Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

801. spurningaþraut: Hver var atvinna Vladimirs Komarovs?

801. spurningaþraut: Hver var atvinna Vladimirs Komarovs?

Fyrri aukaspurning:

Hver er kona þessi?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi var fótbolti í núverandi mynd „fundinn upp“? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

2.  Í hvaða heimsálfu er eyjan Borneó?

3.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Jaws um risastóran hákarl?

4.  Þann 24. apríl 1967 lést Rússinn Vladimir Komarov í vinnuslysi. Hann var fyrsti maðurinn í nýrri stétt manna sem lét lífið við störf og framan af var margt á huldu um dauða hans. Síðan hafa fleiri hans líkar dáið við störf en þó ekki margir, enda er þetta ekki fjölmenn stétt. Hvað var starf Komarovs, sem kostaði hann lífið?

5.  Hvað kallast höfuðborg Írlands, Dublin, í íslenskum heimildum fornum?

6.  Hvaða hljómsveit söng um Sigurjón digra?

7.  „Sagan segir frá því er tröll hugðust hrekja bónda burtu af býli sínu, í dal nokkrum, þar sem þau höfðu þegar hrakið alla aðra bændur á brott. Með góðri hjálp álfa, tekst að koma tröllunum á kné og allt endar vel.“ Þannig er lýst söguþræði íslenskrar kvikmyndar sem frumsýnd var 1950. Hvað hét hún?

8.  Á eftir guðspjöllunum fjórum í Nýja testamentinu kemur sérstök bók sem heldur áfram frásögninni eftir að Jesú hefur verið krossfestur. Hvað heitir sú Biblíubók?

9.  Þegar Íslendingar féllust á að taka við bandarísku herliði sumarið 1941, sem koma skyldi í stað Breta, þá settu íslensk stjórnvöld ákveðið leynilegt skilyrði varðandi komu bandarísku hermannanna. Hvað var það?

10.  Hér fylgir listi af tíu fjölmennustu borgum Bandaríkjanna: New York, New York-ríki — Los Angeles, Kaliforníu — Chicago, Illinois — Phoenix, Arizona — San Antonio, Texas — Philadelphia, Pennsylvaníu — San Diego, Kaliforníu — Dallas, Texas — Austin, Texas. Nema hvað þær eru bara níu, það vantar eina. Hvaða borg í Bandaríkjunum vantar einhvers staðar í þennan lista yfir fjölmennustu borgirnar? Þið þurfið ekki að hafa númerið, bara nafnið.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða höfuðborg, sem er ekki allfjarri okkur, má sjá hér ofan frá?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  England. Bretland er ekki rétt.

2.  Asíu.

3.  Spielberg.

4.  Hann var geimfari.

5.  Dyflinni.

6.  Stuðmenn.

7.  Síðasti bærinn í dalnum.

8.  Postulasagan.

9.  Að hingað kæmu ekki svartir hermenn.

10.  Houston í Texas er fjórða fjölmennasta borg Bandaríkjanna. (Ef einhver bjóst við San Francisco, þá er hún í 17. sæti.)

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Faye Dunaway filmstjarna.

Á neðri myndinni má sjá yfir Stokkhólm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MLS
    Magnús Líndal Sigurgeirsson skrifaði
    Voru það ekki geimfarar sem létust í geimskutluslysinu forðum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár