Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?

794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?

Fyrri aukaspurning:

Ég ætla ekkert að fara í felur með hvað það góða fólk heitir sem sjá má á samsettu myndinni hér að ofan. Þau heita: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Spurningin er hins vegar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkastið? — og hér þarf svarið að vera þokkalega nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  SÁÁ komu til sögunnar 1977. Fyrir hvað stóð skammstöfunin?

2.  Hver fékk um daginn skömm í hattinn fyrir að segja mömmu sinni leyndarmál?

3.  Hvað heitir fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem hefur brátt keppni á Evrópumeistaramóti kvenna?

4.  Skrímsli eitt ógurlegt nefndist Mínótárus. Hvernig var það útlits?

5.  Hvar hélt Mínótárus til?

6.  Í hvaða dal er hinn eini sanni Hraundrangi?

7.  Undir dranganum er bærinn Hraun og hver fæddist þar, frægastur karla?

8.  Haraldur Franklín Magnús er um þessar mundir einn helsti afreksmaður Íslands í ... ja, hverju?

9.  Í hvaða bæ hefur íþróttafélagið HK aðsetur?

10.  Hvað þýðir nafnarunan Crosby, Stills, Nash og Young?  Er það: Eyjar norður af strönd Kanada? — Helstu bófar og aðstoðarmenn Al Capone á bannárunum í Chicago? — Hljómsveit á hippatímanum? — Lögfræðistofa sem kom við sögu í Panama-skjölunum? — Þingmenn breska Íhaldsflokksins sem lýst hafa andstöðu við Boris Johnson?

***

Seinni aukaspurning: Laust fyrir árið 800 var framið á þessum stað ansi hrottalegt ofbeldisverk, sem síðan hefur verið talið hafa boðað nýja og verri tíma á stóru svæði. Hvað heitir þessi hnarreisti staður?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Samtök áhugafólks um áfengisvandann. Nú munu samtökin heita Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, en áfengisvandinn dugir í þetta sinn.

2.  Yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar. Raunar var um að ræða leyniþjónustu danska hersins en óþarfi að taka það fram.

3.  Sara Björk.

4.  Nautshöfuð á mannsskrokki.

5.  Á Krít.

6.  Öxnadal.

7.  Jónas Hallgrímsson.

8.  Golfi.

9.  Kópavogi.

10.  Hljómsveit á hippatímanum.

Fjórir kátir félagar

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni eru þrír nýkjörnir borgarfulltrúar í Reykjavík, þau sem náðu kjöri af lista Framsóknarflokksins í kjölfar vinsælda Einars Þorsteinssonar. Nefna verður Framsóknarflokkinn; borgarfulltrúar almennt dugar ekki.

Á neðri myndinni er klaustrið Lindisfarne á strönd Norður-Englands en norrænir víkingar réðust á klaustrið 793 og er atburðurinn talinn marka upphaf víkingaaldar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu