Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

782. spurningaþraut: Til lukku með daginn, Íslendingar og gestir allir!

782. spurningaþraut: Til lukku með daginn, Íslendingar og gestir allir!

Á þessum þjóðhátíðardegi er þessum spurningum hér enn ósvarað!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir höndin sem við sjáum á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét fyrsta kona heimsins samkvæmt norrænni goðafræði?

2.  En karlinn?

3.  Goðsagnir eru sumar ansi skyldar. Í goðsögum Grikkja segir m.a. frá karli að nafni Devkalíon en segja má að hann eigi sér samsvörun í gyðinglegum goðsögum. Devkalíon er nefnilega hinn gríski ... hver?

4.   Á hvaða óvenjulega stað í Reykjavík er þingmaðurinn Tryggvi Gunnarsson grafinn 1917?

5.  Hvaða heimsfræga íþróttakeppni hefur verið haldin árlega í Frakklandi frá 1903 nema á árum heimsstyrjaldanna tveggja?

6.  Hvaða víðfræga bygging er í borginni Agra á Indlandi?

7.  Árið 1953 dó aðeins 29 ára gamall einn rómaðasti country-söngvari Bandaríkjanna og þar með heimsins. Hann hafði farið afar illa með sig af drykkju og dópi en í hugum þeirra sem unna country-tónlist er hann öllum enn í fersku minni. Hvað hét hann?

8.  Í hvaða innhafi er Borgundarhólmur?

9.  Skotar hugsa gjarnan til sjálfstæðis eins og við vitum. En hversu margir eru íbúar Skotlands? Eru þeir 1,4 milljónir — 5,4 milljónir — 10,4 milljónir — 15.4 milljónir — 20,4 milljónir, eða 25,4 milljónir?

10.  Christian Griepenkerl hét maður, þýskur málari fæddur 1839. Um miðjan aldur gerðist hann prófessor við listaháskóla í borg einni og varð áhrifamikill kennari. Hversu áhrifamikill hann var vissi þó enginn fyrr en löngu eftir að hann dó 1916. Hvert er tilkall Griepenkerls til frægðar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fólkið á myndinni hér að neðan?

Þið verðið að sjálfsögðu að hafa bæði nöfnin rétt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Embla.

2.  Askur.

3.  Nói.

4.  Í Alþingisgarðinum.

5.  Tour de France hjólreiðakeppnin.

6.  Taj Mahal.

7.  Hank Williams.

Hank Williams

8.  Eystrasalti.

9.  Skotar eru 5,4 milljónir.

10.   Hann hafnaði umsókn Adolfs Hitlers í listakademíu Vínarborgar — og það tvívegis. Ef Hitler hefði fengið tækifæri til að einbeita sér að listferli sínum hefði margt farið öðruvísi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fullt hús.

Á neðri myndinni eru Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
2
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár