Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Selur hlut sinn í Sýn og hættir sem forstjóri

Heið­ar Guð­jóns­son hef­ur sagt skil­ið við Sýn, fyr­ir­tæk­ið sem rek­ur með­al ann­ars Voda­fo­ne og fjöl­miðl­ana Vísi, Stöð 2 og Bylgj­una.

Selur hlut sinn í Sýn og hættir sem forstjóri
Heiðar Guðjónsson Heiðar var forstjóri Sýnar frá 2019 og stjórnarformaður þar á undan. Mynd: Sýn

Heiðar Guðjónsson hefur selt öll bréf sín í Sýn og hættir sem forstjóri fyrirtækisins. Þetta kemur fram í flöggun Seðlabankans til Kauphallar í morgun.

Félag Heiðars, Ursus ehf., átti 12,72 prósenta hlut í Sýn en á ekkert í félaginu eftir viðskiptin. Var hann stærsti einkafjárfestirinn í fyrirtækinu sem að stórum hluta er í eigu lífeyrissjóða. Söluverð hlutarins hefur ekki komið fram. Aðeins eru tæpir tveir mánuðir síðan Heiðar jók við hlut sinn í félaginu og keypti bréf fyr­ir 115 millj­ón­ir.

Heiðar hefur verið forstjóri Sýnar frá 2019 og var áður formaður stjórnar félagsins. Sýn hf. rekur meðal annars Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri tengda miðla. Laun Heiðars fyrir störf sín sem forstjóri hækkuðu í fyrra um 50 prósent, úr 3,5 milljónum króna á mánuði í 5,3 milljónir.

Mbl.is greinir frá því að Heiðar hafi sent sam­starfs­fólki sínu tilkynningu í morg­un og greint frá því að hann hafi orðið fyr­ir heilsu­bresti fyrr á þessu ári og að í kjöl­farið hafi hon­um verið ráðlagt að minnka við sig vinnu.

Auk starfa sinna hjá Sýn hefur verið greint frá öðrum verkefnum Heiðars í fjölmiðlum, meðal annars þátttöku hans í undirbúningi Svartárvirkjunar, en félag hans á 42,9 prósent í félaginu Svartárvirkjun ehf. sem staðið hefur að undirbúningu verkefnisins. Var hann einnig fyrir tíma sinn sem forstjóri Sýnar einn af helstu forsprökkum olíuleitar á Drekasvæðinu við Íslandsstrendur á vegum félagsins Eykon.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár