Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

782. spurningaþraut: Til lukku með daginn, Íslendingar og gestir allir!

782. spurningaþraut: Til lukku með daginn, Íslendingar og gestir allir!

Á þessum þjóðhátíðardegi er þessum spurningum hér enn ósvarað!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir höndin sem við sjáum á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét fyrsta kona heimsins samkvæmt norrænni goðafræði?

2.  En karlinn?

3.  Goðsagnir eru sumar ansi skyldar. Í goðsögum Grikkja segir m.a. frá karli að nafni Devkalíon en segja má að hann eigi sér samsvörun í gyðinglegum goðsögum. Devkalíon er nefnilega hinn gríski ... hver?

4.   Á hvaða óvenjulega stað í Reykjavík er þingmaðurinn Tryggvi Gunnarsson grafinn 1917?

5.  Hvaða heimsfræga íþróttakeppni hefur verið haldin árlega í Frakklandi frá 1903 nema á árum heimsstyrjaldanna tveggja?

6.  Hvaða víðfræga bygging er í borginni Agra á Indlandi?

7.  Árið 1953 dó aðeins 29 ára gamall einn rómaðasti country-söngvari Bandaríkjanna og þar með heimsins. Hann hafði farið afar illa með sig af drykkju og dópi en í hugum þeirra sem unna country-tónlist er hann öllum enn í fersku minni. Hvað hét hann?

8.  Í hvaða innhafi er Borgundarhólmur?

9.  Skotar hugsa gjarnan til sjálfstæðis eins og við vitum. En hversu margir eru íbúar Skotlands? Eru þeir 1,4 milljónir — 5,4 milljónir — 10,4 milljónir — 15.4 milljónir — 20,4 milljónir, eða 25,4 milljónir?

10.  Christian Griepenkerl hét maður, þýskur málari fæddur 1839. Um miðjan aldur gerðist hann prófessor við listaháskóla í borg einni og varð áhrifamikill kennari. Hversu áhrifamikill hann var vissi þó enginn fyrr en löngu eftir að hann dó 1916. Hvert er tilkall Griepenkerls til frægðar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fólkið á myndinni hér að neðan?

Þið verðið að sjálfsögðu að hafa bæði nöfnin rétt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Embla.

2.  Askur.

3.  Nói.

4.  Í Alþingisgarðinum.

5.  Tour de France hjólreiðakeppnin.

6.  Taj Mahal.

7.  Hank Williams.

Hank Williams

8.  Eystrasalti.

9.  Skotar eru 5,4 milljónir.

10.   Hann hafnaði umsókn Adolfs Hitlers í listakademíu Vínarborgar — og það tvívegis. Ef Hitler hefði fengið tækifæri til að einbeita sér að listferli sínum hefði margt farið öðruvísi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fullt hús.

Á neðri myndinni eru Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum
6
Fréttir

Eng­in svör borist frá Bakka­var­ar­bræðr­um

Kjara­deilu starfs­fólks í verk­smiðju Bakka­var­ar í Bretlandi er hvergi nærri lok­ið. Sendi­nefnd á veg­um breska stétt­ar­fé­lags­ins kom ný­ver­ið til lands­ins til að ná at­hygli bræðr­anna Lýðs og Ág­ústs Guð­munds­sona og þrýsta á þá til að beita sér fyr­ir því að leysa úr kjara­deil­unni. Eng­in svör hafa borist frá bræðr­un­um og út­lit er fyr­ir að verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­manna muni drag­ast fram yf­ir des­em­ber.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár