Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins

„Mik­il nátt­úru­verð­mæti rask­ast veru­lega“, seg­ir í mati Skipu­lags­stofn­un­ar á fyr­ir­hug­aðri Svar­tár­virkj­un á mörk­um Bárð­ar­dals og há­lend­is­ins fyr­ir norð­an. Stofn­un­in var­ar við rösk­un á „ein­um líf­rík­ustu og vatns­mestu lindám lands­ins“ og sér­stæðu lands­lagi með upp­lif­un­ar­gildi. Sam­kvæmt lög­um hefði ekki þurft að gera um­hverf­is­mat. Stofn­un­in seg­ir mats­skýrslu fram­kvæmda­að­il­anna skorta trú­verð­ug­leika.

Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins
Svartá Áin rennur í Skjálfandafljót af hálendinu. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Virkjun í Svartá, sem rennur af hálendinu inn í Bárðardal í Þingeyjarsveit fyrir norðan, mun „raska sérstæðu landslagi sem má ætla að hafi sérstakt upplifunargildi“, skerða varpsvæði fuglategunda á válista og eyða óvenjulíflegu vistkerfi í votlendi, samkvæmt matsskýrslu Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdaaðilarnir, SSB orka, höfðu hins vegar metið sem svo að umhverfisáhrifin væru „óveruleg eða nokkuð neikvæð“. Í skýrslu Verkís um virkjunina, sem framleiða á 9,8 megawött raforku, var „það niðurstaðan að Svartárvirkjun sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér“. 

Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði

Skipulagsstofnun leggur fram allt annað mat í dag. Skipulagsstofnun segir efnistök í frummatsskýrslu framkvæmdaaðilans „kasta rýrð á trúverðugleika matsskýrslunnar“, ekki síst þegar kemur að áhrifum á húsendur. Meðal annars er talið líklegt að búsvæði húsanda rýrist að gæðum og skerðist, en þau eru afar takmörkuð og segir Skipulagsstofnun að framkvæmdin hafi „áhrif á heildarstofn húsanda á Íslandi og þar af leiðandi í Evrópu“. Þá er, samkvæmt stofnuninni, um að ræða „einar lífríkustu og vatnsmestu lindár landsins sem renna um blásin hraun í umhverfi þar sem inngrip mannsins eru lítil auk þess sem vatnasviðið er talið alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.“

Útlit virkjunarinnarFramkvæmdaaðilar gerðu ráð fyrir að takmarka áhrif á fiskistofna, sem Fiskistofa hafði varað við að yrðu skaðleg, með því að veita farvegi framhjá virkjuninni fyrir fiska.

Í mati Skipulagsstofnunar er lýst gildi Svartársvæðisins fyrir ferðamenn. „Upplifunargildi Svartár er mikið en áin flæðir meðfram grónum bökkum um fossa, gil og flúðir um landslag þar sem gróskumiklir árbakkar kallast á við hrjóstrugt heiða- og hraunlandslag.“

Framkvæmdin myndi rýra gildi sérstæðs, fágæðs eða sérlega verðmæts landslags út frá fagurfræðilegum og menningarlegum mælistikum, að mati stofnunarinnar. „Tilkoma virkjunar mun breyta verulega upplifun af svæði næst virkjun og rýra gildi þeirrar sérstæðu landslagsheildar sem Svartá og Suðurá mynda. Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga skal stefnt að því að varðveita landslag sem er sérstætt eða fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Skipulagsstofnun telur að landslag Svartár og Suðurár falli þar undir.“

Auk áhrifa af virkjuninni, þar sem áin þurrkast upp á um þriggja kílómetra kafla, er gert ráð fyrir um 47 kílómetra löngum rafstreng í jörð. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar fyrir virkjunina, sem nær yfir um 9 hektara svæði.

Samkvæmt lögum hefði virkjunin ekki þurft að fara í heildstætt umhverfismat þar sem hún féll rétt neðan við 10 megawatta viðmið.

Fellur rétt neðan við viðmið um 10 megawött

Svartárvirkjun er fyrirhuguð allt að 9,8 megawött í afkastagetu, en í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun er viðmiðið um virkjarnir sem sæta heildstæðri greiningu og mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar 10 MW og stærri. Þetta gagnrýnir Skipulagsstofnun í niðurstöðum sínum.

„Sú virkjun sem hér er til umfjöllunar, sem er áformuð 9,8 MW, sýnir veikleika þess að ákveðið uppsett afl segi alfarið til um það hvaða framkvæmdir skulu teknar fyrir í rammaáætlun. Hér er um að ræða virkjun undir þeim stærðarmörkum sem mun að mati Skipulagsstofnunar hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif og tilefni hefði verið til að meta með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun.“

Heiðar GuðjónssonForstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, sem skráð er í íslensku kauphöllina og rekur meðal annars Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, er helsti forsprakki Svartárvirkjunar.

Vilja svæðið á náttúruminjaskrá

Meðal þeirra sem hafa varað við Svartárvirkjun eru Náttúrufræðistofnun Íslands, sem leggur til að svæðið fari á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár vegna ferskvatnsvistgerðar og fuglalífs. Einnig hefur verið stofnað sérstakt Verndarfélag Svartár og Suðurár til að vinna gegn virkjunaráformunum.

Forsprakkar Svartárvirkjunar eru hópur athafnamanna, sem Heiðar Guðjónsson, einnig forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, leiðir. Í gegnum Ursus ehf. á Heiðar 42,9% hlut í félaginu Svartárvirkjun ehf, sem er alfarið í eigu SSB Orku ehf. Aðrir eigendur eru Íslandsvirkjun ehf. með 50%, sem er í eigu Ölnis ehf, sem er aftur í eigu Auðuns Svafars Guðmundssonar og Péturs Bjarnasonar til helminga. Loks er þriðji eigandinn Stefán Ákason í gegnum Íshól ehf, með 7,1% hlut í Svartárvirkjun.

SSB Orka lagði fram frummatsskýrslu sína 1. september 2017 og hélt kynningarfund 25. september sama ár í Kiðagili í Þingeyjarsveit. Áður hafði verkefnastjórn rammaáætlunar lagt til að Skjálfandafljót yrði sett í verndarflokk. Fulltrúar Fiskistofu, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra voru sammála um að gera þyrfti umhverfismat, enda væri áin sjaldgæf á heimsvísu, að mati Fiskistofu.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna til Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Ferðamálastofu, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Landgræðslu ríkisins, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúruverndarnefndar Þingeyinga, Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. 

Loftmynd af svæðinuHópur um verndun Svartár berst gegn fyrirhugaðri virkjun.

Segja matsskýrslu framkvæmdaaðila skorta trúverðgleika

Í matsskýrslu sinni fellir Skipulagsstofnun nokkurn áfellisdóm yfir vinnubrögðum framkvæmdaaðila og segir matsskýrslu SSB Orku miða að því að „draga úr mikilvægi áhrifasvæðis framkvæmdarinnar og mögulegum áhrifum framkvæmdarinnar“. Dæmi séu um að niðurstöður athugana og ályktanir sem dregnar eru í sérfræðiskýrslum um möguleg neikvæð áhrif séu ekki reifaðar í matsskýrslunni og að óvissa um áhrif vegna takmarkaðra upplýsinga sé ekki túlkuð af varúð í samræmi við aðstæður.

„Þessi efnistök kasta rýrð á trúverðugleika matsskýrslunnar,“ segir Skipulagsstofnun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
3
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
7
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
10
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
7
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
9
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár