Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

782. spurningaþraut: Til lukku með daginn, Íslendingar og gestir allir!

782. spurningaþraut: Til lukku með daginn, Íslendingar og gestir allir!

Á þessum þjóðhátíðardegi er þessum spurningum hér enn ósvarað!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir höndin sem við sjáum á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét fyrsta kona heimsins samkvæmt norrænni goðafræði?

2.  En karlinn?

3.  Goðsagnir eru sumar ansi skyldar. Í goðsögum Grikkja segir m.a. frá karli að nafni Devkalíon en segja má að hann eigi sér samsvörun í gyðinglegum goðsögum. Devkalíon er nefnilega hinn gríski ... hver?

4.   Á hvaða óvenjulega stað í Reykjavík er þingmaðurinn Tryggvi Gunnarsson grafinn 1917?

5.  Hvaða heimsfræga íþróttakeppni hefur verið haldin árlega í Frakklandi frá 1903 nema á árum heimsstyrjaldanna tveggja?

6.  Hvaða víðfræga bygging er í borginni Agra á Indlandi?

7.  Árið 1953 dó aðeins 29 ára gamall einn rómaðasti country-söngvari Bandaríkjanna og þar með heimsins. Hann hafði farið afar illa með sig af drykkju og dópi en í hugum þeirra sem unna country-tónlist er hann öllum enn í fersku minni. Hvað hét hann?

8.  Í hvaða innhafi er Borgundarhólmur?

9.  Skotar hugsa gjarnan til sjálfstæðis eins og við vitum. En hversu margir eru íbúar Skotlands? Eru þeir 1,4 milljónir — 5,4 milljónir — 10,4 milljónir — 15.4 milljónir — 20,4 milljónir, eða 25,4 milljónir?

10.  Christian Griepenkerl hét maður, þýskur málari fæddur 1839. Um miðjan aldur gerðist hann prófessor við listaháskóla í borg einni og varð áhrifamikill kennari. Hversu áhrifamikill hann var vissi þó enginn fyrr en löngu eftir að hann dó 1916. Hvert er tilkall Griepenkerls til frægðar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fólkið á myndinni hér að neðan?

Þið verðið að sjálfsögðu að hafa bæði nöfnin rétt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Embla.

2.  Askur.

3.  Nói.

4.  Í Alþingisgarðinum.

5.  Tour de France hjólreiðakeppnin.

6.  Taj Mahal.

7.  Hank Williams.

Hank Williams

8.  Eystrasalti.

9.  Skotar eru 5,4 milljónir.

10.   Hann hafnaði umsókn Adolfs Hitlers í listakademíu Vínarborgar — og það tvívegis. Ef Hitler hefði fengið tækifæri til að einbeita sér að listferli sínum hefði margt farið öðruvísi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fullt hús.

Á neðri myndinni eru Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár