Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pöndur bjuggu líka í Evrópu — og átu ekki bara bambus

Pöndur bjuggu líka í Evrópu — og átu ekki bara bambus
Evrópska pandan bjó sennilega við meiri samkeppni í hinum mýrlendu skógum en kínverska pandan gerir nú, og því er ekki ósennilegt að hún hafi verið öllu háfættari og „rennilegri“ og fljótari í förum en sú kínverska. Þessa mynd af Agriarctos nikolovi gerði (Velizar Simeonovski og hún birtist á vefsíðunni Science Alert.

Pandabjörninn er eitt frægasta dýr heimsins, sem er svolítil þversögn því í rauninni eru þessir birnir sárasjaldgæfir, lifa aðeins á einu mjög afmörkuðu svæði í Kína og úti í villtri náttúrunni munu aðeins vera til um 1.800 pöndur.

Eigi að síður þekkja allir pöndur í sjón og þegar Kínverjar fást til að senda pöndur í dýragarða í öðrum löndum, þá fylgir því jafnan mikil athygli fjölmiðla og almennings.

Kínverjar líta á pönduna sem sitt lukkudýr og af hæfilegri léttúð má segja að pandan sé sendiherra Kínverja erlendis. Það er til marks um hvaða þjóðir njóta velvildar Kínverja hverju sinni hverjar fá pöndur lánaðar í dýragarða sína frá stjórnvöldum í Beijing.

Tennur í Búlgaríu

Lengst af hefur verið talið að pöndur hafi þróast í Kína og hvergi annars staðar búið frá því að formæður þeirra sögðu skilið við aðra birni fyrir um 19 milljónum ára. En nú hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að pöndur hafi einnig búið í Evrópu til sex til tíu milljónum ára og það sé alls ekki óhugandi að pöndur — eða öllu heldur formæður þeirra og -feður — hafi þróast þar og síðan flutt sig til Kína.

Kínversk panda bryður bambus

Þar var snemma á áttunda áratug síðustu aldar sem fáeinar tennur fundust í Búlgaríu og steingervafræðingurinn Ivan Nikolov flokkaði þær sem tennur úr pöndu eða einhverri náskyldri tegund. Ýmislegt fór þó milli mála til að byrja með og augljóst til dæmis að Kínverjum líkaði sárilla ef gefið var í skyn að pöndur væru ekki að öllu leyti sjálfsprottnar í Kína

Nú hefur rannsóknum hins vegar undið svo fram að búlgarski vísindamaðurinn Nikolai Spassov og Kínverjinn Qigao Jiangzuo birtu nýlega grein í tímaritinu Journal of Vertebrate Paleontology þar sem þeir slá því föstu að pöndur hafi ekki aðeins búið þar sem nú heitir Búlgaríu heldur einnig í Rudabánya í Ungverjalandi þar sem líka hafa fundist tennur.

Gerðist vegan þegar harðnaði í ári

Tennurnar eru ekki nógu öflugar ti að vinna á þeim bambus sem hinar núlifandi pöndur í Kína lifa nær eingöngu á, heldur hafa þessar horfnu pöndur lifað á ögn mýkri jurtum. Þeir Spassov og Qigao telja að evrópsku pöndurnar hafi lifað í mjög mýrlendum skógi og étið sef og fleiri jurtir. Og sömuleiðis að bæði þessar evrópsku pöndur og þær sem nú lifa í Kína hafi þróast frá bjarnartegund sem upphaflega var kjötæta en gerðist vegan þegar harðaði í ári.

Iður pöndunnar í Kína mun reyndar sýna skýrt og skilmerkilega að tiltölulega stutt sé síðan pandan hætti kjötátinu og tók að bryðja hinn próteinríka bambus í staðinn.

Evrópska pandan hefur nú fengið sitt eigið latneska fræðiheiti — Agriarctos nikolovi eftir fyrrnefnda Nikolov sem átti sig fyrstur á því að tennurnar sem fundust í Búlgaíu væru sennilega úr áður óþekktri pöndutegund.

Talið er að fyrir rúmum fimm milljónum ára hafi loftslag á Jörðinni breyst mikið og votir regnskógar í Suður-Evrópu, þar sem evrópupandan bjó, hafi kið til þornað upp og þá hafi pandan smátt og smátt dáið út — nú, eða lagt upp í langt ferðalag til Kína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár