Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

811. spurningaþrautin: Hvað er sólin mikill hluti sólkerfisins?

811. spurningaþrautin: Hvað er sólin mikill hluti sólkerfisins?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Við svolítinn þéttbýlisstað hér á landi hefur á undanförnum áratugum risið hjólhýsabyggð en nú er sveitarfélagið að uppræta hana af öryggisástæðum, eigendum hjólhýsanna til lítillar hamingju. Hvar hefur þessi byggð verið?

2.  Árið 1830 birti Bandaríkjamaðurinn Joseph Smith bók sem hann kvaðst hafa fundið og varð þessi útgáfa kveikjan að nýrri trúarhreyfingu sem óx og dafnaði og lifir enn. Hvaða hreyfing er það?

3.  Þeir sem aðhyllast trú þessa eru langflestir búsettir í tilteknu ríki Bandaríkjanna. Hvaða heitir það?

4.  Halldór Laxness skrifaði skáldsögu um mann sem tók að aðhyllast trú þessa. Hvað heitir skáldsagan?

5.  Hvaða tveir litir eru í kínverska fánanum?

6.  „Þúsund vatna landið,“ hvaða land er stundum kallað svo?

7.  Raunin er þó sú að í mörgum löndum heims eru fleiri vötn en í þessu „þúsund vatna landi“. Í hvaða landi eru flest stöðuvötn?

8.  Sólkerfið okkar samanstendur af sólinni, átta plánetum mjög misstórum, þó nokkrum dvergplánetum og ótölulegum grúa af tunglum, loftsteinum, halastjörnum og smástirnum. Sólin er náttúrlega lang stærsti og þyngsti hluturinn í sólkerfinu, en hve mörg prósent er hún af heildarmassa sólkerfisins? Hér má skeika 1,8 prósenti til eða frá.

9.  Fyrir ári var greint frá því í fréttum að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfundur væru eða ætluðu að skrifa saman reyfara. Nú hefur þessi reyfari aftur komist í sviðsljósið. Hvers vegna?

10.  Sigurður Kári Kristjánsson var þingmaður nær samfellt frá 2003-2011. Fyrir hvaða flokk?

***

Seinni aukaspurning:

Þær fimm einföldu setningar sem sjást hér að neðan eru skrifaðar á tungumáli sem nú er nærri útdautt. Það var reyndar skrifað með öðru letri en hér eru setningarnar skráðar með latnesku letri. Hvaða tungumál er hér um að ræða?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Laugarvatn.

2.  Mormónar.

3.  Utah.

4.  Paradísarheimt.

5.  Gulur og rauður.

6.  Finnland.

7.  Kanada.

8.  Sólin er 99,8 prósent sólkerfisins, svo rétt telst vera allt frá 98-99,999999 prósent.

9.  Vegna þess að Katrín þarf vegna bókaskrifanna að sækja um undanþágu frá lögum um að ráðherrar skuli ekki taka að sér önnur störf.

10.  Sjálfstæðisflokkinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngstjarnan Dolly Parton.

Setningarnar á neðri myndinni eru á jiddísku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár