Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

801. spurningaþraut: Hver var atvinna Vladimirs Komarovs?

801. spurningaþraut: Hver var atvinna Vladimirs Komarovs?

Fyrri aukaspurning:

Hver er kona þessi?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi var fótbolti í núverandi mynd „fundinn upp“? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

2.  Í hvaða heimsálfu er eyjan Borneó?

3.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Jaws um risastóran hákarl?

4.  Þann 24. apríl 1967 lést Rússinn Vladimir Komarov í vinnuslysi. Hann var fyrsti maðurinn í nýrri stétt manna sem lét lífið við störf og framan af var margt á huldu um dauða hans. Síðan hafa fleiri hans líkar dáið við störf en þó ekki margir, enda er þetta ekki fjölmenn stétt. Hvað var starf Komarovs, sem kostaði hann lífið?

5.  Hvað kallast höfuðborg Írlands, Dublin, í íslenskum heimildum fornum?

6.  Hvaða hljómsveit söng um Sigurjón digra?

7.  „Sagan segir frá því er tröll hugðust hrekja bónda burtu af býli sínu, í dal nokkrum, þar sem þau höfðu þegar hrakið alla aðra bændur á brott. Með góðri hjálp álfa, tekst að koma tröllunum á kné og allt endar vel.“ Þannig er lýst söguþræði íslenskrar kvikmyndar sem frumsýnd var 1950. Hvað hét hún?

8.  Á eftir guðspjöllunum fjórum í Nýja testamentinu kemur sérstök bók sem heldur áfram frásögninni eftir að Jesú hefur verið krossfestur. Hvað heitir sú Biblíubók?

9.  Þegar Íslendingar féllust á að taka við bandarísku herliði sumarið 1941, sem koma skyldi í stað Breta, þá settu íslensk stjórnvöld ákveðið leynilegt skilyrði varðandi komu bandarísku hermannanna. Hvað var það?

10.  Hér fylgir listi af tíu fjölmennustu borgum Bandaríkjanna: New York, New York-ríki — Los Angeles, Kaliforníu — Chicago, Illinois — Phoenix, Arizona — San Antonio, Texas — Philadelphia, Pennsylvaníu — San Diego, Kaliforníu — Dallas, Texas — Austin, Texas. Nema hvað þær eru bara níu, það vantar eina. Hvaða borg í Bandaríkjunum vantar einhvers staðar í þennan lista yfir fjölmennustu borgirnar? Þið þurfið ekki að hafa númerið, bara nafnið.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða höfuðborg, sem er ekki allfjarri okkur, má sjá hér ofan frá?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  England. Bretland er ekki rétt.

2.  Asíu.

3.  Spielberg.

4.  Hann var geimfari.

5.  Dyflinni.

6.  Stuðmenn.

7.  Síðasti bærinn í dalnum.

8.  Postulasagan.

9.  Að hingað kæmu ekki svartir hermenn.

10.  Houston í Texas er fjórða fjölmennasta borg Bandaríkjanna. (Ef einhver bjóst við San Francisco, þá er hún í 17. sæti.)

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Faye Dunaway filmstjarna.

Á neðri myndinni má sjá yfir Stokkhólm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MLS
    Magnús Líndal Sigurgeirsson skrifaði
    Voru það ekki geimfarar sem létust í geimskutluslysinu forðum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
5
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár