Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

824. spurningaþraut: Nú reynir ögn á þekkingu í landafræði

824. spurningaþraut: Nú reynir ögn á þekkingu í landafræði

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver átti öxina Rimmugýgi?

2.  En hver átti atgeir þann sem söng í þegar manndráp voru á næsta leiti?

3.  Við hvaða sund stendur bærinn Calais?

4.  Í hvaða bók koma við sögu bræðurnir Jónatan og Kalli?

5.  Undir hvaða nafni þekkjum við yfirleitt fjölliðuna Deoxyribonucleiska sýru eða acid?

6.  Hvaða evrópska nýlenduveldi réði mestum hluta Indónesíu á sínum tíma?

7.  Shoemaker-Levi 9 kom fram á sjónarsviðið 1994 en Hale-Bopp þremur árum seinna. Shoemaker-Levi 9 mun aldrei sjást framar en við erum ekki búin að bíta úr nálinni með Hale-Bopp. Hvers konar fyrirbæri eru Shoemaker-Levi 9 og Hale-Bopp?

8.  Og hvers vegna mun Shoemaker-Levi 9 ekki sjást framar? Hér þarf býsna nákvæmt svar.

9.  „Sagan sem ekki mátti segja,“ hét ævisaga sem kom út á Íslandi 1989. Þar sagði ákveðinn einstaklingur Nönnu Rögnvaldsdóttur sögu sína. Hvaða einstaklingur var það sem átti þá sögu er ekki hafði fram að því „mátt segja“?

10.  Hvaða íslenski rithöfundur var svo mikið fyrir biskupa að senda frá sér laust fyrir 1900 skáldsögurnar Brynjólfur Sveinsson biskup, Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjan sem á myndinni sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skarphéðinn Njálsson.

2.  Gunnar á Hlíðarenda.

3.  Ermarsund.

4.  Bróðir minn Ljónshjarta.

5.  DNA.

6.  Holland.

7.  Halastjörnur.

8.  Af því Shoemaker-Levi 9 rakst á Júpíter og eyddist. Nefna verður Júpíter.

9.  Björn sonur Svein Björnssonar fyrsta forseta Íslands sem var í SS-sveitunum á stríðsárunum.

10.  Torfhildur Hólm.

***

Seinni aukaspurning:

Fyrri myndin var tekin við vatnið Loch Ness í Skotlandi.

Eyjan á neðri myndinni er Tasmanía suður af Ástralíu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár