Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Selur hlut sinn í Sýn og hættir sem forstjóri

Heið­ar Guð­jóns­son hef­ur sagt skil­ið við Sýn, fyr­ir­tæk­ið sem rek­ur með­al ann­ars Voda­fo­ne og fjöl­miðl­ana Vísi, Stöð 2 og Bylgj­una.

Selur hlut sinn í Sýn og hættir sem forstjóri
Heiðar Guðjónsson Heiðar var forstjóri Sýnar frá 2019 og stjórnarformaður þar á undan. Mynd: Sýn

Heiðar Guðjónsson hefur selt öll bréf sín í Sýn og hættir sem forstjóri fyrirtækisins. Þetta kemur fram í flöggun Seðlabankans til Kauphallar í morgun.

Félag Heiðars, Ursus ehf., átti 12,72 prósenta hlut í Sýn en á ekkert í félaginu eftir viðskiptin. Var hann stærsti einkafjárfestirinn í fyrirtækinu sem að stórum hluta er í eigu lífeyrissjóða. Söluverð hlutarins hefur ekki komið fram. Aðeins eru tæpir tveir mánuðir síðan Heiðar jók við hlut sinn í félaginu og keypti bréf fyr­ir 115 millj­ón­ir.

Heiðar hefur verið forstjóri Sýnar frá 2019 og var áður formaður stjórnar félagsins. Sýn hf. rekur meðal annars Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri tengda miðla. Laun Heiðars fyrir störf sín sem forstjóri hækkuðu í fyrra um 50 prósent, úr 3,5 milljónum króna á mánuði í 5,3 milljónir.

Mbl.is greinir frá því að Heiðar hafi sent sam­starfs­fólki sínu tilkynningu í morg­un og greint frá því að hann hafi orðið fyr­ir heilsu­bresti fyrr á þessu ári og að í kjöl­farið hafi hon­um verið ráðlagt að minnka við sig vinnu.

Auk starfa sinna hjá Sýn hefur verið greint frá öðrum verkefnum Heiðars í fjölmiðlum, meðal annars þátttöku hans í undirbúningi Svartárvirkjunar, en félag hans á 42,9 prósent í félaginu Svartárvirkjun ehf. sem staðið hefur að undirbúningu verkefnisins. Var hann einnig fyrir tíma sinn sem forstjóri Sýnar einn af helstu forsprökkum olíuleitar á Drekasvæðinu við Íslandsstrendur á vegum félagsins Eykon.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár