Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“

Hauk­ur Hauks­son hef­ur ver­ið frétta­rit­ari í Moskvu í þrjá ára­tugi og hef­ur nú far­ið í þrjár boðs­ferð­ir með rúss­neska hern­um í Aust­ur-Úkraínu. Hauk­ur tel­ur fjölda­morð Rússa í Bucha „hlægi­legt dæmi“ um „setup“, en trú­ir því ekki að rúss­neski her­inn blekki hann.

Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Með nýjum borgarstjóra Haukur Hauksson, til hægri, íslenski fréttaritarinn í Moskvu, er hér með nýjum borgarstjóra iðnaðar- og strandborgarinnar Berdiansk við Azovhaf, skammt suðvestur af Mariupol, í Zaporizhzhia-héraði. Um er að ræða nýjan borgarstjóra sem setulið Rússa kom til valda.

„Haukur Hauksson, Moskvu,“ heyrðu Íslendingar reglulega í útvarpsfréttum um tuttugu ára skeið, þegar fréttaritari Ríkisútvarpsins hafði miðlað atburðum frá Sovétríkjunum og síðar Rússneska sambandslýðveldinu til íslensks almennings.

Haukur er ennþá að miðla fréttum, eftir 32 ára búsetu í Rússlandi, nú frá austurhluta Úkraínu, eða Donbass. Í stað Ríkisútvarpsins heyrist rödd hans nú reglulega á Útvarpi Sögu. En nú er Haukur að færa út kvíarnar og birtir efni á Youtube og Facebook fyrir íslenska og alþjóðlega áhorfendur. 

Nýlega birti hann myndbönd af sjálfum sér á ferð með rússneskum hermönnum og fréttamönnum í boði rússneskra hermálayfirvalda, þar sem hann sýndi nasískt veggjakrot, sem undirbyggja á eina meginréttlætingu Vladimirs Pútíns fyrir innrásinni í Úkraínu: Að losa þetta land, sem leitt er af Gyðingi, undan nasisma, og frelsa Rússa og rússneska tungu, undan kúgun stjórnvalda sem leidd eru af rússneskumælandi forseta. 

Haukur hefur áhyggjur af ritskoðun fjölmiðla í Rússlandi og einræðisstefnu Pútíns, en telur …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (17)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Þorsteinn Sigurðsson skrifaði
  SORRÍ EN ÉG ER EKKI AÐ KAUPA ÞETTA!
  Er fréttaritari RÚV virkilega að meina þetta eða er hann að kalla á hjálp? Í grein sinni segir hann orðrétt :
  "Að losa þetta land, sem leitt er af Gyðingi, undan nasisma, og frelsa Rússa og rússneska tungu, undan kúgun stjórnvalda sem leidd eru af rússneskumælandi forseta."
  Sorrí en þetta er bara allt of heimskt til að geta kallast heilbrigð hugsun eða heilbrigð rök!
  Annaðhvort er verið að mata almenning í Rússlandi með hugarbreitandi eiturefnum eða að maðurinn er bara búinn að koma sér í fasistaklemmu þar sem lífi hans er ógnað! Halló?
  Og hvað ætla Íslensk stjórnvöld að gera í þessu???
  0
  • Þorsteinn Sigurðsson skrifaði
   Íslenski erindrekinn þarf að nálgast þennan mann og spurja hann í einrúmi "Ertu í lífshættu?". Ef hann játar þá þarf að kippa honum BEINT út úr landinu með aðstandendum undir diplómatískri vernd! Halló?
   0
 • Kolbeinn Jósepsson skrifaði
  Heilaþvottur.ru
  Hverjum væri boðið í svona ferð gegn eðlilegri gagnrýni 🤣
  2
 • Anna Bjarnadóttir skrifaði
  Haukur virðist vera í miklum metum á Útvarpi Sögu. Eru stjórnendur þar á bæ ekki einmitt skoðanabræður hans og systur?
  3
 • SH
  Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
  Menn leituðu að stuðningsmönnum nasista, en þeim tókst að fela sig. Hér tekst engum að fela sig. Nafn Hauks mun verða bundið stríðsglæpum Pútíns um ókomna tíð.
  3
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Í Rússlandi er ekki annað í boði en að styðja Pútín og sérstakar hernaðaraðgerðir hans í Úkraínu. Að öðrum kosti bíður manns fangelsisvist jafnvel í fimmtán ár eða lengur ef maður er heppinn. Hinir óheppnu eru teknir af lífi.
  3
  • Kolbeinn Jósepsson skrifaði
   Jafnvel spurning hvort væri ekki betra að vera tekinn af lífi en lenda í gúllaginu...
   0
 • SVS
  Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
  Við skulum vona að Haukur hafi vatnsklósett heima hjá sér í Rússlandi en fimmtungi íbúa landsins vantar slíkt að sögn Moscow Times https://www.themoscowtimes.com/2019/04/02/indoor-plumbing-still-a-pipe-dream-for-20-of-russian-households-reports-say-a65049
  Um leið er sagt að rússneskir auðmenn hafi stungið allt að 1000 milljörðum dollara undan og falið á Vesturlöndum, væntanlega með blessun harðstjórans Pútíns enda hann sagður hafa stolið gífurlegum fjárhæðum og sent vestur. Ráðamenn á Vesturlöndum vilja nú athuga hvort hægt væri að þjóðnýti þýfið og nota til uppbyggingar í Úkraínu. Það mætti líka nota einhvern hluta fjárins til að útvega Rússum almennileg klóssett og koma vitinu fyrir Moskvu-Haukinn.
  10
  • Kolbeinn Jósepsson skrifaði
   Hann er amk. kominn með "goodwill" með því að skrifa falsgrein sem íslenskir fjölmiðlar velja að dreifa #skítdreifarar
   0
 • Tryggvi Sigfusson skrifaði
  Haukur Hauksson gétur örugglega líka fengið það staðfest í Kreml að jörðin sé flöt
  6
  • Tryggvi Sigfusson skrifaði
   Fyrrum samstarfs maður Jónar Tryggvason fékk pláss til að bulla á Stundinni í upphafi stríðsins, kænski Stundin fái borbað fyrir bull? https://www.visir.is/g/2008208518176/islenskir-fjarfestar-kaupa-apotekakedju-i-ukrainu
   0
 • Sigurgeir Vilmundarson skrifaði
  Sér enginn í gegnum þessi skrif. Hann býr í Rússlandi með fjölskyldu sinni og hefur greininlega verið hótað til að skrifa þennan áróður. Vonandi að hann sleppi heill á húfi frá sadistunum.
  3
 • Siggi Rey skrifaði
  Þessi mannvitsbrekka Haukur og Rússasleikja er ekki trúverðugur. Greinin segir okkur það sem við þurfum að vita um viðhorf hans á Pútínhænsninu.
  4
 • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
  "..segir Haukur, sem er þó á leið til Íslands í sumar með rússneska ferðamenn.."

  Geta þessir rússar ekki (Haukur þar með talinn) bara verið heima hjá sér?
  8
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
   Rússneska ferðamenn 😉
   0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
   Rússneskir ferðamenn í fylgd rússans Hauks Haukssonar ættu bara vera heima hjá sér Þorstein Bjarnason.
   2
 • Björn Pétursson skrifaði
  Hann ætti kannski að bjóða mbl. bloggaranum og útvarpi Sögu allri í útsýnisferð í Bucha? One way ticket.
  11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.
Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5 milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár