Fyrri aukaspurning:
Hver er konan?
***
Aðalspurningar:
1. Við svolítinn þéttbýlisstað hér á landi hefur á undanförnum áratugum risið hjólhýsabyggð en nú er sveitarfélagið að uppræta hana af öryggisástæðum, eigendum hjólhýsanna til lítillar hamingju. Hvar hefur þessi byggð verið?
2. Árið 1830 birti Bandaríkjamaðurinn Joseph Smith bók sem hann kvaðst hafa fundið og varð þessi útgáfa kveikjan að nýrri trúarhreyfingu sem óx og dafnaði og lifir enn. Hvaða hreyfing er það?
3. Þeir sem aðhyllast trú þessa eru langflestir búsettir í tilteknu ríki Bandaríkjanna. Hvaða heitir það?
4. Halldór Laxness skrifaði skáldsögu um mann sem tók að aðhyllast trú þessa. Hvað heitir skáldsagan?
5. Hvaða tveir litir eru í kínverska fánanum?
6. „Þúsund vatna landið,“ hvaða land er stundum kallað svo?
7. Raunin er þó sú að í mörgum löndum heims eru fleiri vötn en í þessu „þúsund vatna landi“. Í hvaða landi eru flest stöðuvötn?
8. Sólkerfið okkar samanstendur af sólinni, átta plánetum mjög misstórum, þó nokkrum dvergplánetum og ótölulegum grúa af tunglum, loftsteinum, halastjörnum og smástirnum. Sólin er náttúrlega lang stærsti og þyngsti hluturinn í sólkerfinu, en hve mörg prósent er hún af heildarmassa sólkerfisins? Hér má skeika 1,8 prósenti til eða frá.
9. Fyrir ári var greint frá því í fréttum að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfundur væru eða ætluðu að skrifa saman reyfara. Nú hefur þessi reyfari aftur komist í sviðsljósið. Hvers vegna?
10. Sigurður Kári Kristjánsson var þingmaður nær samfellt frá 2003-2011. Fyrir hvaða flokk?
***
Seinni aukaspurning:
Þær fimm einföldu setningar sem sjást hér að neðan eru skrifaðar á tungumáli sem nú er nærri útdautt. Það var reyndar skrifað með öðru letri en hér eru setningarnar skráðar með latnesku letri. Hvaða tungumál er hér um að ræða?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Laugarvatn.
2. Mormónar.
3. Utah.
4. Paradísarheimt.
5. Gulur og rauður.
6. Finnland.
7. Kanada.
8. Sólin er 99,8 prósent sólkerfisins, svo rétt telst vera allt frá 98-99,999999 prósent.
9. Vegna þess að Katrín þarf vegna bókaskrifanna að sækja um undanþágu frá lögum um að ráðherrar skuli ekki taka að sér önnur störf.
10. Sjálfstæðisflokkinn.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er söngstjarnan Dolly Parton.
Setningarnar á neðri myndinni eru á jiddísku.
Athugasemdir (1)