Uppljóstranirnar í Panamaskjölunum, skjalaleka frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sem komu almenningi fyrir sjónir vorið 2016, skóku heimsbyggðina og leiddu hér á landi meðal annars til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekkert er hins vegar vitað um persónu uppljóstrarans sem lak 2,6 terabætum af leyniskjölum til tveggja blaðamanna þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og hrinti af stað rannsóknum á eign þeirra ríku og voldugu sem falin er í aflandsfélögum.
Nýverið veitti uppljóstrarinn sitt fyrsta viðtal. Hann eða hún eða hán kallar sig einfaldlega „John Doe“. Uppljóstrarinn óttast nefnilega um líf sitt, stigi hann fram undir nafni eða gefi einhverjar vísbendingar um hver hann er. Sjö árum eftir að hann lét blaðamönnunum tveimur upplýsingarnar í té hafði hann aftur samband við þá, en þeir starfa nú hjá þýska blaðinu Der Spiegel. Viðtalið var tekið yfir netið og keyrt í gegnum hugbúnað sem las upp svör …
Og hvað hefur breyst annað á Íslandi en að Sigmundur var felldur á Sting ? Kerfið okkar er jafn spillt... fjórir fjölmiðlamenn finna það á eigin skinni. Enn þann dag í dag eru menn ekki að finna upplýsingar sem liggja á glámbekk og þykjustuleikir eru allstaðar í gangi. Í raun hefur íslenska kerfið versnað. Auðvitað var hægt að nafngreina uppljóstrarann... upplýsingarnar einar sér voru nóg og ávinningu fjölmiðla er margfaldur miðað við ávinning uppljóstrarans að vera í þykjustuleik um hver hann er. Haldið þið virkilega að M&F og aðrir séu ekki með þetta á tæru? Hann var langt í frá fyrsti og verður langt í frá síðasti og meðan menn eru uppfullir af umfjöllun um gögnin og eltingarleikjum við nornir og ganga ekki hart á menn að laga kerfið... verður engin breyting.
Ef ég segi ykkur að yfir 1200 íslenskir og íslenskt tengdir lögaðilar voru í viðskiftum við Bank Julius Baer frá 2005 til 2015... er einhver sem leggur í það að neita því... athugið að ég fletti í erlendu hulduheimunum eins og þið flettið í blöðunum... því það eru öngvir hulduheimar... bara algert viljaleysi til nýta sér upplýsingaleiðir og að lagfæra kerfið.
Ef enginn fer í kerfið... er einfaldlega ekki hægt að hjálpa ykkur. Sömu aðilar sitja allstaðar hringinn kringum borðið og kerfið heldur því blákalt fram viðkomandi sé ekki tengur aðili.... við sjálfan sig.
Þetta er "bara djók" eins og Jón Gnarr orðaði það svo vel.