Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?

794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?

Fyrri aukaspurning:

Ég ætla ekkert að fara í felur með hvað það góða fólk heitir sem sjá má á samsettu myndinni hér að ofan. Þau heita: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Spurningin er hins vegar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkastið? — og hér þarf svarið að vera þokkalega nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  SÁÁ komu til sögunnar 1977. Fyrir hvað stóð skammstöfunin?

2.  Hver fékk um daginn skömm í hattinn fyrir að segja mömmu sinni leyndarmál?

3.  Hvað heitir fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem hefur brátt keppni á Evrópumeistaramóti kvenna?

4.  Skrímsli eitt ógurlegt nefndist Mínótárus. Hvernig var það útlits?

5.  Hvar hélt Mínótárus til?

6.  Í hvaða dal er hinn eini sanni Hraundrangi?

7.  Undir dranganum er bærinn Hraun og hver fæddist þar, frægastur karla?

8.  Haraldur Franklín Magnús er um þessar mundir einn helsti afreksmaður Íslands í ... ja, hverju?

9.  Í hvaða bæ hefur íþróttafélagið HK aðsetur?

10.  Hvað þýðir nafnarunan Crosby, Stills, Nash og Young?  Er það: Eyjar norður af strönd Kanada? — Helstu bófar og aðstoðarmenn Al Capone á bannárunum í Chicago? — Hljómsveit á hippatímanum? — Lögfræðistofa sem kom við sögu í Panama-skjölunum? — Þingmenn breska Íhaldsflokksins sem lýst hafa andstöðu við Boris Johnson?

***

Seinni aukaspurning: Laust fyrir árið 800 var framið á þessum stað ansi hrottalegt ofbeldisverk, sem síðan hefur verið talið hafa boðað nýja og verri tíma á stóru svæði. Hvað heitir þessi hnarreisti staður?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Samtök áhugafólks um áfengisvandann. Nú munu samtökin heita Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, en áfengisvandinn dugir í þetta sinn.

2.  Yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar. Raunar var um að ræða leyniþjónustu danska hersins en óþarfi að taka það fram.

3.  Sara Björk.

4.  Nautshöfuð á mannsskrokki.

5.  Á Krít.

6.  Öxnadal.

7.  Jónas Hallgrímsson.

8.  Golfi.

9.  Kópavogi.

10.  Hljómsveit á hippatímanum.

Fjórir kátir félagar

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni eru þrír nýkjörnir borgarfulltrúar í Reykjavík, þau sem náðu kjöri af lista Framsóknarflokksins í kjölfar vinsælda Einars Þorsteinssonar. Nefna verður Framsóknarflokkinn; borgarfulltrúar almennt dugar ekki.

Á neðri myndinni er klaustrið Lindisfarne á strönd Norður-Englands en norrænir víkingar réðust á klaustrið 793 og er atburðurinn talinn marka upphaf víkingaaldar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu