Fyrri aukaspurning:
Á myndinni hér að ofan má meðal annars sjá kött. En hvað nefnist hitt dýrið?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er frægt svæði sem kallast „Vatnahéraðið“?
2. Hallbera, Ingibjörg, Órækja, Vilborg og Þórdís. Hver af þessum var EKKI dóttir Snorra Sturlusonar sagnaritara og höfðingja á Sturlungaöld?
3. Við hvaða listgrein fékkst Frida Kahlo?
4. Í hvaða hljómsveit spilar Keith Richards á gítar?
5. Hvað heitir sá sundmaður sem hefur unnið til fleiri verðlauna á ólympíuleikum en nokkur annar íþróttamaður?
6. Fyrir hvaða land keppti hann?
7. Hvað hét fyrsti hundurinn sem sendur var út í geiminn?
8. Út af austurströnd sunnanverðar Afríku eru fáeinar mjög litlar eyjar og svo ein ansi stór, sem er jafnframt sjálfstætt ríki. Hvað heitir eyjan sú?
9. Hversu stór er sú eyja í samanburði við Ísland? Er hún álíka stór og Ísland, fjórum sinnum stærri eða sex sinnum stærri?
10. En hvaða ríki á meginlandi Afríku er andspænis eyju þessari í vesturátt?
***
Seinni aukaspurning:
Hvar er þessi mynd tekin?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Englandi, Bretlandi.
2. Órækja. Hann var SONUR Snorra.
3. Málaralist.
4. The Rolling Stones.
5. Phelps.
6. Bandaríkin.
7. Laika.
8. Madagaskar.
9. Sex sinnum stærri en Ísland.
10. Mósambik.
***
Á efri myndinn lætur flóðsvín (á ensku capybara) vel að heimilisketti.
Neðri myndin er tekin í Súez-skurðinum.
Athugasemdir (3)