Fyrri aukaspurning:
Hvar er myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Hver átti öxina Rimmugýgi?
2. En hver átti atgeir þann sem söng í þegar manndráp voru á næsta leiti?
3. Við hvaða sund stendur bærinn Calais?
4. Í hvaða bók koma við sögu bræðurnir Jónatan og Kalli?
5. Undir hvaða nafni þekkjum við yfirleitt fjölliðuna Deoxyribonucleiska sýru eða acid?
6. Hvaða evrópska nýlenduveldi réði mestum hluta Indónesíu á sínum tíma?
7. Shoemaker-Levi 9 kom fram á sjónarsviðið 1994 en Hale-Bopp þremur árum seinna. Shoemaker-Levi 9 mun aldrei sjást framar en við erum ekki búin að bíta úr nálinni með Hale-Bopp. Hvers konar fyrirbæri eru Shoemaker-Levi 9 og Hale-Bopp?
8. Og hvers vegna mun Shoemaker-Levi 9 ekki sjást framar? Hér þarf býsna nákvæmt svar.
9. „Sagan sem ekki mátti segja,“ hét ævisaga sem kom út á Íslandi 1989. Þar sagði ákveðinn einstaklingur Nönnu Rögnvaldsdóttur sögu sína. Hvaða einstaklingur var það sem átti þá sögu er ekki hafði fram að því „mátt segja“?
10. Hvaða íslenski rithöfundur var svo mikið fyrir biskupa að senda frá sér laust fyrir 1900 skáldsögurnar Brynjólfur Sveinsson biskup, Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir eyjan sem á myndinni sést?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Skarphéðinn Njálsson.
2. Gunnar á Hlíðarenda.
3. Ermarsund.
4. Bróðir minn Ljónshjarta.
5. DNA.
6. Holland.
7. Halastjörnur.
8. Af því Shoemaker-Levi 9 rakst á Júpíter og eyddist. Nefna verður Júpíter.
9. Björn sonur Svein Björnssonar fyrsta forseta Íslands sem var í SS-sveitunum á stríðsárunum.
10. Torfhildur Hólm.
***
Seinni aukaspurning:
Fyrri myndin var tekin við vatnið Loch Ness í Skotlandi.
Eyjan á neðri myndinni er Tasmanía suður af Ástralíu.
Athugasemdir