Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

811. spurningaþrautin: Hvað er sólin mikill hluti sólkerfisins?

811. spurningaþrautin: Hvað er sólin mikill hluti sólkerfisins?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Við svolítinn þéttbýlisstað hér á landi hefur á undanförnum áratugum risið hjólhýsabyggð en nú er sveitarfélagið að uppræta hana af öryggisástæðum, eigendum hjólhýsanna til lítillar hamingju. Hvar hefur þessi byggð verið?

2.  Árið 1830 birti Bandaríkjamaðurinn Joseph Smith bók sem hann kvaðst hafa fundið og varð þessi útgáfa kveikjan að nýrri trúarhreyfingu sem óx og dafnaði og lifir enn. Hvaða hreyfing er það?

3.  Þeir sem aðhyllast trú þessa eru langflestir búsettir í tilteknu ríki Bandaríkjanna. Hvaða heitir það?

4.  Halldór Laxness skrifaði skáldsögu um mann sem tók að aðhyllast trú þessa. Hvað heitir skáldsagan?

5.  Hvaða tveir litir eru í kínverska fánanum?

6.  „Þúsund vatna landið,“ hvaða land er stundum kallað svo?

7.  Raunin er þó sú að í mörgum löndum heims eru fleiri vötn en í þessu „þúsund vatna landi“. Í hvaða landi eru flest stöðuvötn?

8.  Sólkerfið okkar samanstendur af sólinni, átta plánetum mjög misstórum, þó nokkrum dvergplánetum og ótölulegum grúa af tunglum, loftsteinum, halastjörnum og smástirnum. Sólin er náttúrlega lang stærsti og þyngsti hluturinn í sólkerfinu, en hve mörg prósent er hún af heildarmassa sólkerfisins? Hér má skeika 1,8 prósenti til eða frá.

9.  Fyrir ári var greint frá því í fréttum að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfundur væru eða ætluðu að skrifa saman reyfara. Nú hefur þessi reyfari aftur komist í sviðsljósið. Hvers vegna?

10.  Sigurður Kári Kristjánsson var þingmaður nær samfellt frá 2003-2011. Fyrir hvaða flokk?

***

Seinni aukaspurning:

Þær fimm einföldu setningar sem sjást hér að neðan eru skrifaðar á tungumáli sem nú er nærri útdautt. Það var reyndar skrifað með öðru letri en hér eru setningarnar skráðar með latnesku letri. Hvaða tungumál er hér um að ræða?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Laugarvatn.

2.  Mormónar.

3.  Utah.

4.  Paradísarheimt.

5.  Gulur og rauður.

6.  Finnland.

7.  Kanada.

8.  Sólin er 99,8 prósent sólkerfisins, svo rétt telst vera allt frá 98-99,999999 prósent.

9.  Vegna þess að Katrín þarf vegna bókaskrifanna að sækja um undanþágu frá lögum um að ráðherrar skuli ekki taka að sér önnur störf.

10.  Sjálfstæðisflokkinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngstjarnan Dolly Parton.

Setningarnar á neðri myndinni eru á jiddísku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu