Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

824. spurningaþraut: Nú reynir ögn á þekkingu í landafræði

824. spurningaþraut: Nú reynir ögn á þekkingu í landafræði

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver átti öxina Rimmugýgi?

2.  En hver átti atgeir þann sem söng í þegar manndráp voru á næsta leiti?

3.  Við hvaða sund stendur bærinn Calais?

4.  Í hvaða bók koma við sögu bræðurnir Jónatan og Kalli?

5.  Undir hvaða nafni þekkjum við yfirleitt fjölliðuna Deoxyribonucleiska sýru eða acid?

6.  Hvaða evrópska nýlenduveldi réði mestum hluta Indónesíu á sínum tíma?

7.  Shoemaker-Levi 9 kom fram á sjónarsviðið 1994 en Hale-Bopp þremur árum seinna. Shoemaker-Levi 9 mun aldrei sjást framar en við erum ekki búin að bíta úr nálinni með Hale-Bopp. Hvers konar fyrirbæri eru Shoemaker-Levi 9 og Hale-Bopp?

8.  Og hvers vegna mun Shoemaker-Levi 9 ekki sjást framar? Hér þarf býsna nákvæmt svar.

9.  „Sagan sem ekki mátti segja,“ hét ævisaga sem kom út á Íslandi 1989. Þar sagði ákveðinn einstaklingur Nönnu Rögnvaldsdóttur sögu sína. Hvaða einstaklingur var það sem átti þá sögu er ekki hafði fram að því „mátt segja“?

10.  Hvaða íslenski rithöfundur var svo mikið fyrir biskupa að senda frá sér laust fyrir 1900 skáldsögurnar Brynjólfur Sveinsson biskup, Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjan sem á myndinni sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skarphéðinn Njálsson.

2.  Gunnar á Hlíðarenda.

3.  Ermarsund.

4.  Bróðir minn Ljónshjarta.

5.  DNA.

6.  Holland.

7.  Halastjörnur.

8.  Af því Shoemaker-Levi 9 rakst á Júpíter og eyddist. Nefna verður Júpíter.

9.  Björn sonur Svein Björnssonar fyrsta forseta Íslands sem var í SS-sveitunum á stríðsárunum.

10.  Torfhildur Hólm.

***

Seinni aukaspurning:

Fyrri myndin var tekin við vatnið Loch Ness í Skotlandi.

Eyjan á neðri myndinni er Tasmanía suður af Ástralíu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár