Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Selur hlut sinn í Sýn og hættir sem forstjóri

Heið­ar Guð­jóns­son hef­ur sagt skil­ið við Sýn, fyr­ir­tæk­ið sem rek­ur með­al ann­ars Voda­fo­ne og fjöl­miðl­ana Vísi, Stöð 2 og Bylgj­una.

Selur hlut sinn í Sýn og hættir sem forstjóri
Heiðar Guðjónsson Heiðar var forstjóri Sýnar frá 2019 og stjórnarformaður þar á undan. Mynd: Sýn

Heiðar Guðjónsson hefur selt öll bréf sín í Sýn og hættir sem forstjóri fyrirtækisins. Þetta kemur fram í flöggun Seðlabankans til Kauphallar í morgun.

Félag Heiðars, Ursus ehf., átti 12,72 prósenta hlut í Sýn en á ekkert í félaginu eftir viðskiptin. Var hann stærsti einkafjárfestirinn í fyrirtækinu sem að stórum hluta er í eigu lífeyrissjóða. Söluverð hlutarins hefur ekki komið fram. Aðeins eru tæpir tveir mánuðir síðan Heiðar jók við hlut sinn í félaginu og keypti bréf fyr­ir 115 millj­ón­ir.

Heiðar hefur verið forstjóri Sýnar frá 2019 og var áður formaður stjórnar félagsins. Sýn hf. rekur meðal annars Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri tengda miðla. Laun Heiðars fyrir störf sín sem forstjóri hækkuðu í fyrra um 50 prósent, úr 3,5 milljónum króna á mánuði í 5,3 milljónir.

Mbl.is greinir frá því að Heiðar hafi sent sam­starfs­fólki sínu tilkynningu í morg­un og greint frá því að hann hafi orðið fyr­ir heilsu­bresti fyrr á þessu ári og að í kjöl­farið hafi hon­um verið ráðlagt að minnka við sig vinnu.

Auk starfa sinna hjá Sýn hefur verið greint frá öðrum verkefnum Heiðars í fjölmiðlum, meðal annars þátttöku hans í undirbúningi Svartárvirkjunar, en félag hans á 42,9 prósent í félaginu Svartárvirkjun ehf. sem staðið hefur að undirbúningu verkefnisins. Var hann einnig fyrir tíma sinn sem forstjóri Sýnar einn af helstu forsprökkum olíuleitar á Drekasvæðinu við Íslandsstrendur á vegum félagsins Eykon.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár