telja að evrópsku pöndurnar hafi lifað í mjög mýrlendum skógi og étið sef og fleiri jurtir. Og sömuleiðis að bæði þessar evrópsku pöndur og þær sem nú lifa í Kína hafi þróast frá bjarnartegund sem upphaflega var kjötæta en gerðist vegan þegar harðaði í ári.

Iður pöndunnar í Kína mun reyndar sýna skýrt og skilmerkilega að tiltölulega stutt sé síðan pandan hætti kjötátinu og tók að bryðja hinn próteinríka bambus í staðinn.

Evrópska pandan hefur nú fengið sitt eigið latneska fræðiheiti — Agriarctos nikolovi eftir fyrrnefnda Nikolov sem átti sig fyrstur á því að tennurnar sem fundust í Búlgaíu væru sennilega úr áður óþekktri pöndutegund.

Talið er að fyrir rúmum fimm milljónum ára hafi loftslag á Jörðinni breyst mikið og votir regnskógar í Suður-Evrópu, þar sem evrópupandan bjó, hafi kið til þornað upp og þá hafi pandan smátt og smátt dáið út — nú, eða lagt upp í langt ferðalag til Kína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár