Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, gagnrýnir harðlega vinnubrögð íslensku sendinefndarinnar, sem send var á vegum Úrvinnslusjóðs til að rannsaka hvernig mikið magn af plasti frá íslenskum heimilum endaði í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefndin skilaði af sér skýrslu um málið í febrúar en sú skýrsla endaði á borðum Ríkisendurskoðunar, Alþingis og Umhverfisráðuneytisins. Stundin sýndi fram á að skýrslan stæðist vart skoðun og að ýmislegt sem þar kæmi fram væri ekki rétt.
Rekstrarstjóri endurvinnslufyrirtækisins Terra og framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins voru í sendinefndinni auk rekstrarstjóra vöruflokka hjá Úrvinnslusjóði. Allir eru þeir í forsvari fyrir fyrirtæki eða yfirvöld sem höfðu sent plastið sem fannst í vöruhúsinu til Svíþjóðar. Tryggvi, formaður Landverndar segir í samtali við Stundina að honum finnist miður að hagsmunaaðilar hafi tekið þátt í rannsókninni.
„Mér finnst afar miður hvernig Úrvinnslusjóður, Terra og Íslenska gámafélagið hafa staðið að þessari svokölluðu rannsókn. Í fyrsta lagi dregur …
Athugasemdir