Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

818. spurningaþraut: Fjörður, höfuðborg, klettur, tríó, áfangi í kvennasögu

818. spurningaþraut: Fjörður, höfuðborg, klettur, tríó, áfangi í kvennasögu

Fyrri aukaspurning:

Þessi kona lærði arkitektúr í háskóla en náði síðan nokkrum frama sem höfundur grínefnis. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki lýsti yfir sjálfstæði 1846 en varð síðan hluti Bandaríkjanna?

2.  Hvað heita frumefnin tvö sem saman mynda vatn?

3.  Hvers konar bókmenntir var rithöfundurinn John le Carré þekktastur fyrir?

4.  Hvaða áfanga í kvenréttindabaráttu var náð á Alþingi 1922?

5.  Bragi Kristjónsson fornbókasali var í mörg ár fastagestur í vinsælum sjónvarpsþætti. Þátturinn er enn við lýði þótt Bragi sé horfinn úr honum. Hvaða þáttur er þetta?

6.  Hollywood-myndin The Secret Life of Walter Mitty var tekin upp hér á Íslandi 2012. Leikstjóri og aðalstjarna myndarinnar voru ein og sama persónan, er hét ... hvað?

7.  Hvaða fjörður er milli Hrútafjarðar og Húnafjarðar innst í Húnaflóa?

8.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Canberra?

9.  Nálægt hvaða þéttbýlisstað er kletturinn Systrastapi?

10.  Hvað hét tríóið sem þeir voru í, Ólafur Þórðarson, Helgi Pétursson og Ágúst Atlason?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi stytta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Texas.

2.  Vetni og súrefni.

3.  Njósnabækur.

4.  Fyrsta konan tók sæti á þingi.

5.  Kiljan.

6.  Ben Stiller.

7.  Miðfjörður.

8.  Ástralía.

9.  Kirkjubæjarklaustur.

10.  Ríó Tríó.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Zelenska. Skírnarnafn hennar er Olena en ekki er nauðsynlegt að muna það. „Eiginkona Zelenskys“ er líka rétt.

Styttan af Jan Huss er vitaskuld í Prag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár